Rubeus Hagrid

Persóna mánaðarins er að þessu sinni maður sem við þekkjum öll. Maður sem flestir geta varla annað en elskað. Persóna mánaðarins er Rubeus Hagrid. En hvað vitum við um þennan góða risa?

Hagrid fæddist það herrans ár 1929. Foreldrar hans voru galdramaður sem aldrei er getið nafns á og tröllskessan Fríðynja. Um það leiti sem Hagrid var þriggja ára fór móðir hans frá honum og föður hans, faðir hans var niðurbrotinn eftir það. Þar sem Hagrid er nú einu sinni hálfur risi er hann og hefur alltaf verið óvenju stór. Strax á sjöunda ári gat hann lyft pabba sínum upp og skellt honum uppá kommóðu ef hann fór í taugarnar á honum. Daginn í dag er hann á hæð við tvo meðalmenn.

Árið 1941 varð hann svo 11 ára og byrjaði í Hogwartsskóla. Hagrid var flokkaður á Gryffindor heimavistina. Ekki á Hufflepuff eins og margir halda. Skömmu síðar dó faðir hans og var það mjög erfitt fyrir Hagrid en Dumbledore reyndist honum mjög vel á þessum erfiðu tímum.
Rúmum þremur árum seinna, árið 1943 var Hagrid svo rekinn frá Hogwartsskóla. Hann var þá sakaður um að hafa opnað leyniklefann, og sleppt lausu skrímsli sem á endanum varð einum nemanda að bana. Við brottreksturinn var töfrasprotinn hans brotinn, góður sproti. Eik fjörutíu og einn sentimeter, frekar sveigjanlegur. En þrátt fyrir það notar hann bleika regnhlíf til þess að iðka litla galdra. Harry grunar sterklega þessi bleika regnhlíf sé í raun gamli skólasprotinn hans Hagrids í gervi. En hann segir auðvitað engum frá þeim grun því það er af sjálfsögðu ólöglegt. Hagrid er þó skógarvörður á Hogwartssvæðinu og hefur dvalið þar frá því hann var rekinn.

Árið 1981 var hann svo sendur í það sorglega verk að bjarga Harry Potter syni James og Lily. Sirius Black lét hann fá hjólið sitt, stórt flugmótorhjól, til að vinna það verk. Hagrid rétt tókst að ná drengnum úr rústum hússins áður en muggar tóku að flykkjast að.

Þegar Hagrid hittir Harry svo 10 árum seinna bindast þeir órjúfandi vinaböndum, þessi ungi drengur og risinn Hagrid.

Hagrid er næstum helmingi hærri en venjulegur maður og að minnsta kosti fimm sinnum breiðari. Virðist einfaldlega óleyfilega stór og í þokkabót líkist hann villimanni með sítt, svart hár sem oftast nær stendur í allar áttir og mest allt andlitið hulið skeggi. Hendurnar á honum eru á stærð við ruslatunnulok og fæturnir sem oftast eru klæddir leðurstígvélum á stærð við höfrunga. Við vitum þó öll að ekki er til betri maður en hann Hagrid. Af bókunum má draga honum þyki það einstaklega ánægjulegt að baka, þar sem hann bakar mjög oft. Við skulum þó ekki fara út í þá sálma hvernig það gengur oft á tíðum.

Það er engin frú Hagrid. Allavega ekki enn, sumir telja samband Hagrids og Madame Maxime eigi eftir að þróast í eitthvað meira en það er í dag. Við verðum bara að bíða spennt og sjá hvað verður.

Hagrid fékk stöðu sem kennari í Umönnun galdraskeppna árið 1993. Það líkar honum frábærlega þar sem dýr hafa alltaf hrifið hann. Gæludýr sem við vitum til að hafi verið í hans eigu eru: Auðvitað hundurinn Tryggur, risa köngulóin Aragog, drekinn Norbert, þríhöfðaði hundurinn Hnoðri og svo hippogriffíninn Grágoggur.

Orðrómur er í gangi um að titill næstu bókar fjalli í raun um hann. Að hann sé “the Half Blood Prince”. Þar sem hann er eins og áður hefur komið fram með blandað blóð. Hálfur risi og hálfur galdramaður.



“When a wizard goes over to the dark side there's nothin', and no one matters to 'em anymore.”