Það eruð nettir spoilerar í þessari grein, úr 6. bókinni auðvitað, þannig að þið sem eruð ekki búin að lesa bókina og ætlið að lesa bókina þurfið að fara svolítið varlega í að lesa sumt í endann… Það verður merkt með stórum stöfum SPOIlER og bara, rennið yfir það ef það er eitthvað sem þið viljið ekki vita… En hér kemur, loksins, grein um Remus John Lupin.

Mynd(ir) af Remusi (fleiri en ein fyrst að allir voru svo óánægðir með þann eina…):

http://www.translations-for-harry.de/art/lmr/Fullsize/LMR22.jpg
http://elfwood.lysator.liu.se/fanq/i/z/izcovich2/lupin_final.jpg.html
http://elfwood.lysator.liu.se/fanq/g/o/goldseven2/wp_lupin_train.jpg.html
http://elfwood.lysator.liu.se/fanq/e/b/ebenskm1040/remus_study_taketwo.jpg.html
http://elfwood.lysator.liu.se/fanq/e/m/emn2/lupin.jpg.html

"I was also playing with that [intolerance] when I created Professor Lupin, who has a condition which is contagious, of course, and so people are very frightened of him; and I really like Professor Lupin as a character because he's someone that also has a failing, because although he is a wonderful teacher (one I myself would have liked to have had as a teacher) and a wonderful man, he does like to be liked and that's where he slips up. He's been disliked so often that he's always so pleased to have friends, so he cuts them an awful lot of slack.“
– J.K. Rowling (RAH 2003)

”Ég var líka að leika mér við þetta [intolerance] þegar ég skapaði Lupin, sem hefur þennan sjúkdóm sem er auðvitað smitandi og þess vegna er fólk mjög auðveldlega hrætt við hann. Mér líkar mjög vel við Lupin sem persónu vegna þess að hann er einhver sem hefur líka galla. Þó að hann sé frábær kennari (einhver sem ég hefði gjarnan viljað hafa sem kennara) og yndislegur maður, þá vill hann að fólki líki vel við sig og það er veiki bletturinn hans. Fólki hefur svo oft verið illa við hann að hann er alltaf mjög glaður að eiga vini, svo að hann gefur þeim oft lausan tauminn. -JKR.



Remus John Lupin er fæddur 10. mars 1959/1960. Hann var bitinn mjög ungur af varúlfi sem heitir Fenrir Greyback. Remus vorkenndi Fenrir Greyback í fyrstu yfir að geta ekki haft stjórn á sér á fullu tungli, en þegar hann kynntist honum meira komst hann að því að þetta er aðeins leikur hjá honum: að bíta börn til að þau verða varúlfar. Það sem meira er, Fenrir Greyback er stuðningsmaður Voldemorts. Eftir það hefur Remus viðurstyggð á honum. Eftir að hann var bitinn hefur hann orðið varúlfur einu sinni í mánuði á fullu tungli. Það tekur mikið á, enda er brúnt hárið orðið grásprengt og það sést betur og betur eftir hvert fullt tungl. Sem ungur maður var hann kominn með gráan hárlokk sem hékk fram á ennið. Remus Lupin er hálfblóðungur, ekki er vitað með vissu hvort að það sé út af foreldri eða lengra aftur í ættir, en hann er ekki með hreint galdrablóð í æðum. Remus Lupin hefur átt erfitt uppdráttar og hefur það komið mikið niður á sjálfsálitinu. Hann fær mjög sjaldan vinnu, enda hefur hann sagt sjálfur að enginn hefur viljað ráða varúlf í vinnu sem er líklegur til að bíta hvern sem er einu sinni í mánuði. Hann klæðist gömlum skikkjum, enda ekki með mikið fé á milli handanna.

Remus John Lupin fékk inngöngu í Hogwarts árið 1971, en þá var Dumbledore líklega tiltölulega nýlega orðinn skólastjóri. Í bókunum er minnst á að ef ekki hefði verið út af manngæsku Dumbledores og stefnu hans um að hleypa hverjum með galdramátt inn í skólans, þá hefði hann líklega ekki fengið inngöngu. Til þessa að gera lífið honum bærilegra og til þess að hann gæti haft þessi umskipti einu sinni í mánuði þá lét Dumbledore gróðursetja Eikina Armalöngu til þess að hylja göng sem fóru til Draugahússins í útjarði Hogsmade. Einu sinni í mánuði heyrðu íbúar þorpsins ægileg öskur og gróusögur komu af stað um að hér væri um hrikalegasta draugagang á öllu stórabretlandi og Dumbledore ýtti undir þá sögu.

Stuttu eftir komu Remusar í Hogwarts stofnar hann til vinskapar við James Potter, Sirius Black og Peter Pettigrew og verða fjórmenningarnir fljótt þekktir fyrir ómissandi hrekki. Enginn hafði nokkurtímann jafnast fjórmenningana hvað hrekki varðar fyrr en Weasley-tvíburarnir komu í Hogwarts. Á öðru árinu í Hogwarts fóru James og Sirius að taka eftir því að Remus hvarf alltaf á fullu tungli og lögðu þeir tvo og tvo saman og komust að því að vinur þeirra væri varúlfur. Í stað þess að yfirgefa hann og dæma hann fyrir það eitt að vera varúlfur. Brugu þeir á það ráð að reyna að gerast kvikskiptingar. Á fimmta árinu þeirra höfðu Sirius, James og Peter náð að gerast kvikskiptingar án þess að nokkur tæki eftir því. Sirius breyttistí stórann hund, James í hjört og Peter í rottu. Remus hélt samt áfram að breytast, óumbeðið í varúlf á fullu tungli. Á sama tíma varð Remus valinn umsjónarmaður, ásamt Lily Evans. Segir hann að Dumbledore hafi vonast til þess að hann hefði getað haft einhverja stjórn á Siriusi og James með því að láta hann fá þessa stöðu. En það var borin von…

Á sjötta ári hans í Hogwarts býr hann til Ræningjakortið, ásamt Siriusi og James (hugsanlega Peter, en það er mjög óljóst…). Seinna á sjötta árinu ætlar Sirius að gera Severusi Snape ljótan grikk. Sirius gefur Severusi nákvæmar upplýsingar hvernig hægt sé að fara undir eikina armalöngu og það á fullu tungli, sem undir réttum kringumstæðum hefði orðið honum að bana eða breytt honum í varúlf ef allt hefði gengið eftir. James Potter nær að bjarga honum í tæka tíð frá Remusi og er honum þakklátur fyrir að hafa bjargað lífi hans, þó að þeir séu svarnir óvinir. Sama ár er Ræningjakortið gert upptækt. Í júní 1978 útskrifast Remus J. Lupin úr Hogwarts og stuttu seinna fær hann inngögnu í Fönixregluna, í baráttunni gegn Voldemort.


Árið 1981 er mikið í gangi hjá félögunum. Voldemort er uppi á sitt besta og enginn getur stöðvað hann… eða hvað? Hann heyrir af spádómi sem segir að barn hafi fæðst sem gæti sigrað hann. Barnið gæti verið ungur sonum Lily og James Potters. Voldemort leitar litu fjölskyldunnar af öllum mætti. Fréttir berast af því að einhver úr hópnum sé að leka upplýsingum um fjölskylduna til óvinarins og Sirius Black fer að gruna Remus Lupin. Hann er, jú, varúlfur og Voldemort hefur mikið fylgi meðal varúlfa. James er sammála þessu og þegar kemur að því að Potterfjölskyldan þarf að fara í felur sannfærir Sirius þau um að láta Peter Pettigrew vera leyndarmálavörð þeirra. Remus Lupin heldur að Sirius sé leyndarmálavörðurinn og það halda allir aðrir líka. Þess vegna var Peter fullkominn í hlutverkið.

Að kvöldi 31. október kemur Voldemort inn á heimili Potterfjölskyldunnar og drepur bæði Lily og James. Eftir því sem Remus best veit hefur Sirius svikið vini þeirra og daginn eftir fellur Peter Pettigrew líka fyrir hönd hans. Á einum sólarhring stendur Remus Lupin eftir einn og vinalaus. Allir vinir hans eru horfnir. Þrír þeirra liggja í valnum eftir þann fjórða sem nú er kominn í Azkaban.

Árið 1993 fær Remus stöðu sem kennari í Hogwarts. Þar kennir hann Varnir Gegn Myrkru Öflunum, en þar er einmitt hans sérgrein. Hann hefur einkunn sérhæft sigí myrkraverum og hvernig sé best að eiga við þær. Fyrstu kynni hans við Harry og félögum eru í lestinni þar sem hann hrekur vitsugu á brott. Seinna sama ár biður Harry hann um að kenna sér verndar galdurinn, sem hrekur vitsugur á brott og í janúar 1994 byrjar hann að kenna Harry í einkatímum verndar galdurinn. Stuttu seinna gerir hann Ræningjakortið upptækt frá Harry.

6. júní sama ár hittir hann Sirius og Peter aftur í Draugahúsinu, en þar eru einnig Harry, Hermione og Ron. Sirius fær að útskýra allt og þeir ætla í sameiningu að drepa Peter. Harry kemur í veg fyrir það. Seinna um kvöldið er fullt tungl. Lupin breytist í varúlf og ræðst á þremenningana en Sirius kemur í veg fyrir það. Peter Pettigrew sleppur. Næsta dag veit allur Hogwarts að Remus sé varúlfur og hann yfirgefur Hogwarts.



Þegar Voldemort kemur aftur og fer að styrkjast á ný tekur Remus Lupin sér strax stöðu með Dumbledore í Fönixreglunni. Hann starfar þar að hinum ýmsu störfum og er meðal annars sérstaklega vel til þess fallinn að hafa gætur á öðrum varúlfum og hefur farið sem njósnari inn í þeirra hóp.

-S-P-O-I-L-E-R- úr hbp.

Einhverntíman árunum 1995-1997 verður hann ástfanginn af Nymphadoru Tonks, ungri myndarlegri norn sem er hamskiptingur. Tonks er ekki nema rúmlega tvítug og finnst Remusi hann vera allt of gamall og hættulegur til að verðskulda ást slíkrar stúlku. Tonks er þó ekki sammála honum því hún er líka yfir sig ástfanginn af þeim stórkostlega manni sem Remus Lupin er. Í heilt ár neitar hann að stofna til sambands með þeim afleiðingum að Tonks veslast upp af vansæld og missir alla krafta til hamskipta. Remus sér að hún er að veslast upp en telur sér trú um að hún sé betur stödd án hans. Það er ekki fyrr en allir vinir hans leggjast á eitt um að hjálpa henni að koma honum í skilning um að hann á líka skilið að fá hamingju og að Tonks verði ekki hamingjusöm án hans sem hann loksins lætur undan. Tonks og Remus taka því loksins saman í júní 1997. Tonks varð hamingjusamar en nokkrusinni fyrr og gat aftur farið að nota hæfileika sína til fullnustu og Remus er hamingjusamari en hann hefur verið í langan tíma.

-SPOILER ENDAR-

Lupin er komið úr latínu og þýðir úlfur. Sömuleiðis er hægt að rekja nafnið Remus til sögu Rómar, en sagt er að tvíburabræður að nafni Rómulus og Remus hafi stofnað borgina. Voru þeir aldir upp af úlfynju sem bjargaði þeim upp úr á, en þeir voru látnir sigla með ánni í körfu er þeir voru ný fæddir.

Remus Lupin

“Did you like question ten Moony?” asked Sirius as the emerged into the entrance hall.
“Loved it,” said Lupin briskly. “'Give the five signs that identify the werewolf.' Excellent question.”
“D' you think you managed to get all the signs?” said James in tones of mock concern.
“Think I did,” said Lupin seriously. [...]
“One: He's sitting on my chair. Two: He's wearing my clothes. Three: His name's Remus Lupin…” (OP28)