Cho Chang er einu ári eldri en Harry, það kom fram í bók númer þrjú þegar hann keppti á móti henni í Quidditch.

——

Svo virðist vera. Engir flugtímar eiga sér stað eftir fyrsta árið.

——

Upphaflega spurningin hljómaði svo:

Í fyrstu bókinni var talað um að stundum hefðu gerst undarlegir hlutir í kringum Harry, eins og peysan sem minkaði og glerið sem hvarf. Hann vissi ekki að hann væri galdramaður. En gerðust aldrei neinir undarlegir atburðir í kringum, t.d. Hermione þegar hún var barn, eða einhverja af hinum nemendum Hogwarts sem eiga Mugga foreldra?



Slíkt hefur mjög líklega gerst, þar sem að muggaforeldrar myndu ekki leyfa hvaða rugludalli sem er að taka fullkomlega “heilbrigt” barn og senda það í einhvern “galdraskóla”. Líklegast hafa því undarlegir atburðir fylgt barninu, Hermione til dæmis, frá fæðingu eins og gerðist með Harry.

Rowling sjálf segir: “In the case of Muggle parents, special messengers are sent to explain everything to them. But don't forget that they will have noticed that there's something strange about their child for the previous ten years, so it won't come as a complete bolt from the blue.


Eða á besta tungumáli í heimi: “Þegar foreldrarnir eru Muggar eru sérstakir sendimenn sendir til að útskýra allt fyrir þeim. En ekki gleyma að foreldrarnir hafa tekið eftir ýmsu undarlegu við barnið þeirra seinustu tíu ár, svo að þetta mun ekki koma algjörlega upp úr þurru.”