Ég er að pæla fyrst að Dumbledore vissi (hélt) að Sirius væri vörður leyndarmáls James og Lily, af hverju gerði hann þá ekki neitt eða sýndi einhver viðbögð þegar Hagrid sagðist hafa fengið mótorhjólið hans lánað kvöldið sem hann sótti Harry eftir árás Voldemorts?

Þessa spurningu fékk hún tonks okkar en ég tók að mér að svara henni. Vitið þó að þetta eru ekki nema getgátur einar og mínar eigin spekúleringar og langt frá því að vera heilagur sannleikur.

Þótt Dumbledore hafi “vitað” að það væri Siriusi að kenna að Harry væri orðinn munaðarlaus, þá var hann bara einn af fáum sem vissu að Potterhjónin hefðu notað þennan galdur (sem kallast fidelius charm á ensku en ég man ekki íslenska heitið), hvað þá að Sirius Black hafi verið vörður leyndarmálsins. Dumbledore hefur líklega ekki viljað bregða Hagrid eða Mcgonagall eða flækja málin neitt meir. Hagrid var góður vinur Siriusar og hann hefði átt mjög erfitt með að trúa því ef Dumbledore hefði sagt honum að hann hefði svikið James og Lily. (Ef Hagrid var vinur pabba Harrys var hann mjög líklega vinur Siriusar líka, enda lánaði/gaf Sirius honum hjólið sitt) Það er aldrei að vita hvernig hann hefði brugðist við.