1) Eru alltaf sömu þrautir á þrígaldraleikunum?
2) Ballið sem var á fjórða ári Harrys. Er það alltaf þegar þrígaldraleikarnir eru? Ef svo er, hvenær er það.


Nei það eru þær ekki. Á hverjum einustu galdraleikum koma nýjar þrautir, og alltaf voru þær lífshættulegar þar til á leikunum í fjórðu bókinni. Þrígaldraleikarnir voru fyrst haldnir fyrir 700 árum sem vináttuleikar á milli þriggja stærstu galdraskóla Evrópu – Hogwarts, Beauxbatons og Durmstrang. Leikarnir sem haldnir voru á fimm ára fresti var hætt þegar dánartíðini meðal meistaranna var orðin of há. Væru alltaf sömu þrautirnar gætu meistararnir verið búnir að undirbúa sig frá fæðingu í staðin fyrir að þrautirnar kæmu á óvart og þyrfti að útpæla.

Hvað viðkemur jóladansleiknum. Það ball er alltaf þegar leikarnir eru, gömul hefð, jafn gömul leikunum.
McGonagall segir:
”Nú styttist í jóladansleikinn – sem samkvæmt hefðinni er hluti af Þrígaldraleikunum og því tækifæri fyrir okkur öll að blanda geði við erlendu gestina okkar. Nú, ballið er aðeins opið fjórðu bekkingum og þaðan af eldri – en þið megið þó bjóða með ykkur yngri nemenda ef þið viljið.” (Eldbikarinn22)