Hvar fengu Sirius, James og Lupin alla galdrahlutina sina svo sem hnífinn sem gat opnað allar hurðir, Ræningjakortið, spegillinn til að tala við sirius ofl. Voru þeir kannski bara svona færir með galdra að þeir lögðu álög á hlutina eða?

Önnur spurning:

Hvar fékk Sirius peninginn til að kaupa þrumufleyginn handa Harry?


Sirius Black, James Potter og Remus J. Lupin voru allir þrír einstaklega klárir drengir og þeir bjuggu Ræningjakortið sjálfir til. Í Fanganum frá Azkaban segir Lupin á blaðsíðu 241. "Auðvitað veit ég hvernig [Ræningjakortið] virkar, ég hjálpaði til við að teikna það."
Það er ekkert sagt frá því hvernig þeir fengu hina hlutina en við getum gert ráð fyrir því að þeir hafi lagt álög á eitthvað af þeim sjálfir. Sumt hafa þeir kannski átt, til dæmis speglana (sem, btw, virka eins og myndsímar) Við vitum að þeir eyddu löngum stundum undir huliðsskikkju James að kanna Forboðnu deildina á bókasafninu og eitthvað sniðugt hljóta þeir að hafa fundið þar. Þeim tókst að verða kvikskiptingar eftir þessar ferðir og þegar þeir voru að leita sér sér að upplýsingum til að hjálpa sér í þeim efnum býst ég fastlega við því að þeir hafi fundið ýmislegt sniðugt sem þeir hafa ekki staðist að prófa og jafnvel fundist mjög nytsamlegt.
Í svari við seinni spurningunni, þá minnir mig að Sirius hafi sent bréf til Gringottsbanka og tekið út peninga á nafni Harrys en af sínum eigin reikningi. Ég veit ekki af hverju það á að hafa gengið…

Æsa & Tzipporah