Ég hef lesið allar bækurnar, en hef aldrei lesið nafnið Evans þegar það er verið að tala um mömmu Harrys hvernig veistu að hún heitir Lily Evans?

Það kemur fram í 5.bókinni þegar Harry fer “aftur í tímann” og sér föður sinn og vini hans í Hogwarts á sínum tíma. James er að stríða Snape þegar Lily kemur að honum og skipar honum að hætta þessu… Þá kallar hann hana Evans, sem er semsagt eftirnafnið hennar áður en hún giftist James og tók upp Potter nafnið.