Í dag birtu Scolastic og Bloomsbury kápurnar þrjár fyrir Harry Potter and the deathly hallows. Mary GrandPre teiknar myndirnar fyrir bresku barnabókina, Arthur Levine teiknar bandarísku kápuna en ljósmynd er notuð sem kápa fyrir bresku fullorðinsbókina.

Hér eru mínar vangaveltur varðandi kápurnar þrjár:

Breska barnabókin: Á forsíðunni eru þau í einhverjum fjársjóði, einn af þeim hlutum sem þar eru (á bak við hjálminn með drekanum) gæti verið Hufflepuffs cup (bikarinn). Ég var að velta því fyrir mér hvort þau væru að detta í fjársjóðinn en eftir að hafa skoðað myndina finnst mér meira eins og a.m.k. Ron og Hermione séu að detta út um dyrnar. Svo er það húsálfurinn (eða einhver furðuvera í þeirri stærðargráðu) sem er sennilegast Dobby og hann heldur á sverði svo manni verður ósjálfrátt hugsað til þess að það sé sverð gryffindor (spurning hvort það sé ekki einhver lýsing á því í bókunum þar sem þessir gimsteinar neðst á sverðinu eru nefndir), e.t.v. er það ein leið til að eyða horcruxum, að nota sverð Gryffindor. Verndari Harrys er svo innan í bókinni, spurning hvort hann fái stærra hlutverk í þessari bók.

Á bakhliðinni sjáum við kastala sem er að öllum líkindum Hogwarts (sbr. tréið stóra). Fulla tunglið leiðir hugann ósjálfrátt að Lupin sem lék ekki stórt hlutverk í seinustu bók en þarf væntanlega að vinna þrekvirki til að varúlfarnir snúist ekki allir á band Voldemort. Það sem mér finnst þó verða merkilegast við bakhliðina eru opnu dyrnar sem lýsa leið út á grasið svo það er augljóst að þar hefur einhver komist inn (Voldemort?) eða farið út (Harry?). Loks er snákur,Nagini að öllum líkindum inni í því sem viðist vera kristalkúla svo það gæti verið einhver spádómur sem spilar þar inn í eða þá að þetta sé einhver leið til að fanga snákinn.

Á aftursíðunni erum við einnig upplýst um upphaf deathly hallows: „Harry bíður í Privet drive. Fönixreglan ætlar að ná í Harry svo hann lendi ekki í klóm Voldemort -ef þau það. En hvað mun Harry þá gera? Getur hann lokið hinu gríðarlega mikilvæga og að því er virðist ómögulega verkefni sem Pr. Dumbledore lét hann hafa.“ Svosem alveg sú byrjun sem maður gat búist við, Voldemort lætur líklega til skarar skríða um leið og hann fær tækifæri til þess. Svo er alltaf spurningin hvert Harry stefnir, hann talaði um að fara til Godrics Hollow og að vera viðstaddur brúðkaup Bill og Fleur en það getur svosem allt breyst þegar aðstæður eru eins og þær eru.

Bandaríska kápan: Hér eru Harry og Voldemort á einhverjum stað sem líkist rómversku hringleikahúsi, það eru einhver tjöld fyrir svo að þetta líkist mest leikmynd í leikriti. Þetta virðist gerast þegar sólin er að setjast, himininn er gulur og appelsínugulur. Í bakgrunninn sjást um tugur af því sem virðast vera dökkklæddar manneskjur (death eaters?) og það má gera ráð fyrir að þau séu að horfa á Harry og Voldemort. Harry og Voldemort eru að teygja sig í áttina að einhverju sem við sjáum ekki. Það gæti verið að þeir séu að gera sprotalausann galdur, e.t.v. til að ná í einhvern hlut sem mun geta drepið hinn. Það er erfitt að sjá meira úr þessu, engar pottþéttar vísbendingar eins og búast mátti við en þegar maður hefur lesið bókina er þetta örugglega mjög skýr mynd.

Breska fullorðinskápan : Það er svosem bara ein vísbending á þessari kápu, hálsmenið sem hlytur að vera slytherins locket, einmitt sá horcrux sem Dumbledore lést við að reyna að ná, sá horcrux hefur því e.t.v. mesta gildið fyrir Harry og það væri viðeigandi að hann næði honum og kæmist þannig í þá stöðu að hann þyrfti aðeins að drepa Voldemort til að eyða honum endanlega.

Svo í lokin er gaman að sjá að bókin kostar 18 pund svo við ættum vonandi ekki að þurfa að borga meira en 3000 krónur fyrir hana. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þessi kápubirting stytta biðina aðeins þessa rúmu 114 daga þar til við fáum loksins að lesa bókina. Vona bara að sem flestir segi sína skoðun og geti bætt við einhverjum vísbendingum sem þið sjáið á kápunni.