Geta muggar séð Fönixa?
Já. Fuglinn Fönix var ekki fundinn upp af Rowling heldur er til aldagömul sögn um hann bæði í rómverskri og grískri goðafræði. Algengasta sagan um Fönixfuglinn segir að það sé aðeins til einn Fönix í einu og að hver fugl lifi í 500-1000 ár. Ennfremur segir að þegar að því kemur að þessi eini fugl deyi, þá brenni hann til ösku en skilji eftir sig eitt egg og upp úr því rísi næsti fönix.

Heimildir:
http://visindavefur.hi.is/?id=4964
Store Nordiske Konversations Leksikon 9