Já ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvort “Mr Crouch” Sé borið fram sem “Krjáts” eða “Grútsj” eða eitthvað þannig, hvernig er það eiginlega borið fram?

Það er alltaf erfitt að reyna að lýsa því á prenti hvernig bera eigi fram útlensk orð eða nöfn, sérstaklega þegar í þeim eru hljóð sem ekki eru til í okkar ástkæra ylhýra. Í Harry Potter og eldbikarnum reynir Hermione að útskýra fyrir Viktori Krum hvernig eigi að bera nafnið hennar fram og ef ég man rétt er aðferðin sem hún notar ekkert íslenskuð. Það gerir það að verkum að þeir sem að lesa íslenskuna á íslensku, bera nafn Hermione fram vitlaust. Ef ég nota íslenska stafsetningu til þess að lýsa framburðinum á nafni hennar er það skrifað svo: HömÆoní. (Áherslan sem sagt á Æið.) Bretar bera HER fram mitt á milli HÖ og HA. Og ég veit þetta af því að ég hef heyrt það borið fram.
Ef ég reyni að útskýra hvernig Crouch er borið fram þá er niðurstaðan þessi: Krátsj. (Errið auðvitað enskt og TSJ er CH hljóðið, þið vitið hvernig það er, er það ekki?).