Hvað þýðir að vera blóðsvikarar upp til hópa? það stendur þegar Sirius er að tala við Harry um ættartréð á bls.101 í íslensku útgáfunni.
Sá telst blóðsvikari sem hefur á einhvern hátt svikið ætt sína og þá sem eru honum blóðtengdir. Orðalagið upp til hópa vísar til margra manna, hér að viðurnefnið blóðsvikari nái upp til margra hópa af Weasleyjum, ekki bara fárra. Þegar Sirius segir Harry að Weasleyfjölskyldan hafi verið talin blóðsvikarar upp til hópa, þá á hann einfaldlega við það að nokkurn veginn allir úr þeirri fjölskyldu, langt aftur í ættir, hafi blandað blóði við mugga eða annað blandað galdrafólk. Með öðrum orðum, þá hafa þeir sem bera nafnið Weasley ekki allir verið fullir af fordómum eins og svo margt annað hreinræktað galdrafólk. Sú fjölskylda giftist ekki bara hreinræktuðum galdramönnum til þess að halda ættinni ævinlega hreinni, eins og Malfoy og Blackfjölskyldan gerir. Þar með hafa þau svikið ættina og “óhreinkað” hana og þess vegna er hún ekki nógu góð lengur til þess að fá að vera með á ættartrénu, þótt þau séu skyld.
Einhver reyndi að teikna ættartréð upp eftir upplýsingunum sem við fáum úr fimmtu bókinni, áragngurinn má sjáhér.