Ég var að velta því fyrir mér afhverju Dobbie afneitaði að fá mikið betri laun en hann fékk hjá Dumbledore? Og veit einhver afhverju flestum húsálfum er svona illa við að fara frá húsbóndum sínum eins og t.d. Vinky?

Við töluðum mikið um þetta en vorum ekki alveg sammála svo við ákváðum að leyfa ykkur bara að sjá allar hliðarnar á málinu. Hér eftirfarandi er afrit af umræðunum sem fóru fram.

Mizzeeh:
Dobby er spes. Mjög spes. Hann vildi frekar vinna fyrir Dumbledore sem er alltaf góður við hann og slíkt heldur en einhvern sem myndi kannski borga honum en fara illa með hann.
Flestir húsálfar eru orðnir háðir húsbændum sínum, eða vinnunni sinni frekar. Þeir gera ekkert nema að gera hitt og þetta fyrir húsbændur sína og í lok dags hafa þeir öðlast lífsfyllingu. Ef húsbóndinn gefur þeim föt þá líta þeir á það sem enda tilveru sinnar, þeir munu ekki geta gert neitt, þeir munu þá ekki hafa neinn tilgang í lífinu.

Er þetta rétt eða algjör vitleysa í mér?

Tzipporah:
Nei það held ég að sé ekki alveg rétt.

Dobby leitaði út um allt að vinnu en fann hvergi fjölskyldu sem vildi borga honum. Hann var kominn með nóg af þrældómi eftir að hafa verið hjá Malfoyfjölskyldunni og vildi vera sinn eigin herra.
Hann leitaði út um allt í tvö ár. Þegar Winky vinkona hans var svo leyst frá störfum á Crouch heimilinu ákvað hann að finna vinnu með henni. Hún spurði hvar í ósköpunum hann héldi að rúm væri fyrir tvo húsálfa. Dobby hugsaði sig vel um og komst að þeirri niðurstöðu að ávalt væri pláss fyrir fleiri álfa í Hogwarts. Hann vissi líka að Dumbledore væri sanngjarn maður sem bar virðingu fyrir öllum verum. Hann vonaði því, og von hans reyndist rétt, að hjá Dumbledore fengi hann laun.
Dumbledore bauð honum mannsæmandi laun og frídaga en Dobby fannst hann bjóða allt of mikið. Hann vildi, jú, laun og vera sinn eigin herra en hann var enn húsálfur. Mannsæmandi laun voru allt of mikið fyrir hann. Hann sagði Dumbledore að hann tæki ekki í mál að meira en eitt galleon á viku og frí einn dag í mánuði. Ríkidæmi og leti hræða húsálfa og þeim lýst ekkert á slíkt. Ef Dobby fengi svo mikla peninga og ætti að eyða tveimur dögum á viku í frí væri það ávísun á leti og eyðslusemi og slíkt er ekki gott. Auk þess líkar Dobby vel að láta hendur standa fram úr ermum og vinna af krafti, líkt og flestum húsálfum.

Kveðja
Tzipporah

Æsa:
Já, ég er frekar sammála Tzipporuh. Húsálfar eru þrælakyn, sama hversu mikið Hermione er illa við það. Þeir eru þrælar í eðli sínu og Dobby greyið er bara geðveikur. Undarlegri en maskókistar sem finnst gott að skera sig og brenna o.þ.h. Hann vill pening. Hann vill bara ekki mikinn pening, það væri andstætt eðli hans að vilja mikinn pening. Reyndar er það andstætt eðli hans að vilja nokkurn pening yfirhöfuð.

Tzipporah:
Jah..
Ég er nú ekki að segja það. Ég samþykki það aldrei að einhverjum sé í blóð borið að vera þræll annars.
Ég er sammála Hermione að mörgu leiti þó að mér finnist hún kannski ekki vera að fara réttu leiðirnar að þessum málstað sínum.

Ég býst við að einhverntíman hafi húsálfar verið frjálsir. Þeir hafa eflaust ekki birst með fyrstu galdramönnunum sem þrælar þeirra. Þeir hafa aftur á móti verið þrælar svo lengi sem elstu menn muna og lengur en það. Það hefur verið innrætt í þá svo um munar að þetta sé þeirra staða í lífinu. Rétt eins og Stéttlausir á Indlandi vita að þeirra hlutskipti í lífinu er að lifa á afgöngum og eiga ekki rétt á einu eða neinu öðru en illri meðferð og að þjóna þeim sem eru af “æðri” stéttum. Þeim dettur ekki í hug að þeir gætu farið í skóla og orðið jafngildir samfélagsþegnar og aðrir því þannig hefur þetta alltaf verið.

Dobby kynntist slæmum húsbændum og þegar hann hlaut frelsið fann hann hvað það var dásamlegt að vera sjálfs síns herra og þurfa ekki að lúta einum eða neinum. Winky aftur á móti hafði það gott hjá húsbónda sínum. Hún var mikið meira en álfur. Hún var nánast húsmóðir. Hún sá um Barty yngri og hjálpaði Crouch eldri við allt sem viðkom heimilinu í raun. Þegar hún var rekin hafði hún týnt Barty yngri og vissi að hann væri að gera slæma hluti. Hún vissi að húsbóndi hennar var í slæmum málum ef hennar nyti ekki við. Hún var frávita af áhyggjum yfir Barty yngri og heilsu húsbónda síns eftir að hún frétti að hann væri veikur. Þegar hún svo sá Barty yngri missa sál sína til vitsugunnar og frétti að hann hafði myrt Crouch eldri ásakaði hún sjálfa sig því vissulega hefði ekkert af þessu gerst ef hún hefði ekki týnt Barty yngri í skóginum. Það var nátturlega ekki henni að kenna en maður skilur að hún skuli ásaka sjálfa sig.
Hún sá því ekkert gleðilegt við það að vera orðin frjáls og að mega ekki lengur hugsa um fjölskylduna sína, því það voru Crouch feðgarnir svo sannarlega, fjölskylda hennar.

Þeir húsálfar sem aldrei hafa kynnst harðræði una líklega glaðir við sitt. Húsálfar eru vissulega vinnuglatt kyn sem lítur leti og slugsahátt hornauga. Þeir eru nánast eins og maurar, alltaf að. Hvers vegna ættu þeir þá að þrá eitthvað annað?
Þeir sem hafa upplifað harðræði eins og Dobby þrá líklega frelsi og taka því fegins hendi þegar það gefst. Það eru líklega bara ekki margir sem eru í stöðu Dobbys því þeir sem eru beittir harðræði sleppa líklega sjaldnast.

Æsa:
Hmm já, ég hef aldrei hugsað út í það að Winky hafi verið eins og húsfreyja. Ráðskona. En ég held mig samt fast við það að húsálfar séu fæddir í það að vinna eins og maurar. Fyrir aðra.

Mizzeeh:
Getiði samt ekki póstað einhverri asmeiginlegri niðurstöðu? Eða er það kannski búið og fylgist ég of lítið með?

Tzipporah:
Æsa eigum við ekki að bara að pósta þessari umræðu eins og hún leggur sin inn á svardálkinn?

Æsa:
Haha, veistu, ég var einmitt að hugsa það sama! En það þarf að snyrta það eitthvað til, ég hef ekki tíma í það núna. Geri það næst ef þú verður ekki búin að því. Hm?