Sæl verið þið, gleðilegt sumar! Vona að sumarið boði bjarta og ánægjuríka tíma. Varla annað hægt þegar, bók, mynd og tölvuleikur eru að koma allt á sama sumrinu. Hvernig sem áhugi þinn er á Harry Potter, þá færð þú eitthvað fyrir þinn snúð í sumar.
Ég var alveg ruglaður í gær þar sem það var frí og áttaði mig ekkert á því að það væri fimmtudagur og því kemur trivian degi of seint.

Við skulum fara yfir svör við spurningum síðustu viku:

Hvernig var brasilíska slangan sem Harry talaði við í dýragarðinum á litin?
Glansandi brún var slangan sú

2. Hver er litur innsiglanna á bréfunum sem streyma inn á heimili Dursley fjölskyldunnar frá Hogwarts.
Fjólublá, eða purpuralita

3. Hagrid gefur Harry köku í tilefni afmælis hans. Hvernig er skriftin á kökunni á litin?
Græn

4. Hvernig er hár Hönnu Abbots á litin?
Ljóshærð er snótin

5. Hvernig er Kentárinn Bane á litinn?
Svartur, bæði á búk og faxi

6. Teldu upp allar afmælisgjafirnar sem Harry fær (kakan frá Hagrid ekki talin með).
Þarna orðaði ég þetta ekki nógu vel, var að spyrja um bæði tíu og ellefu ára afmælið, svarið átti því að vera: herðatré, gamlir sokkar (af Vernon), Hedwig.
Þar sem mistökin eru mín gaf ég rétt fyrir að skrifa Hedwig, eða að skrifa sokkar og herðatré. DrHaha var sá eini sem svaraði eins og ég ætlaðist til.

7. Dag einn í bókinni fær Harry 12 bréf, hvað fær hann mörg bréf daginn eftir það?
Það voru bréf í tveimur tylftum eggja, þannig að þau hafa verið 24.

8. Hvað gefur maður dreka unga að borða?
Koníak og hænublóð, sem eins og margir létu fylgja skal gefið á hálftíma fresti. Rotturnar koma ekki fyrr en aðeins seinna… var í lagi að hafa þær með, en ekki gefið rétt fyrir að skrifa þær einar og sér.

9. Nefndu þá tvo hluta einhyrninga sem Harry notar í töfradrykkja tímum á fyrsta ári.
Hár úr taglinu og mulið horn.

10. Hvaða meiðslum varð Neville fyrir í fyrsta flugtímanum?
Hann Úlnliðsbrotnaði.


Þetta var augljóslega alltof auðvelt, sem auðvitað kallar á miklu erfiðari spurningar, sem og þið fáið núna. Stigataflan fyrir þessa viku lítur svona út:

lyras 10
H13- 10
teardrop- 10
eyrnaslapinn-10
Prongsie-10
DrHaha- 10
OfurGuffi-10
Weasley- 10
majawolfy-10
DavidOrri- 9
ellipelli- 9
bangso- 9
svanaerla- 9
snilli23- 9
fridabjork- 9
RemusLupin- 5
peegoony- 4
nonni06- 2
THT3000- 1

Heildar stigataflan breyttist talsvert, þeir sem eru að taka þátt í hverri viku eru að taka fram úr þeim sem sleppa úr of mörgum vikum:

DrHaha- 46
OfurGuffi- 45
eyrnaslapinn- 41
H13- 40
Svanaerla- 39
snilli23- 39
teardrop- 38
Prongsie- 37
Cho- 33
Weasley- 33
majawolfy- 31
DavidOrri- 29
ellipelli- 26
bangso- 26
peegoony- 24
lyras- 20
KatPotter- 18
Toggi- 18
fridabjork- 18
Padfoot- 10
OfurMikki- 10
Artharas- 9
Evans- 9
MissBlack- 9
Gelgjan- 9
guguhead- 8
nonni06- 8
RemusLupin- 7
Murtahag- 6
THT3000- 5
einhverfaaa- 4
HeibbaHp-3

Baráttan um 16 efstu sætin og þar með sæti í útsláttarkeppninni er hörð og ljóst að það verður spenna fram í síðustu umferð.

Spurningar þessarar viku fjalla allar um persónur úr bókunum…

1. Þess persóna er ekki í uppáhaldi hjá Ladislaw Zamojski.

2. Harry tengist Wood eins og Krum tengist _______?

3. Vinnur í ráðuneytinu og er manneskja, hefur þó eitt einkenni klaufdýra.

4. Spurning hvort viðskiptin glæðast nú þegar Olivander er horfinn. Krum mælir örugglega með honum.

5. Óhefbundinn sölumaður sem Ron og Harry voru við það að eiga viðskipti við þegar Hermione kom og eyðilagði allt. Kannski var það fyrir bestu.

6. Hann á afa sem heitir Abraxas.

7. Var á jólaballinu í fjórðu bókinni. Gifti sig tæpu ári síðar.

8. Margur er knár þótt hann sé smár. Erfitt verður þó fyrir hann að fylla upp í skarð tvíeikisinns.

9. Hún á dóttir sem heitir Marietta.

10. Hann á bróðir sem heitir Ottó og báðir hafa þeir komið sér í vandræði.

Sendið svörin á mig, njótið sumarsins.
Lifið í lukku!
Voldemort is my past, present and future.