Upphaflega spurningin hljómaði svo:

Peter Pettigrew var vinur James, Siriusar og Lupins en þeir voru í Gryffindor? ef hann var í Gryffindor þá hlítur hann að vera hugrakkur en hann er ekkert hughrakkur finnst mér t.d. grátbað Harry o.flr. í Fanganum frá Azkaban bls 258-260 í 19 kafla????Hann er ekki hugrakkur á sama hátt og flestir, t.d. er Ron drulluhræddur við köngulær en er þó í Gryffindor þó hann teljist varla hugrakkur þegar hann hittir þær.

Peter sveik ‘vini’ sína, skar af sér fingur (og seinna hendi) og kom síðan sök á laumugangi sínum á einn af bestu vinum sinum, starfaði sem leynigaur fyrir Voldemort í a.m.k. eitt ár. Það þarf hugrekki til þess að halda áfram að umgangast vini sína þegar maður hefur svikið þá, þó að hann hafi kannski ekki verið nógu hugrakkur til að afneita Voldemort. Að afneita Voldemort er kannski ekki heldur alfarið spurning um hugrekki, heldur líka hvort maður stenst persónutöfra hans og orðheppni.

Svona sannaði hann hugrekki sitt, þó það sé kannski ekki mikið.

Smá viðbót frá Tzipporah

Það er líka munur á hugrekki og hugprýði.
Það er það sem ég og aðrir eru að flaska á þegar við veltum fyrir okkur afhverju Peter var í Gryffindor. Hann er kjarkaður en hann er ekki hugprúður. Hann er illur gaur og hann hefur kjark til að ljúga upp í opið geðið á fólkinu sem telur sig vera bestu vini hans (en hvernig lokar maður geðinu?). Það er þó ljóst að hann telur þau ekki bestu vini sína því annars myndi hann ekki koma svona fram við þau. Hann telur Voldemort besta vin sinn og vill því allt fyrir hann gera. Jafnvel drepa aðra og limlesta sjálfan sig.
Hvað myndi Harry ekki gera til að bjarga lífi Hermione eða Rons? Það er ekki spurning að hann myndi drepa aðra og limlesta sjálfan sig ef það þýddi að hann myndi bjarga lífi þeirra.
Var það ekki einmitt það sem Peter gerði? Eini munurinn er sá að vinurinn sem hann drap fyrir var mesta illmenni sögunnar og fólkið sem hann drap var gott fólk. Fólkið sem hann drap var hins vegar eina fólkið í heiminum sem bjó yfir einhverju sem gæti drepið besta vini hans.


—–


Hvað þýðir áletrunin á draumaspeglinum?

Áletrunin er: Erised stra ehru oyt ube cafru oyt on wohsi

Þetta hljómar sem algert bull, en í raun sér maður orð útúr þessu, á ensku, ef maður les afturábak. Þá kemur: “I show not your face but your heart's desire”.

En það myndi á íslensku útleggjast: “Ég sýni ekki spegilmynd þína heldur þinar innstu þrár”

Áletrunin semsagt lýsir í raun hvað hann gerir, hann sýnir manni það sem maður þráir mest á þeim tíma sem maður horfir í spegilinn.