Gefur peninga til styrktar Madeline

Komið hefur fram í breskum fjölmiðlum að hin heimsfræga JK Rowling sem við þekkjum öll svo vel, hefur gefið peninga til styrktar leitarinn af Madeleine litlu sem var rænt á Algrave síðasta þriðjudag úr íbúðinni sem foreldrar hennar höfðu til umráða.

Rowling hefur gefið peningana í sjóð sem News of the World stofnaði með 250.000£ en núna hljóðar hann upp á 1.5milljónir punda! Sem er samkvæmt NotW met.Í viðtali sem News of the World tók við Rowling segir hún að Jessica, elsta dóttir hennar hafi einmitt fæðst í Portúgal, í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem Madeline litla hvarf.

Eigandi Top Shop keðjunar Sir Philip Green jafnaði upphæð News of the World um 250.000 £ og Eggert nokkur Magnússon gaf 10.000£ og Simon Cowell settir 50.000£ í sjóðinn. Er Rowling þar fremst í flokki með hæstu upphæðina, en vill hún hafa hana leynda, svo há er hún. Allt er lagt í sölurnar til að finna Madeline litlu og hafa fótboltafrömuðurnir David Beckham og Ronaldo komið fram í sjónvarpinu til að biðja fólk um að finna Madeline.

Nýr trailer!

Nýr trailer var birtur í auglýsingahléinu fyrir úrslit Survivor Fijii. Hann er um það bil 30-40 sekúndna langur og eru nokkrar nýjar senur með Dumbledore's Army, Skröggi illauga, Lupin og Siriusi. Þar er líka tilkynnt að hún verði skráð sem PG-13 og hvenær hún verði frumsýnd! Mugglenet hefur enn ekki fengið link á trailerinn, en það er auðvitað okkar helsti miðill.


Það er gaman að vera norn!

Það er gaman að vera norn, segir Bonham Carter sem leikur Bellatrix lestranger í fimmtu myndinni!

"Ég hafði fimm línur í myndinni. Ég held að þeir hafi þar af klippt þrjár í burtu og ég var þarna í sex vikur! Ég veit ekki alveg hvað ég var þarna lengi. Þetta er í raun og veru 90% bið, en ég meina það er gaman að bíða. Að bíða er ókei ef þú hefur trailer. Ég sef bara. Ég er mjög góð í því að sofa. Það er frekar spennandi að hitta alla þessa frábæru leikara! … og það er líka gaman að vera norn!”

segir hún meðal annars. hérna er hægt að nálgast viðtalið í heild sinni!

Breskir aðdáendur fá OOTP degi á undan!

Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir Bretana, aðeins verri fyrir okkur hin. Warner Bros hefur staðfest að Order of Phoenix verður frumsýnd 12. júlí 2007, degi á undan áætlun á meðan allir aðrir þurfa að bíða til 13. júlí.Hérna!!! er hægt að sjá nýjasta trailerinn!

Harry Potter 20Q kemur í versllanir í haust

Warner Bros hefur tilkynnt að hinn frægi 20Q leikur verður gefinn út í haust. Þetta er spurningaleikur þar sem á að spurja leikendur 20 spurninga. Þegar öllum spurningunum hefur verið svarað reynir kerfið að geta hvaða persona, staður eða hlutur persónan rer að hugsa um.

Hljómar svolítið eins og trivian okkar, samot ætti kannski að fara að sækja um hjá Radica sem framleiðir leikinn. Hann sem á það nú til að gera nokkuð erfiðar spurninga, jafnvel fyrir folk sem kallar sig Ofur Harry Potter nörda!


Áhugamálið


Hvað er búið að gerast á áhugamálinu undanfarið?

Tzipporah er búin að segja af sér sem stjórnandi eftir, ef ég er aðf ara rétt með allt, þriggja ára setu í stólnum sem hugamamma og Harry Potter stjórnandi! Hún ber annríki við og við virðum það og þökkum henni kærlega fyrir góðar stundir og gott framtak á liðnum arum. Það var einmitt hún sem skrifaði meðal annars Unlikely Alliance, kyngimagnaður spuni sem tröllreið íslenska áhugaspuna heiminum, auk þess sem hún stofnaði alla þessa kubba sem við sjáum á áhugamálinu. Hver veit nema Stjórnendur á /hp séu þegar farnir að leita af eftirmanni hennar, það verður allt að koma í ljós!

Systkinakenningin
hefur valdið hugurum hugarangri. Er Hermione systir Harry’s? Hvað styður það? Catium og Snitch hafa keppst við að koma þessari kenningu á framfærið og má lesa meira um hana hérna og korkurinn er sjóðheitur enn.

Svo er alltaf sama spurningin að brenna á vörum hugara: Hvort er Snape góður eða vondur? Eða er hann bara með sjálfum sér í liði? Það væri gaman að stofna lítinn veðbanka á huga þar sem hugarar fá að veðja um ýmislegt, eins og t.d. þetta. Hvernig líst hugurm á það?