Afsakið seinaganginn í okkur, það ætti að vera fyrigefanlegt stökusinnum. En hvað er helst í fréttum? Látum oss nú sjá:

Forskot á sæluna
Hérna er hægt að hlusta á 30 sekúndur af lögunum sem mun hljóma undir hinum íðifagra leik Daniels og Emmu. Tónlistin er samin af Nicholas Hooper og kemur út 10. júlí, degi fyrir útkomu myndarinnar.

Viðtal við Katie Leung

The Scotsman hefur nýtt viðtal við leikonuna ungu Katie Leung. Í viðtalinu talar hún meðal annars um hvernig hún fékk hlutverk Cho Chang og hvernig henni fannst að leika við hlið Imelda Staunton og um fram allt, hvernig henni fannst þessi heimsfrægi koss. Hún ræðir einnig um hvað mun taka við eftir Harry Potter-ævintýrið. Hérna Er hægt að lesa viðtalið í heild sinni.

Rowling er 48. valdamesta stjarna heims

Rowling er í fertugasta og áttunda sæti yfir valdamestu stjörnur heims í Fobers árlega “Celebrity top 100”. Fólk er raðað upp eftir hversu mikið er skoðað eftir það á netinu og hve mikil fjölmiðlaumfjöllun er um það.

Daniel Radcliffe er í 79. sæti og Emma Watson er í 97. sæti.

WOMBAT er komið á stjá

Þriðja WOMBAT prófraunin er komin á stjá og er hún sú erfiðasta hingað til. Hérna er hægt að fá upplýsingar hvernig það er hægt að komast inn, en reynið nú sjálf. OG ef það er eitthvað sem mun vera spoilertengt þarna þá merkið það spoiler! allavega fyrir mig!

Og að áhugamálinu:

Hvar?

Jú, stóra spurningin er: Hvar er best að bíða eftir 7. bókinni? Ég býst sterklega við því að bæði að Mál og Menning á Laugaveginum og Eymundsson í Austurstræti munu hafa miðnæturopnun fyrir okkur semi-Harry Potter nördana. En hvar er betra að vera?

Mál og Menning:
*Það er skjól fyrir suma
*Þeir munu kannski bjóða upp á pulsur eins og í fyrra
*Kaffið er svo sem drykkjarhæft.

Eymundsson:
*Kaffið á Te og Kaffi þar er best í heimi, kaffibarþjónar í landsliðinu (mjög mikilvægt)
*10/11 er þarna beint á móti fyrir fólk sem ætlar að taka þetta á sykurvímunni en ekki koffeininu.
*Það er ekkert skjól en það VERÐUR gott veður
*EFast um að það verði pulsur en það er pulsubar í 10/11 þarna á móti.

Ég segi að það verði fjölmennt í Eymundsson Austurstræti og höfum almennilegan hitting þar. Og svo er stóra spurningin: Hverjir mundu þá mæta?