Ástæðan fyrir því fyrra er einföld: hann hafði ekki einu sinni tækifæri til að sjá þá. En ef hann hefði farið með vögnunum þá, þá hefði hann samt sem áður ekki getað séð þá. Hann mundi ekki hvernig foreldrar hans dóu, ef hann hefði gert það hefðu lygar Durlsey-hjónanna verið til einskis, hann hefði séð vákana og jafnvel munað hvernig Voldemort lítur út. Það að sjá einhvern deyja með eigin augum þarf smá tíma til að síast inn í mann, og það getur enginn munað eftir því að hafa séð einhvern deyja þegar hann var 1 árs.
Þegar hann sá Cedric deyja var hann hálf-meðvitundarlaus. Það var ekki fyrr en hann hafði eytt heilu sumri í að hugsa út í þetta; að hann skildi þetta til fulls. Svo vildi Rowling ekki afhjúpa vákana fyrr en í 5.bókinni, það hefði verið erfitt að koma með eitthvað svona furðulegt í endann á Eldbikarnum.

Til að forðast misskilning þá kemur hérna smá hluti:

Harry, Cedric og lágvaxna veran stóðu eitt augnablik og horfðu hvert á annað.
En skyndilega og fyrirvaralaust fann Harry fyrir nístandi sársauka í örinu. Hann hafði aldrei á ævinni upplifað aðrar eins kvalir; sprotinn rann úr greipum hans þegar hann huldið andlitið í höndum sér; hnén létu undan, hann lá á jörðinni, sleginn blindu og höfuðið á honum var að rifna í sundur.
Einhvers staðar í órafjarlægð fyrir ofan hann heyrði hann kalda, skerandi rödd segja: ,,Dreptu hinn."
Þá heyrðist þytur og önnur rödd sem skrætki út í nóttina ,,Avada Kedavra!"
Grænt ljósleiftur þrengdi sér í gegnum augnlok Harrys og hann heyrði eitthvað þungt falla til jarðar við hlið sér; kvalirnar í örinu urðu svo óbærilegar að hann kúgaðist en síðan hjaðnaði sársaukinn aftur. Harry ætlaði varla að þora að opna augun af ótta við það sem myndi mæta sjónum hans.
Cedric lá endilangur við hlið hans. Hann var dáinn.