Sko Hermione átti svona tímabreyti í 3ju myndinni…afhverju td þegar foreldrar Harrys dóu fór ekki einhver aftur í tímann og breytti því?

Í 3.Bókini þegar Harry og Hermine(kann ekki að skrifa) voru að ná í Sirius þá máttu þau ekki sjást. En af hverju mátti Sirius sjá þau en ekki kannski aðrir?



Enginn hefur leyfi til þess að breyta framgangi tímans. Enginn, það getur aldrei endað vel ef maður reynir að stússast í fortíðinni. Kannski er erfitt að sjá þetta, afhverju ekki að fara bara aftur í tímann og bjarga Lily og James? Þá hefði verið hægt að koma þeim undan og í felur. En hvað þá? Þau hefðu bjargast en þá hefði Voldomort heldur ekki misst krafta sína, þar sem að þá hefði Harry litli verið öruggur í felum ástamt foreldrum sínum. Og ef það hefði farið á þann veg, gerum við þá ekki ráð fyrir því að hann hefði kynnst fullt af krökkum á sínu reki? Og þá ekki endilega Ron og Hermione, því þar af leiðandi hefði hann átt fullt af vinum sem væru að byrja í Hogwarts og ekki setið einn í auðum klefa. Skiljið þið keðjuverkunina? Allt hefur einhverja keðjuverkun. Og sé einu litlu atviki raskað getur það haft alvarlegar afleiðingar. Atvikið í 3. bókinni þegar Harry og Hermione björguðu Siriusi á svo eftirminnilegan hátt, það er mjög auðvelt að svara þér (seinni spurningunni) þau máttu ekkert láta Sirius sjá sig og hvað þá bjarga honum. Þau bara gerðu það samt. En það er bara eitt sem gildir og það er að það sem er liðið er liðið. Því verður ekki breytt og það verður ekki tekið aftur.