Fréttir af OOTP Eins og allir vita standa tökur á Harry Potter and the Order Of The Phoenix yfir núna, þetta er eitthvað sem ég er búinn að henda saman úr nokkrum fréttum sem ég er búinn að finna um fimmtu myndina:

Tökur á Order of the Phoenix fóru fram í skógi við Burnham Beeches, Englandi (myndin Robin Hood - Hrói Höttur var líka tekin upp að hluta til þar). Atriðið sem var veið að taka er atriðið þegar Hagrid sýnir fimmtaárs nemendunum Vákana (Thestrals).

Einnig greindi HP4U frá því að tökur hefðu farið fram við Virgina Waters. Það var víst atriðið þegar starfsmenn ráðuneytisins ráðast á Prófessor McGonnagal með rænuleysis álögum fyrir utan kofan hans Hagrids. Þið getið skoðað myndir frá tökustað <a href=" http://www.mugglenet.com/gallery/thumbnails.php?album=1877 "> Hér </a>


Hópur af aðdáendum fengu að fylgjast með upptökum þennan daginn og þeir fengu víst að fylgjast með öllu sem fór fram og hittu síðan einhverja af leikurunum, HEPPIN =D.

Haft eftir aðdáenda sem var á tökustaðnum við Virginia Waters:

“Það var verið að taka upp tvö atriði í dag, bæði atriðin eru með þeim seinustu í bókinni.
Fyrra var endurkoma Prófessor McGonnagal eftir að Drápararnir réðust á hana fyrir utan kofan hans Hagrids.”
(þessi aðdáandi er greinilega ekki búin að lesa bókina jafn of og við, því eins og flestir vita þá voru það Umbitch og skyggnarnir sem réðust á McGonnagal )

“Í seinna atriðinu situr Prófessor McGonnagal í stólnum sínum og les fyrirsögnina &#8220;Sá Sem Ekki Má Nefna snýr aftur&#8221; framan á spámannstíðindum og talar við Hagrid (sem var leikinn af Martin Bayford í þetta skiptið). Við gátum ekki heyrt samtalið þeirra en hann var greinilega að reyna að hressa hana við eftir að hafa lent í rænuleysisálaga árásinni.”
“Maggie Smith leit stórglæsilega út, og nýju búningarnir sem bæði kennarar og nemendur voru í voru rosalega flottir.”
– Hmm, nýir búningar?, ég vona að þeir séu flottir og að leikararnir séu í skóla búningum, ekki í venjulegum fötum einsog í POA og GOF.

Edit: Hér fyrir ofan stendur að Hagrid sé leikinn af Martin Bayford ekki vera hrædd um að það sé búið að reka Robbie því Martin Bayford er nokkurskonar aukaleikari fyrir Robbie því að Robbie sjálfur er ekkert voðalega hár í loftinu þá eru notaðir “risar” til að leika hann í sumum atriðum, Martin Bayford og aðrir “risar” hafa oft leikið Hagrid t.d. þegar hann er að ganga með öðru fólk. Í þessu atriði er Martin bara látinn sitja hliðin á McGonnagal, andlitið á Hagrid sést líklega ekki í þessu atriði því myndavélunum er bara beint uppað hálsinum á honum ekki ofar.

Ég get varla beðið eftir þessari mynd, ég vona svo innilega að myndin verði góð því að HP 5 er uppá halds bókin mín hingað til. Það eru svo mörg atriði sem ég bíð spenntur eftir, m.a. þegar Freg og George strjúka úr Hogwarts og bardaginn í Ráðuneytinu, þetta er bara eitthvað sem má ekki klúðra, ég vona bara að leikstjóranum gangi vel og geri þrusugóða mynd! :)


Myndir frá tökustað:

<img src="http://images.hugi.is/hp/91409.jpg“>
Fyrsta myndin af Tonks

<img src=”http://www.mugglenet.com/gallery/albums/userpics/10011/normal_ninive_1.jpg“>
Dan og hópur af aðdáendum í heimsókn á tökustað.


<a href=”http://www.the-leaky-cauldron.org/gallery/index.php?cat=340"> Safn af myndum frá tökustöðum HP5. </a>

———–
http://www.the-leaky-cauldron.org/
http://mugglenet.com
http://www.hp4u.co.uk/