6. kafli
Ronald Weasley
Undarlegar aðstæður


“Hann er að vakna!” öskraði Hermione sem sat við rúmið, hún hafði fylgst með Harry svitna og kólna klukkutímum saman. Ron og Neville komu hlaupandi. “Velkomin aftur,” sagði Hermione og brosti þegar hann opnaði augun.

“Hvar er hún?” Harry notaði síðustu kraftana til að segja þessi orð.
“Hver?” Hermione og Ron voru undrandi er þau mæltu þessi orð í kór um leið og þau störðu á Harry og Ron klóraði sér í hökunni.
“Ignis” það leið aftur yfir Harry

“Hver er Ignis?” spurði Ron forvitinn.
“Ignis?” spurði Dumbledore sem var mættur á svæðið með William. “Hver sagði Ignis?”
“Harry nefndi einhverja Ignis, hver er það?” spurði Hermione.
“Það getur ekki verið!” hvíslaði Dumbledore.

“Afi…” litli drengurinn kom snöktandi til Dumbledors.
“Svona William minn, þetta verður í lagi.”

“Mamma er ekki hér elskan mín. Manstu þegar pabbi fór? Nú er mamma líka farin, svo þú ætlar að vera hjá afa þar til við finnum þau” Dumbledore dæsti um leið og hann leit á þau og Hermione sá í augum hans að þau voru bæði látin.

William kinkaði kolli.
“Harry er að fara að vakna aftur,” sagði Hermione snögglega. “Hann er byrjaður að hreifa augnlokin!”
“Það er nú gott,” sagði Ron.
“Hvað gerðist?” umlaði Harry allt í einu og opnaði augun. “Hvar er Ignis?”



“Ignis er í Hvergilandi” rödd Dumbledors var kuldaleg.
“Og þú, hefðir ekki átt að stökkva ofan í brunnin. Sagði ég það ekki við þig? Ha, Harry? Ég veit aðeins um þrjá núna sem hafa lifað það af!”

“Hverja?” spurði Harry veiklulega. Græðarar voru byrjaðir að koma úr öllum áttum að athuga með hann, hljóðlega. Einn rétti honum ísmola í bakka en Harry hafði enga lyst.
“Það skiptir ekki máli Harry,” sagði Dumbledore, “þú þarft að hvílast.”

“Nei ég vil vita,” Harry settist upp en áreynslan var of mikil og hann lognaðist útaf.
“Af hverju viltu ekki segja honum það?” Hermione leit ásakandi á Dumbledore, “það er of mikið áfall fyrir hann!” hann hikaði, “því hinir tveir eru ég…” hikið var meira “og faðir hans.”

“Bíddu… hvernig þá?” spurði Ron undrandi.
“Það á ekki að vera hægt að koma úr hvergilandi í gegnum
brunninn! Það er bara geggjun, það vita allir!
”Ron, ekki allir. Aðeins galdrabörn fá að heyra réttu
söguna um Hvergiland,“ sagði Dumbledore alvarlega.
”Þið ættuð að hvílast, fara héðan jafnvel. Ég á ekkert eftir að
leyfa Harry að fara héðan næstu vikuna svo að það verði á
hreinu. Hermione, mundirðu vilja taka William með þér
heim?“
”Ha? Já,alveg sjálfsagt. Heim til mín þá?“ Hermione var
ekki alveg að ná þessu.
”Já,“ sagði Dumbledore. ”Ég þarf að afgreiða nokkur
vandamál. Ron og Neville, farið með henni. Harry á ekkert
eftir að geta talað neitt af viti í dag.“

Ron var ruglaður. Hann varð að komast til botns í þessu máli! Síðan hvenær var Dumblodere afi.

”Dumbledore, ég held að það sé betra ef ég sé hérna,“ sagði Ron varfærislega en samt ákveðinn. Hermione var þegar farin út úr herberginu með William í fanginu og Neville á hælunum.

”Fínt, það væri bara fínt.“

Ron settist niður, þetta var mikið að hugsa um, hann sat hér við sjúkrabeð besta vinar síns og vissi ekkert hvað halda átti.

Dumbledore, maður sem hann hafði alltaf litið á sem piparsvein, ef það var þá rétta orðið, sem hefði verið, væri og yrði alltaf einbúi þegar þannig er á það litið, skyndilega var hann orðinn afi! Þetta ver bara of flókið, og Harry lá hér meðvitundalaus! Hvað var að ske.

Og Hermione, hann hafði alltaf verið hrifinn af henni, haldið því leyndu og ákveðið að það fengi aldrei neinn að vita það, allra síst hún sjálf, en nú skindilega langaði hann svo að segja henni alltaf létta.

Hann heyrði lágar raddir frammi.
”Mun hann lifa þetta af?“ hvíslaði ein röddin, að öllum líkindum Lupin.
Það var þögn og Ron ímyndaði sér einhvern vera að hrista hausinn.
”Dumbledore…“ hvíslaði Lupin, ”Hann má ekki fara. Hann verður að vera hérna!“
”Ég veit allt um það Remus, en svona eru náttúru lögmálin.“
Ron leit á vin sinn sem virtist nú standa í erfiðustu baráttu lífs sín- að lifa.
”Svona,“ hvíslaði hann að Harry. Ron gat varla neitað litlu tári að læðast fram. Þetta átti eftir að verða erfitt. ”Þú hefur þetta af.“
Hann leit upp og sá þar Dumbledore standa fyrir framan hann.
”Þetta á eftir að hafast,“ hvíslaði Dumbledore og leit hálf vandræðalega á hann.
”Áttu barnabarn?“ spurði Ron. Þessi spurning hafði brunnið á vörum hans síðan

Mackenzie
Wise Leader's Daughter

”Ég á dóttur,“ hvíslaði Dumbledore ofan í barm sinn. ”Hún heitir eða hét Mackenzie.“

”Hvað varð um hana? Hvers vegna er aldrei talað um hana í galdraheiminum? Ég meina, hún ætti að vera jafn þekkt og Harry fyrst hún er dóttir þín“

”Það er mér að kenna að hún hvarf“ Dumbledore starði tómlega útí loftið, Ron hafði aldrei séð hann svona, ”ef hún væri ekki dóttir mín, þá væri hún á heimili sínu núna ásamt eiginmanni sínum og syni“

”Dumbledore, hún væri ekki til ef þú værir ekki faðir hennar,“ sagði Ron, skýrum og traustum rómi. Þetta var eitthvað sem hann hélt að mundi aldrei gerast. Hann að hugga Dumbledore.

”Ron, lífið er ekki það einfalt,“ hvíslaði Dumbledore hrærður.
”Ó jú, það er,“ sagði Ron og brosti. ”Við lifum og deyjum. Allt annað er aukaatriði!“
Dumbledore brosti.
”Mun hann koma aftur til okkar?“ spurði Ron svo ef þögn, sem var bæði vandræðaleg og uppbyggjandi. ”Hann er þó ekki alveg farinnfrá mér?“
”Nei, Ron. Hann kemur aftur. Harry Potter kemur alltaf aftur, sama hvað gerist við hann. Hann kemur alltaf aftur.“

”Hann fæddist til þess eins, það er hans tilgangur í lífinu. Koma aftur, vera til staðar fyrir galdraheiminn,“ Ron leit nú hissa á Dumbledore um leið og hann klóraði sér á hökunni þar sem rauð skeggrót var til staðar, ”hvað meinarðu? Það er nú bara ekkert vit í því, þótt það sé hlutverk Harry's þá er hann nú ekki fæddur í þeim eina tilgangi skal ég segja þér“


”Jú Ron, frá getnaði hefur þetta verið hlutverk hans, þetta sem ég segi þér nú veit nær enginn maður, ég, Longbottom hjónin, Sirius, og nokkrir aðrir,“ Dumbledore leit djúpt í augun á Ron, ”Harry og Neville, fæðing þeirra var skipulögð, þeir áttu að fæðast sama dag en sumum virtist liggja meira á en öðrum, þetta hefur verið skipulagt frá upphafi, annar, þeirra við vissum aldrei hvor, yrði bjargvætturinn, en allir bjargvættar þurfa á hjálp að halda, Harry mun koma til með að þarfnast hjálpar, og þar kemur Neville inn í myndina. Svo hann mun lifa af“

Ron leit á fölt andlit Harrys og vonaðist til þess á hverri sekúndu að augnlokin mundu sýna grænu augun og að litur kæmi á fölt andlitið.
”Hann á eftir að vakna,“ hvíslaði Dumbledore, ”bara ekki í dag.“
”AF hverju ekki í dag?“
Dumbledore sagði ekki neitt bara gekk í hringi fyrir framan rúmið og hummaði lítinn lagstúf, sem virtist vera gamalt barnalag. Ron kannaðist við það.

”Heyrðu.. Dumbledore… fyrst að þú átt þá barn…“ Ron vissi ekki hvernig hann ætti að koma þessu út úr sér. ”Hérna… áttu þá ekki einhverja konu?“

Dumbledore leit á hann þessum björtu augum, sem nú voru eins og móðukennd, ”þú ert forvitinn lítill Weasley, alveg eins og þegar þið tveir genguð í Hogwarts“ í fyrsta skipti þann daginn brosti Dumbledore, en það varði aðeins í örfáar sekúndur, ”á ég konu, nei ég á ekki konu og hef aldrei átt konu, ég hélt ég ætti eina, en ég hefði betur sleppt því að stofna til sambands. Agata var yndislegasta kona sem ég hef kynnst, hún var alin upp sem muggi ásamt systur sinni, þær fengu aldrei að vita neitt um galdraheiminn, því miður, svo vildi þó til að Agötu var boðin innganga í Hogwarts, systur hennar var aldrei sagt frá því í hvaða skóla hún fór, þar kynntumst við og urðum ástfangin, hún átti síðan dóttur okkar, Mackenzie en dó við fæðinguna, engir galdrar gátu bjargað henni. Eftir það var ég einn með ungabarnið og allar mínar áhyggjur, systir hennar hélt áfram að lifa í Muggaheiminum sem skvibbi án þess að vita neitt um galdraheiminn, hún eignaðist síðan 2 dætur. Petuniu og Lily…“


Ron starði á hann með opinn munninn þangað til að hann fattaði að slef var næstum því farið að leka á Harry.
”Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að vita Dumbledore!“ sagði Ron og brosti.
”Ha, nei Weasley,“ sagði Dumbledore annars hugsi. ”Ég held að ég þurfi að skreppa.“
”Bíddu…!“
áður en Ron vissi var Dumbledore horfinn úr sjúkrastofunni upp úr þurru.

”Jæja, þá erum við bara tveir eftir,“ stundi Ron og horfði á veikan líkama Harrys. ”Þetta verður skemmtilegt. Mér hefur nefnilega alltaf fundist svo skemmtilegt að horfa á þig sofa.“
”Ég veit það,“ sagði Harry og opnaði augun. ”Þess vegna fer ég alltaf að sofa á kvöldin."
Ron gat ekki sagt neitt næstu sekúndurnar, svo undrandi varð hann á Harry að hafa vaknað upp úr þurru.