Sæl verið þið. Þið afsakið þessa töf, en þar sem þessi vika er heldur léttari en sú síðaðsta þá ættu rúmir fimm dagar að duga ykkur, enda svo gríðarlega klárt fólk inn á þessu áhugamáli.

Prófið gekk vel og nú má ég starfa við vopna og sprengjuleit. Gaman að því.

Byrjum að venju á því að fara yfir rétt svör frá síðustu viku:

1. Þess persóna er ekki í uppáhaldi hjá Ladislaw Zamojski.
Gæslumaður írska landsliðsins Barry Ryan sem varði glæsilega gegn besta sóknarmanni Pólverja, Zamojski.

2. Harry tengist Wood eins og Krum tengist _______? =
Zograf sem er gæslumaður Búlgarska landsliðsins.

3. Vinnur í ráðuneytinu og er manneskja, hefur þó eitt einkenni klaufdýra.
Gilbert Wimple sem er með horn

4. Spurning hvort viðskiptin glæðast nú þegar Olivander er horfinn. Krum mælir örugglega með honum.
Það er sprotagerðarmaðurinn Gregorovitsj

5. Óhefbundinn sölumaður sem Ron og Harry voru við það að eiga viðskipti við þegar Hermione kom og eyðilagði allt. Kannski var það fyrir bestu.
Skólafélagi þeirra Eddie Charmichael

6. Hann á afa sem heitir Abraxas.
Draco Malfoy

7. Var á jólaballinu í fjórðu bókinni. Gifti sig tæpu ári síðar.
Donaghan Tremlett, bassaleikari nokkur

8. Margur er knár þótt hann sé smár. Erfitt verður þó fyrir hann að fylla upp í skarð tvíeikisinns. Jimmy Peakes, sem reynir að fylla skarð tvíburana í quiddich liði Gryffindor

9. Hún á dóttir sem heitir Marietta.
Frú Edgecombe

10. Hann á bróðir sem heitir Ottó og báðir hafa þeir komið sér í vandræði.
Ludo Bagman


Þessa viku gat enginn allar spurningarnar rétt, hæsti stigafjöldi var átta stig. Þó var engin ein spurning sem enginn gat heldur dreyfðist þetta vel yfir, gaman að því. Stigin þessa vikuna skiptust svona:

tonks- 8
DrHaha- 8
prongsie- 8
H13- 7
ofurguffi- 7
Cho- 7
majawolfy- 7
Weasley- 7
eyrnaslapinn- 6
ellipelli- 6
peegoony- 5
nonni06- 4
bangso- 4
fridabjork- 4
DavidOrri- 3
THT3000- 0

Þetta breytir toppbaráttunni ekki mikið nema hvað að svanaerla og snilli síga niður vegna þess að þau tóku ekki þátt… Stigataflan lítur nú svona út:

DrHaha- 54
OfurGuffi- 52
eyrnaslapinn- 47
H13- 47
tonks- 46
Prongsie- 45
Cho- 40
Weasley- 40
Svanaerla- 39
snilli23- 39
majawolfy- 38
DavidOrri- 32
ellipelli- 32
bangso- 30
peegoony- 29
fridabjork- 22
lyras- 20
KatPotter- 18
Toggi- 18
nonni06- 12
Padfoot- 10
OfurMikki- 10
Artharas- 9
Evans- 9
MissBlack- 9
Gelgjan- 9
guguhead- 8
RemusLupin- 7
Murtahag- 6
THT3000- 5
einhverfaaa- 4
HeibbaHp-3

Þessa vikuna ætla ég að spyrja ykkur út í Harry Potter og Eldbikarinn… nú er bara að lesa hana yfir og reyna svo við eftirfarandi spurningar.

1. Teljið upp þá sem reyndu að komast yfir aldurslínuna umhverfis eldbikarinn.

2. Hversu margar heimsmeistarakeppnir í Quiddich hafa verið haldnar?

3. Hvað fær Fleur mörg stig í annari þrautinni?

4. Hvað kallar Crouch eldri, Percy?

5. Hvað leggja tvíburarnir undir á úrslitaleikinn í Quiddich?

6. Hver leggur hluta álabúgarðs undir á sama leik?

7. Hver var “gangavörður” Hogwarts þegar Arthur og Molly voru í Hogwarts?

8. Hvaða Durmstrang nemi sullar mat yfir sig?

9. Hvernig er skjaldamerki Beauxbaton?

10. Hvað eru margar hæði í Durmstrang?

Hafið svörin nákvæm og sendið þau á mig.

Gangi ykkur vel,
Lifið í lukku!
Voldemort is my past, present and future.