Vefsíðan hp-lexicon segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir hver hinn dularfulli R.A.B. er. Þeir sem vilja ekki lesa spoilera eru eindregið hvattir til að lesa ekki þessa grein því hún mun skemma mikið fyrir. Hér að neðan mun ég þýða greinina af ensku.







Regulus Arcturus Black.

To the Dark Lord
I know I will be dead long before you read this but I want you to know that it was I who discovered your secret. I have stolen the real Horcrux and intend to destroy it as soon as I can.
I face death in the hope that when you meet your match you will be mortal once more.
R.A.B.

(HBP28)

Fæddur: 1961?
Dauður: 1980

Regulus var yngri bróðir Siriusar Black. Foreldrar þeirra líkaði ekki vinaval og hugarfar Siriusar en þótti Regulus afbragðssonur vegna þess að hann helt uppi fordómum þeirra gagnvart fólki sem var ekki af hreinum galdramannaættum, stuttu eftir að hafa farið úr Hogwartsskóla varð hann fylgismaður Voldemorts og var “death eater”.

Hann er hinn dularfulli R. A. B. sem stal “hálsmens-horcruxinum”. Millinafn hans(Arctarus) og sú staðreynd að hann sé hinn margumtalaði R.A.B. var .að sem vel settur trúnaðarmaður sagði þann 28. ágúst 2005.

Samkvæmt Siriusi: Hann(Regulus) komst inn í innsta hring Voldemorts en þorði svo ekki að gera það sem hann var beðinn um og reyndi að komast úr þeim slæma félagsskap sem hann var kominn í. Nú, þú afhendir Voldemort ekki bara uppsögn þína, þetta er ævilöng þjónusta.(OP6). Sirius helt að Voldemort hefði drepið Regulus krinum árið 1980(sama ár og spádómurinn um Harry og Voldemort var gerður. En nú virðist sem Regulus hafi gert mun meiri skaða en bara að hætta – hann reyndi að veikja Voldemort með því að eyða einum af horcruxunum, jafnvel þó það hafi sett líf hans í mikla hættu.

Þegar það var staðfest að Regulus var R.A.B. svaraði það einni af mest spurðu spurningum sem við höfðum eftir að hafa lesið bók 6 en í staðin kviknuðu þónokkuð margar nýjar.

-Hvers vegna snérist Regulus gegn Voldemort?
-Hvernig komst hann að leyndarmálinu um horcruxana?
-Hvernig fann hann dulda hellirinn?
-Hver drap Regulus?
-Lét Voldemort drepa hann afþví að hann komast að því að Regulus hafði eytt horcruxinum eða var einhver önnur ástæða?
-Hvar er hálsmenið nú?

Hvað þýðir nafnið Regulus Arcturus

Regulus= “litli konungurinn”, stjarna í ljóninu. Regulus var líka ættarnafn Marcus Atilius Regulus, vinsælu rómverskum píslarvotti sem var píndur til dauða.

Arcturus=”bjarnarvörðurinn?” Aðalstjrnan í stjörnumerkinu the herdsman ( hef ekki hugmynd hvað það er.) Það er fjórða stærsta stjarnan sem vitað er um bara Sirius, canopus og Alpha Centauri eru stærri

Regulus var “hreinblóða galdramaður”(afsakið hvað ég er ryðgaður í HP-íslenskunni) hann bjó í Grimmauld place 12 og var skyldur Phinesas Nigellus Black, fyrrum skólastjóra við Hogwartsskóla. Foreldrarnir sannfærðu hann um það að ættarnafnið Black væri það sama og að vera konungsborinn. Móðir hans dó árið 1987 en er með málverk af sér í Grimmauld place 12 sem minnir vel á hana. Faðir hans er ónefndur, enn sem komið er en gerði allt sem hann mögulega gat til að halda sig frá muggum. Afi hans fékk heiðurorðu Merlins af æðstu gráðu fyrir þjónustu fyrir ráðuneytið(eða gefa þeim peninga eins og Sirius segir. Frændi hans Alpharnd lét Sirius fá mikinn arf og frænka hans Elladora byrjaði þá hefð að afhausa húsálfa þegar þeir urðu of gamlir til að bera tebakka. Frænkur hans, þær sem hafa verið nafngreindar eru: Narcissa, Andromeda Tonks, Bellatrix. Ættarmottó Black ættarinnar er “Toujours pur” ávallt hrein. Sirius var eini bróðir hans. Ættartré Black fjölskyldunnar -> http://www.hp-lexicon.org/wizards/blacktree.html
-
Ég veit ekki alveg hvort hægt er að treysta þessum heimildum, en þetta virðist alla vegana ganga upp hjá þeim, hvað finnst ykkur? Ástæða þess að ég setti þetta inn á the quibbler er að enn sem komið er er þetta bara pæling, ekkert hefur fengist staðfest frá JKR.
-
Greinin á ensku -> http://www.hp-lexicon.org/wizards/regulus.html