Góðan daginn kæru HP-Hugarar og afsakið seinkun á fréttunum! Þetta er helst í fréttum þessa vikuna.

____________________

* Annað nýtt bíóbrot og plaggat
* DA heimasíða
* Legókastali!
* Öryggisráðstafanir
____________________


Annað nýtt bíóbrot og plaggat

Þriðja bíóbrotið fyrir Harry Potter and the Order of Pheonix er komið.
[YouTube]http://www.youtube.com/watch?v=o4zQXUt5BD8&eurl=
Nokkuð líkur bíóbroti númer 2, en þó ekki alveg eins. Nýja brotið sýnir meira frá tímum Harrys með Dumbledores Army og meira frá leyndardómastofnuninni.
Einnig er komið nýtt poster fyrir myndina, hægt er að sjá það hér:
http://www.mugglenet.com/viewer/?image_location=posterootp2.JPG


DA heimasíða

http://joindumbledoresarmy.warnerbros.com/
Warner Bros eru búnir að opna nýja heimasíðu fyrir kvikmyndina í DA stíl. Þarna er hægt að fara í leiki, skrá sig á DA heimasíðuna, skoðað upplýsingar um meðlimi DA og fleira.
Endilega, kíkið á þetta ;)


Legókastali!

Nokkrar myndir af legó útgáfum af Harry Potter 5 eru komnar.

http://www.millionaireplayboy.com/images/lego/hogwarts/lego_hogwarts_22.jpg

Frá vinstri til hægri: Dumbledore – Umbridge – Líklega drápari – Harry – Líklega Draco – Ron – Hagrid – Hermione – Snape…

http://www.millionaireplayboy.com/images/lego/hogwarts/lego_hogwarts_01.jpg

Kastalinn.

http://www.millionaireplayboy.com/images/lego/hogwarts/lego_hogwarts_06.jpg

Skrifstofa Umbridge.

http://www.millionaireplayboy.com/images/lego/hogwarts/lego_hogwarts_27.jpg

Drápari?

http://www.millionaireplayboy.com/lifestyle/podcast06.php

Hér má sjá fleiri myndir!


Öryggisráðstafanir

Tekið af Mugglenet:

Breska útgáfufyrirtæki Harry Potter bókanna hafa gefið upp eitthvað af öryggisráðstöfunum til að halda Deathly Hallows leyndri þar til 21. júlí.
Bókin mun verða send í búðirnar daginn fyrir tuttugasta og fyrsta og verða þær í kössum með stálkeðjum utanum. Öryggisverðir munu verða í prentunarverksmiðjum og Amazon.com hefur samþykkt að geyma þeirra bækur í leynilegu vöruhúsi.


Gangi nú fréttablaðinu vel að eyðileggja bókina fyrir mér eins og þeir eyðilögðu HBP :D


Þetta var helst í HP fréttum vikuna 21. – 28. apríl.