Jæja! Loksins komið að því, eftir nokkurra mánaða bið… Reyndar er nú ekki verið að tala um nýja bók heldur hefur hin háttvirta og mjögsvo elskaða Joanna Rowling eignast litla stúlku um helgina. Og er talsmaður Rowlings búin að staðfesta þetta.

Þetta er þá annað barn þeirra Rowling og Dr. Neils Murray, en þau eiga fyrir soninn David en Rowling á dótturina Jessicu úr fyrra hjónabandi.

Óskum Rowling alls hins besta, bæði hvað varðar litlu stelpuna og það að láta ekki óléttuna tefja útgáfu bókarinnar sem á að koma út 16. júlí út á ensku og mun hún bera heitið Harry Potter and the Half Blood prince . Er áætlað að hún komi út samdægurs í öllum helstu enskumælandi löndum heims. Vonandi reyndar á Íslandi líka því að það er ekki víst að allir aðdáendur bókarinn frægu munu nenna að fljúga til Nýja Sjálands eða Suður Afríku til að nálgast eitt eintak sem fyrst.

Kveðja,
Fantasia (og Tonks sem vildi endilega troða sér inn á þetta… þvílík frekja!)