Dreifingin varð aðeins betri að þessu sinni, ekki jafn margir með níu og tíu spurningar réttar. Það verður þung vika að þessu sinni, allt frekar snúnar spurningar. Gaman verður að sjá hvernig þig spjarið ykkur í þeim.

Rétt svör fyrir aðra umferð voru:

1. Hver flutti fréttir af stjörnuregni í veðurfréttum?
Jim McGuffin hét sá ágæti maður sem kemur fram í byrjun fyrstu bókarinnar.

2. Á hvaða hæð er Gryffindor turninn?
7. hæð (svo er að vísu spurning hvort það ætti að vera 8. hæð þar sem í ensku er alltaf talað um ground floor)

3. Þegar Dumbledore heimsækir Harry í sjúkraálmuna á fyrsta ári, hvaða bragðtegund fær hann þegar hann gæðir sér á fjölbragðabaun Bertu?
Hann datt í lukkupottinn og fékk eyrnamerg, hefur einhver smakkað eyrnamerg?

4. Í Fanganum frá Azkaban, hvar faldi Feita Frúin (Fat lady) sig eftir árásina á sig?
Hún faldi sig í málverki af Argyllskíri á 2.hæð.

5. Hvernig var baðsloppur Hermione á litin á fyrsta ári?
Hann var bleikur (ég á einmitt einn slíkan…)

6. Með hvaða fótboltaliði heldur Dean Thomas?
Hann heldur að sjálfsögðu með íslendingaliðinu West Ham

7. Hvernig eru augun á Grágoggi (Buckbeak) á litin?
Appelsínugul

8. Hvað hét kanína Lavander Brown og hvernig dó hún?
Binky sem var drepin af refi

9. Hvenær þurftu þeir sem ódýr sæti áttu á heimsmeistaramótið í Quiddich að mæta?
Þeir þurftu að mæta tveimur vikum fyrir keppnina, spurning hvað þeir gerðu á meðan…

10. Hvað hétu bræður Molly Weasley?
Gideon og Fabian Prewett, svo er reyndar möguleiki að Bilius nokkur sé líka bróðir þeirra, en það hefur ekki fengist staðfest.

Stigin fyrir þessa viku komu því svona út:

teardrop- 10
svanaerla- 10
Weasley- 10
DrHaha- 10
OfurGuffi- 10
majawolfy- 10
Cho- 10
lyras- 10
eyrnaslapinn- 9
ellipelli- 8
KatPotter- 8
H13- 8
DavidOrri- 7
snilli23- 7
bangso- 7
Prongsie- 6
Galbatorix- 5
Guguhead- 3
nonni06- 2
THT3000- 1

Stigataflan eftir tvær umferðir lítur því svona út:

DrHaha- 20
OfurGuffi- 20
Svanaerla- 20
eyrnaslapinn- 19
Cho- 19
teardrop- 19
KatPotter- 18
majawolfy- 18
Weasley- 18
DavidOrri- 17
ellipelli- 17
H13- 16
snilli23- 14
bangso- 14
Prongsie- 12
Padfoot- 10
Toggi- 10
Galbatorix- 10
lyras- 10
Artharas- 9
Evans- 9
fridabjork- 9
MissBlack- 9
guguhead- 7
Murtahag- 6
nonni06- 5
Gelgjan- 4
THT3000- 4
RemusLupin- 1


Ljóst er að það stefnir í hörku baráttu um sætin 16 í útsláttarkeppnina.

Þá er komið að næstu spurningum. Þær snúast allar um persónur úr bókunum.

Spurt er um persónu:

1. Hún hætti sem læknir og tók upp stöðu innan Hogwart.

2. Kemur aðeins fyrir í fyrstu bókinni og aðeins á mánudögum.

3. Fékk hæstu einkunn í öllum áföngum sínum við útskrift. Það eru þó nokkur ár síðan þar sem hann er orðinn gráhærður.

4. Sleikti sólina á Mallorka og slapp við að gera vinkonu sinni greiða.

5. Drápari sem ber eftirnafn sem við fyrstu sín gæti verið íslenskt.

6. Eiginmaður hennar heitir Tobias, hver er hún?

7. Angelina Johnson vildi ekki fara á stefnumót með honum, eins og allur skólinn veit.

8. Reyndi að drepa þá sem voru að hjálpa honum, honum verður þó ekki kennt um það. Vonum að hann gefi ekki upp öndina.

9. Hefur sést kyssa tvær stelpur mjög innilega. Var þó hafnað af liðsfélaga sínum.

10. Býr í Norfolk og trúði ekki sínum eigin augum þann 1. september 1992.

Sendið svörin á mig,

Lifið í lukku!
Voldemort is my past, present and future.