Hér á síðunni er tilvitnanakubbur. Hann er þannig að í honum birtast tilvitnanir úr Harry Potter bókunum á íslensku og ensku. Nú hefur borið við að það hefur ekki verið skipt ört um tilvitnun. Það er að hluta til vegna þess að ég hef séð um þetta undanfarið og ég hef ekki aðgang að bókunum á íslensku svo ég get bara sett inn ensku tilvitnunina en ekki þýðinguna.

Nú kom Fantasia með þessa snilldarhugmynd að við hefðum opinn þráð þar sem fólk gæti sent inn tilvitnanir og við gætum svo valið úr honum til að setja inn á kubbinn öðru hvoru.

Þetta er sá þráður.

Ef þú ert með skemmtilega tilvitnun sem þú vilt gjarnan sjá í tilvitnanakubbinum þá endilega sendu hana hérna inn.
Tilvitnunin þarf að koma fram á íslensku og á ensku og það þarf að koma fram hver sagði þetta.

Hugsanlega eru einhverjir í sömu stöðu og ég, hafa góðar hugmyndir en bara á öðru tungumálinu. Þá má líka setja inn hugmyndina og biðja aðra um að koma með þýðinguna eða upprunalegu tilvitnunina ef málin snúa þannig.

Sýnið nú hvað í ykkur býr.
Kveðja
Tzipporah