Já, mikið eru þið klár, það voru alltof margir með 9-10 stig. Þessi umferð er með svipuðu erfiðleikastigi en svo verð ég greinilega að þyngja þetta eilítið.

Rétt svör voru:

1. Hvaða ár, mánuð og dag dó Sir Nicholas de Mimsy Porpington?
31. október, 1492. Þann dag var hann margsinnis hálshöggvinn þótt hausinn hafi aldrei alveg farið af.

2. Hvernig eru augun á Winky á litin? Brún

3. Hvernig refsar Dobby sér fyrir að loka innganginum á brautarpall 9 3/4?
Hann straujar á sér fingurnar

4. Á hversu marga vegu er hægt að brjóta af sér í Quiddich?
Það er á um 700 vegu, allir voru einmitt notaðir í heimsmeistarakeppninni í Quiddich árið 1473

5. Hversu háir eru veggirnir í völundarhúsinu í þriðju þrautinni?
Sex metra háir, eða 20 feta háir. Þetta er hæðin sem kemur fram þegar þriðja þrautin var haldin.

6. Hvaða form tekur boggi þegar Parvati Patil mætir þeim?
Það er blóðug múmía en ekki risa slanga eins og er í kvikmyndunum.

7. Hver samdi kennslubókina sem notuð er í töfradrykkja/seyða tímunum á fyrsta ári?
Það er Arsenius Jigger… Phyllida Spore skrifaði bók sem er á jurtafræði listanum, hún var síðar notuð í töfradrykkjatímum en það var á fimmta ári og þar sem spurningin snérist um fyrsta ár fæst ekki rétt fyrir það.

8. Hvar hittir Harry, Draco í fyrsta skiptið?
Það var hjá Frú Malkins

9. Úr hvaða heimavist var stúlkan sem var fyrst til þess að bjóða Harry á jólaballið á fjórða ári? Það var hrokkinhærð stúlka úr Hufflepuff

10. Hvað heitir kaflinn þar sem Harry og Ginny kissast í fyrsta sinn?
Sectumsempra heitir sá ágæti kafli.

Stigataflan lítur svona út:

DavidOrri- 10
DrHaha- 10
eyrnaslapinn- 10
KatPotter- 10
OfurGuffi- 10
Padfoot- 10
Svanaerla- 10
Toggi- 10
Artharas- 9
Cho- 9
ellipelli- 9
Evans- 9
fridabjork- 9
MissBlack- 9
teardrop- 9
H13- 8
majawolfy- 8
Weasley- 8
snilli23- 7
Murtahag- 6
Prongsie- 6
Galbatorix- 5
Gelgjan- 4
guguhead- 4
nonni06- 3
THT3000- 3
RemusLupin- 1

Næstu tíu spurningar eru svo hljóðandi:

1. Hver flutti fréttir af stjörnuregni í veðurfréttum?

2. Á hvaða hæð er Gryffindor turninn?

3. Þegar Dumbledore heimsækir Harry í sjúkraálmuna á fyrsta ári, hvaða bragðtegund fær hann þegar hann gæðir sér á fjölbragðabaun Bertu?

4. Í Fanganum frá Azkaban, hvar faldi Feita Frúin (Fat lady) sig eftir árásina á sig? (nákvæmt)

5. Hvernig var baðsloppur Hermione á litin á fyrsta ári?

6. Með hvaða fótboltaliði heldur Dean Thomas?

7. Hvernig eru augun á Grágoggi (Buckbeak) á litin?

8. Hvað hét kanína Lavander Brown og hvernig dó hún?

9. Hvenær þurftu þeir sem ódýr sæti áttu á heimsmeistaramótið í Quiddich að mæta?

10. Hvað hétu bræður Molly Weasley?

Þar sem svör voru í tvígang send inn sem álit á grein vill ég bara endurtaka það að svör sendist á mig… Einnig mun ég læsa þessum greinum og ef að einhverjar spurningar vakna getið þið sent þær á mig eða stofnað þráð í korkaflokknum annað.

Lifið í lukku!
Samot
Voldemort is my past, present and future.