Þessi vika gekk mun betur en sú síðasta. Ég ákvað að draga ekki frá stig við fyrstu stafsettningavillu ef það var alveg ljóst hvaða galdur var verið að tala um. Eitt stig var tekið af fyrir 2-3 villur.

Rétt svör voru eftirfarandi:

1. Hefur verið notaður á heimili Dursley fjölskyldunnar og á heimili Hagrid. Þó í mjög ólíkum tilgangi.
Incendio. Þessi galdur kveikir eld. Annarsvegar í arninum hjá Dursley fjölskyldunni og hinsvegar í húsinu hans Hagrid.

2. Fyrst þegar við sjáum þennan galdur er það rósarunni sem verður fyrir barðinu á honum. Síðar eru það annar runni, borð og hillur sem fá að kenna á honum.
Reducto. Þessi galdur sprengir hluti úr vegi þess sem beitir honum.

3. Átti að frysta ákveðið vandamál en gerði ekkert gagn. Eflaust ekki alvöru galdur.
Peksipiksi pesternomi. Gilderoy Lockhart notaði þennan “galdur” í örvæntingafullri tilraun til þess að frysta smáálfa en það tókst ekki enda skáldaði hann þetta mjög líklega á staðnum.

4. Harry átti að verða fyrir þessum galdri, hann fór þó í Hermione sem til lengri tíma græddi á að verða fyrir honum.
Densaugeo. Þessi galdur lætur tennur þess sem verður fyrir honum stækka óeðlilega mikið. Þegar Hermione var að láta laga tennurnar aftur lét hún minnka þær meira en þær höfðu upphaflega verið. Eitthvað sem tannlæknarnir, foreldrar hennar höfðu ekki leyft.

5. Snape á slæmar minningar um þennan galdur. Hedwig er hinsvegar vafalaust þakklátur Tonks fyrir notkun hans.
Scourgify. Þessi galdur er notaður til að þrífa hluti. Tonks notaði hann til að þrífa búr Hedwig en James Potter notaði hann til að þrífa munn Snapes eftir að hann kallaði Lily Evans blóðníðing(mudblood).

6. Hentugt að kunna þennan galdur ef þú kannt ekki Heimlich takið.
Anapneo. Þessi galdur hreinsar loftveginn á manneskju ef hann er stíflaður. Hann var notaður af Horace Slughorn þegar ákafur nemandi reyndi að kyngja of fljótt.

7. Á að gera hluti vatnshelda, virkar þó ekki fullkomlega.
Impervius. Lætur hluti hrinda vatni frá sér. Var t.d. notaður af Hermione til að gera gleraugun hans Harrys vatnsfráhrindandi í Quidditch keppni. Síðar notaði allt Gryffindor liðið þetta á æfingu, en það dugði þó ekki til.

8. Galdur tengdur fljótum köngulóm frá Ítalíu sem Harry og Neville hafa fengið að kenna á.
Tarantallegra. Þesi galdur neyðir fóta fórnarlambsins til að dansa brjálaðann dans. Hann var m.a. notaður af dráparanum Dolohov á Neville í ráðuneytinu. Tarantúllur eru ítalskar köngulær og allegro þýðir hratt.

9. Ólíkt því sem kemur fram í kvikmyndinni og tölvuleiknum hendist fólk ekki til sem verður fyrir þessum galdri. Áhrifin eru mun fyndnari.
Rictusempra. Þessi galdur lætur fólk hlæja óstjórnanlega.

10. Kallar fram vatn, jafnt í litlu sem og í miklu magni.
Aguamenti. Var til dæmis notað af Hagrid og Harry til að slökkva í kofanum hans Hagrids eftir að drápari kveikti í honum. Einnig notaði harry þennan galdur til þess að fylla á bikar Dumbledore í hellinum, vatnið hvarf þó alltaf jafnóðum.

Stigin í þessari viku skiptust þannig:

DrHaha- 10
OfurMikki- 10
OfurGuffi- 10
eyrnaslapinn- 10
H13- 10
snilli23- 9
Toggi- 8
Prongsie- 8
svanaerla- 8
peegoony- 7
Cho- 7
teardrop- 6
einhverfaaa- 4
Heibba Hp- 3
DavidOrri- 3
majawolfy- 3
Weasley- 3
nonni06- 1
bangso- 1
THT3000- 0
RemusLupin- 0

Stigataflan eftir fjórar umferðir er jöfn og spennandi:

DrHaha- 36
OfurGuffi- 35
Cho- 33
eyrnaslapinn- 31
Svanaerla- 30
snilli23- 30
H13- 30
teardrop- 28
Prongsie- 27
Weasley- 23
majawolfy- 21
DavidOrri- 20
peegoony- 20
KatPotter- 18
Toggi- 18
ellipelli- 17
bangso- 17
Padfoot- 10
lyras- 10
OfurMikki- 10
Artharas- 9
Evans- 9
fridabjork- 9
MissBlack- 9
Gelgjan- 9
guguhead- 8
Murtahag- 6
nonni06- 6
THT3000- 4
einhverfaaa- 4
HeibbaHp-3
RemusLupin- 2

Í þessari umferð verður eingöngu spurt út úr fyrstu bókinni. Harry Potter og viskusteinnin. Fyrri hlutinn um liti úr bókinni (skemmtilegt þar sem ég er litblindur) en seinni hlutinn almennar spurningar úr þessari fyrstu bók. Svörin verða að vanda að vera nákvæm.

1. Hvernig var brasilíska slangan sem Harry talaði við í dýragarðinum á litin?

2. Hver er litur innsiglanna á bréfunum sem streyma inn á heimili Dursley fjölskyldunnar frá Hogwarts.

3. Hagrid gefur Harry köku í tilefni afmælis hans. Hvernig er skriftin á kökunni á litin?

4. Hvernig er hár Hönnu Abbots á litin?

5. Hvernig er Kentárinn Bane á litinn?

6. Teldu upp allar afmælisgjafirnar sem Harry fær (kakan frá Hagrid ekki talin með).

7. Dag einn í bókinni fær Harry 12 bréf, hvað fær hann mörg bréf daginn eftir það?

8. Hvað gefur maður dreka unga að borða?

9. Nefndu þá tvo hluta einhyrninga sem Harry notar í töfradrykkja tímum á fyrsta ári.

10. Hvaða meiðslum varð Neville fyrir í fyrsta flugtímanum?


Lifið í lukku!
Voldemort is my past, present and future.