Iona fylgdist með dropunum leka eftir ísköldum dýflisuveggnum.
Snape prófesor var að tala en hún hafði engann áhuga á því hvað hann var að segja.
“Þú hefur falleg augu?”
Meinti hann þetta, sagði hann þetta af því að hún bjargaði honum eða átti hann bara í erfiðleikum með enskuna?
“Jæja þá.” Rödd Snapes skarst í gegnum hausinn á henni líkt og loftbor. “Þá er ég búin að fara yfir þetta. Ég geri ráð fyrir því að þið getið öll gert þennan ofureinfalda töfradrykk.

Iona leit upp á töfluna. Henni svelgdist á. Á töflunni voru að minnsta kosti tuttugu mismunandi efni.
Hún hafði ekkert heyrt hvað Snape sagði og var algjörlega út á þúfu.
Hún byrjaði hljóð og mylja efni ofan í pottinn.
”Jæja.“ Iona hrökk í kút. Eric hafði fært pottinn sinn að Ionu. ”Ég sá að það var einhvað á milli þín og Jock þarna.“
”Ha?“ Iona fann blóðið renna afar hratt upp til höfuðsins. ”Nei ég var ba- bara að hjálpa honum.“
”Láttu ekki svona,“ sagði Eric og glotti. ”Ég sá að það var einhvað á milli ykkar.“
”Nei það var ekkert ókei!“ Iona var byrjuð að öskra án þess að hún tæki sjálf eftir því. ”Það var ekkert! Hættu bara að skipta þér af mínu lífi ókei!“ Hún rétti fram hendina en rak sig í seiðpottinn.
Hann datt á hliðina og bláleitt efnið í honum gusaðist yfir lappirnar á Eric.
Iona öskraði og greip um vinstri hendina sem að hafði rekist í seiðpottinn. Henni fannst líkt og henni hefði verið dýft í hraunleðju.
Eric stóð grafkyrr. Skyndilega lokaði hann augunum og féll fram fyrir sig. Iona greip hann.
Stór skuggi gnæfði skyndilega yfir þeim.
”Jæja hvað sé ég,“ það lág við að grýlukerti mynduðust í eyrum allra þeirra sem heyrðu, rödd Snapes var köld sem ís. ”Enn einn Griffindor vesalingurinn sem valdið hefur usla. Farðu með hann upp í sjúkraálmu. Ég dreg fimmtán stig af Griffindor.“
Iona gekk hægt út úr stofunni. Hún fann fyrir brennandi augnaráði allra bekkjarfélaga sinna sérstaklega Jocks. Hún þorði ekki fyrir sitt litla líf að líta upp. Hún ætlaði aldrei framar að líta upp.

Andlit Erics var fölt en byrjað að taka í sig lit aftur. Iona vildi ekki segja fröken Pomfrey frá meiðslunum á hendi sinni því hún óttaðist að þá myndi hún ekki sinna Eric nóg.
Fröken Pomfrey hafði skotist frá til að sækja smyrsl á lappirnar á Eric þegar hann opnaði augun.
”Hæ er allt í lagi?“ sagði Iona fegin að hann skyldi vera vaknaður.
Eric svaraði ekki en setti upp þvermóðskufullann svip.
Iona skyldi skilaboðin: Farðu!
Hún gekk út. Henni logsveið enn í hendina en það skipti ekki máli. Hún átti ekki skilið að vera læknuð. Hennar eigin skapvonska hafði skaðað bróður hennar.
Hún læddist út af skólalóðinni. Enginn gætti hennar nú þannig að það var ekki erfitt að komast burt.
Iona settist hljóð á stein skammt frá. Hún tók upp töfrasprotann sinn. Eik, tuttugu og níu sentímetrar, fjöður úr fönix og hár af hippogriffóna. Hún verðskuldaði þetta ekki. Það var hún sem hefði átt að deyja en ekki faðir þeirra.
Hún lagðist niður og hágrét þangað til hún sofnaði.

Iona vaknaði við að augnhárin á henni voru frosin föst. Fjandans tár þetta var eina gagn sem þau gerðu! Þrátt fyrir að henni væri skítkalt þá leið henni mun betur. Kannski gerði grátur einhvað gagn.
Hún labbaði í átt að Hogwartsskóla aftur. Það var komið frost og byrjað að dimma.
Skyndilega stoppaði hjartað í Ionu. Nokkrar verur nálguðust hana. Hún hljóp af stað en þær eltu hana og náðu henni fljótlega. Iona kyngdi og fannst líkt hún kyngdi hjartanu.
Hún hafði lesið um þessar verur en aldrei staðið auglitis til auglitis við eina.
Vitsugur.
Eins og í vímu dró Iona upp sprotann og öskraði: ”Expecto patronum!“ Hún hafði lesið að þetta gæti hjálpað.
Lítið hvítleitt ský sem stoppaði vitsugurnar í nokkrar sekúndur kom í ljós. En rotnaðar hendur þeirra kröfsuðu sig í gegnum það.
”Expecto… Expecto… Patrooonum!“ hreyfingar Ionu voru orðnar sljóar. Henni fannst líkt og loftið sem hún sogaði að sér væri ekki lengur loft heldur ískaldir klakamolar.
”Patroooonum! Expectooo!“ Iona datt fram á hnén. Hún sveiflaði sprotanum vonleysislega. ”Expecto Patronum." Nokkur hvít ský höfðu komið en þau leystust upp um leið og vitsugurnar klufu þau.
Iona datt aftur fyrir sig og lenti með hausinn í stein. Sársaukinn í hausninn skar sig í gegn og hún fann blóðbragð upp í sér.
Vitsugan tók um höfuð hennar.
Nú var öllu lokið. Hún vissi of vel hvað myndi gerast núna.
Eða nei. Iona var varla með meðvitund en fann engu að síður vindinn leika við hendur sér. Það var verið að flytja hana. Hún var á lífi!
Spurningin var bara hvort það var vont eða gott.