Það var alltaf eitt sem angraði mig fyrst eftir að hafa lesið HBP, það var, hvernig vissi Draco af skápnum sem þurfti að laga? Jafnvel þótt hann hafi komist að þarfa herberginu í OotP þá skildi ég ekki hvernig hann gæti mögulega hafa séð brotinn skáp og hugsað: ahhh… ef ég laga þennan skáp skapar hann tengingu við Hlykkjasund og ég get komið drápurum inn til þess að drepa Dumbledore. Nei, það gekk ekki upp.
Um síðustu helgi las ég síðan CoS og HBP enn eina ferðina og það var mjög heppilegt að ég skildi hafa valið þessar tvær bækur því mér varð nokkuð ljóst. Tom Marvolo Riddle hafði aðgang að Hogwarts allt frá því að fór úr skólanum fram að því að hann missti líkama sinn. Hann hefði í raun getað haldið aðganginum allt fram að öðru ári Harry.

Það vakti furðu kennara og samnemanda Tom þegar hann hóf störf hjá Borgins & Burke. Hvaða tilgangi þjónar það í sögunni? Jú, í gegnum það starf sá hann fyrst hálsmenið og Hufflepuff bikarinn. Er það allt og sumt? Ég held ekki, starf hans fólst í því að sannfæra fólk um að selja hluti til búðarinnar og í CoS felur Harry sig inn í skápnum til þess að forðast Draco og Lucius. Ég tel að skápurinn hafi verið einhverstaðar annarstaðar og að Tom hafi keypt hann til búðarinnar þegar hann áttaði sig á tengingunni við skápinn sem hann hafði séð í Hogwarts. Jafnvel líklegra er að hann hafi farið að vinna í Borgins & Burke út af því að skápurinn hafi þá þegar verið í búðinni. Hann hafi farið að vinna þar til þess að hafa ennþá aðgang að Hogwarts, því við vitum það að Tom áttaði sig á því hversu mikla sögu, miklar upplýsingar, mikla galdra Hogwarts hafði að geima, og að til þess að vaxa sem galdramaður, til þess að teygja sig lengra en nokkur annar þrfti hann mikið af upplýsingum frá Hogwarts. Þetta er einnig ástæða þess að ég tel að Harry verði að snúa aftur til Hogwarts, þótt augljóslega það verði í öðru formi en vanalega, en það er efni í aðra grein þannig að við látum það liggja milli hluta að sinni.

Af hverju var Voldemort ekki búinn að skapa usla í Hogwarts ef hann gat komist inn? Svarið við því er nú þegar hér að ofan, það var of mikið af upplýsingum og fróðleik í Hogwarts svo hann gæti hætt á það að vekja athygli Dumbledore að hann kæmist inn. Ef við gefum okkur það að hann hafi komist inn, sem ég hef enga trú á öðru, J.K. hefur gefið okkur alltof miklar bakgrunns upplýsingar um skápinn og það að Tom hafi unnið í B&B til þess að hann hafi ekki vitað af þessu, þá opnar það marga nýja möguleika.
Við höfum útilokað marga hluti sem helkrossa því við höfum sagt að Voldemort hafi ekki haft aðgang að þeim, nú breytist það allt. Nú er möguleiki að Draumaspegillinn sé helkross, flokkunarhatturinn, af hverju ekki? Við vitum það að Tom vissi lykilorðið að skrifstofu Dippets og Dumbledors því í minningunum bankar hann að dyrum, þá hefur hann fyrst þurft að komast framhjá lykilorðinu. Varðandi sverð Gryffindor þá efast ég um það, það kemur ekki fram fyrr en það birtist í hattinum í CoS, þannig að ég tel það ekki hafa verið á skrifstofunni fram að því.

Af hverju var Voldemort ekki búinn að opna leyniklefann aftur ef hann gat komist inn. Af sömu ástæðu hann vissi að Dumbledore grunaði hann um að hafa opnað klefann þannig að ef hann myndi opna hann aftur mundi Dumbledore vita að hann kæmist inn og eins og ég útskýrði hér að ofan var það of dýrkeypt fyrir Tom/Voldemort.

Af hverju þá að fórna þessari leið inn í Hogwarts til þess að hjálpa Draco að framfylgja áætlun sinni, áætlun sem margir vilja meina að Voldemort hafi ekki viljað að tækist, því þetta átti jú að vera refsing fyrir mistök Luciusar?
Í fyrsta lagi verð ég að vera sammála því að þetta verkefni átti að vera refsing, hinsvegar var skápurinn í Hogwarts brotinn (eftir að Peeves braut hann í annarri bókinni til þess að koma Harry undan eftirsetu. Filch kallar skápinn “vanishing cabinet” og segir hann hafa verið verðmætan, notaði hann skápinn til þess að láta óæskilega hluti hverfa? Hver veit, og hversu hentugt væri það fyrir B&B ef annarslagið birtust óæskilegir hlutir í skápnum í búðinni þeirra, þeir sérhæfa sig jú, í því að selja óæskilega hluti.
Voldemort þarf að láta laga skápinn það er ein ástæða, í þessu ástandi er skápurinn gagnslaus. En af hverju að leyfa áætluninni að halda áfram og koma upp um það hvernig þeir komust inn? Í fyrsta lagi þá hlaut Voldemort að vita að Dumbledore var þegar búinn að komast að, eða við það að komast að helkrossunum. Fyrst tapaði hann dagbókinni, sem hafði óvenju mikla sál, Dumbledore færi að gruna eitthvað þá, þegar hann réð síðan Slughorn hlaut hann að vita að upp um hann kæmist. Því var orðið mikilvægara að drepa Dumbledore en að fá meiri vitneskju úr Hogwarts. Hann ætlaðist aldrei til að Draco gæti það, enda gat hann það ekki þegar uppi var staðið, þess vegna lét hann Grábak og dráparana fara í gegn, til þess að styðja Snape í því sem hann átti að gera. Snape sagði sjálfur að Voldemort byggist við því að hann kláraði verkefnið.

Hvað sem því líður þá tel ég þetta færa sterk rök fyrir því að Tom (síðar Voldemort) gat gengið inn og út úr Hogwarts og að það geri það að verkum að við getum ómögulega útilokað neitt varðandi helkrossana.
Hvað finnst ykkur?
Voldemort is my past, present and future.