Ég ætla hérna að gefa mína skýringu á spádómnum. Ef eitthvað er hérna sem ég hef misskilið, látið mig þá vita.


‘The one with the power to vanquish the Dark Lord approaches… born to those who have thrice defied him, born as the seventh month dies… and the Dark Lord will mark him as his equal, but he will have power the Dark Lord knows not … and either must die at the hand of the other for neither can live while the other survives … the one with the power to vanquish the Dark Lord will be born as the seventh month dies…’

‘Sá sem býr yfir mættinum til að sigra hinn myrka herra nálgast… fæðist þeim er hafa í þrígang boðið honum birginn, fæðist þegar sjöundi mánuður deyr… og hinn myrki herra mun merkja hann sem jafningja sinn,en hann býr yfirmætti sem hinn myrki herra þekkir ekki.. og annar mun falla fyrir hendi hins því annar hlýtur að deyja til að hinn megi lifa… sá sem býr yfir mættinum til að sigra hinn myrka herra fæðist þegar sjöundi mánuður deyr…’

#Fæðist þegar sjöundi mánuður deyr
#Hinn myrki herra mun merkja hann sem jafningja sinn
#Hann býr yfir mætti sem hinn myrki herra þekkir ekki
#Annar mun falla fyrir hendi hins því annar hlýtur að deyja til að hinn megi lifa


Svona hljóðar spádómurinn sem kemur fram í fimmtubókinni og hér ætla ég að úskýra þessa punkta.

#Fæðist þeim er hafa í þrígang boðið honum birginn,Fæðist þegar sjöundi mánuður deyr…

Sá sem átti að geta verið sterkari en Hinn myrki Herra átti að vera fæddur þegar sjöundi mánuður deyr eða með öðrum orðum þegar í lok júlímánaðar. Tveir drengir koma til greina. Neville Longbottom og Harry Potter. Þeir höfðu báðir átt foreldra sem höfðu hitt eða kljáðst við Voldemort.

#Hinn myrkri herra mun merkja hann sem jafningja sinn.

Þessi klisja er svolítið tvíræð. Hverja telur Voldemort vera jafningja sína? Muggafædda? Hálfblóðunga? Hreinblóðunga? Eins og sjáum hvernig Voldemort hagar sér þá lítur hann á þá sem eru með hreint blóð í æðum vera jafningja sína, í það minnsta vill hann einungis umgangast þá. Voldemort mundi taka Ron Weasley fyrir framan Hermione Granger, þó að þau væru í sama liði vegna þess að hann hefur hreint blóð. (sem er ekki, aðeins myndlíking). Hvort ætti hann þá að velja Neville eða Harry? Þetta var val Voldemorts. Hann valdi Harry, þess vegna er hann sá útvaldi. Ef hann hefði valið Neville, hefði Neville orðið eins og Harry? The Boy Who lived?

#Hann býr yfir mætti sem hinn myrki herra þekkir ekki.

Sá máttur er ástin, það hefur nú þegar komið fram. Dumbledore hefur tekið fram að Harry sé með mátt sem Voldemort hefur ekki og það er ástin og að vera elskaður. Voldemort hefur aðeins það að vera virtur og fólk hræðist hann. Enginn elskar hann beint, enda hefur hann alist upp á stað þar sem enga ást var að fá, enga umhyggju því að hann var alinn upp á munaðarleysingjahæli. Ef Voldemort eða Tom hefði fengið ást og hlýju hefði hann þá orðið Lord Voldemort?

#Annar mun falla fyrir hendi hins því annar hlýtur að deyja til að hinn megi lifa

Þetta flækist mikið fyrir sumum enda er þessa setningu hægt að túlka á marga vegu.

Annar mun falla… Þetta er sagt sem staðreynd, annar mun falla fyrir hendi hins. Þetta á að vera staðreynd.
Því annar hlýtur að deyja… orðið hlýtur býr yfir vafa. Orðið hlýtur getur líka þýtt að hann hljóti dauða.
Til að hinn megi lifa… svo að hinn geti lifað.

Harry mun drepa Voldemort eins og honum sé það ætlað því að annar verður að deyja svo að hinn geti lifað.
eða
Voldemort mun drepa Harry eins og honum sé það ætlað því að annar verður að deyja svo að hinn geti lifað.

Hérna getur örlagatrúin spilað svolítið inn í. Í spádómnum er þetta eins og honum sé það ætlað, að öðrum hvorum sé ætla að drepa hinn því að báðir á lífi eru þeir böl hvors annars. Er Harry ætlað að drepa Voldemort? Eða er Voldemort ætlað að drepa Harry? Ef við skoðum þetta nánar þá hefu Harry verið ótrúlega heppinn hingað til. Hann hefur alltaf sloppið frá Voldemort, lifandi. Hvert sinn sem honum hefur verið sýnt banatilræði, hvort sem það var viljandi (þegar vitsugurnar réðust á hann) eða óviljandi (þegar Dobby galdraði rotarann) þá hefur hann alltaf sloppið lifandi.

Harry hefur alltaf sloppið lifandi frá Voldemort. Er það verið að vísa til þess að það sé Harry sem eigi að drepa Voldemort? Að það sé Voldemort sem eigi að falla fyrir hendi Harrys svo að Harry geti lifað? Eða geta þeir kannski ekki lifað án hvors annars? Hafði bölvunin sem Voldemort sendi á Harry þau áhrif að þeir tengdust meira en nokkur gerði sér grein fyrir- að þeir gætu ekki lifað án hvors annars? Harry og Voldemort geta nú greint tilfinningar hvors annars sem gæti verið að vísa til þess hversu tengdir þeir eru í raun og veru.

Vonandi verður þessum spurningum svarað í næstu bókum.