Nymphadora Tonks Persóna mánaðarins er að þessu sinni hin furðulega vinkona Harry’s Nymphadora Tonks.

Tonks, eins og hún kýs að láta kalla sig, hefur þann meðfædda eiginleika að geta breytt útliti sýnu að vild. Það stafar að því að hún er svokallaður hamskiptingur. Frá náttúrunnar hendi hefur Tonks þó hjartalaga, fölt andlit og dökk brún, tindrandi augu. Hún breytir reglulega um hárgreiðslu, og við höfum meðal annars kynnst henni með broddklippt, fjólublátt hár og bleikt, broddklippt hár, sítt og rautt hár, stutt og grátt hár og eða jafnvel ljósa krullaða lokka. Hún er samt hrifnust af því að ganga með broddklippt tyggjó-bleikt hár. Hún klæðist skikkjum galdramanna þegar hún sinnir skildum sínum en annars kýs hún að vera frjálsleg í útliti og klæðist þá oft fatnaði merktum uppáhalds hljómsveitinni sinni “The Weird Sisters”.
Tonks er fædd einhvertímann á árunum 1975-1976 en ekki er vitað hver nákvæmur fæðingadagur stúlkunnar er. Foreldrar hennar eru þau Ted Tonks og Andromeda Tonks. Faðir hennar var galdramaður fæddur af muggum en móðir hennar, var af göfugu Black-ættinni og í raun var hún uppáhalds frænka Siriusar Black. Andromeda var útskúfuð af fjölskyldu sinni þegar hún varð ástfangin og giftist Ted Tonks, því Black-fjölskyldunni er mikið í mun að blóðblöndun mugga og galdramanna sé haldið í lágmarki. Nafn hennar var því sprengt burt af hinu mikla veggteppi sem geymir ættartré fjölskyldunnar. Nymphadoru (Tonks) er því heldur ekki að finna á ættartré Black-fjölskyldunnar. Þar er þó hægt að finna móðursystur hennar tvær. Þær Bellatrix Lestrange og Narcissu Malfoy.

Tonks er skyggnir, en skyggnar eru nokkurskonar lögreglumenn galdraheimsins. Hennar hlutverk felst sér í lagi í því að fanga galdramenn sem stunda myrku öflin. Hún hefur haft réttindin í rúmt ár en hún var nærri fallin í fögunum launung og eftirför í skyggnisþjálfuninni. Það sem bjargaði henni frá algeru falli var sú staðreynd að hún hefur einstaka hæfileika í felulitum og dulargerfum (sem að sjálfsögðu er því að þakka að hún er hamskiptingur) og þurfti því ekki að læra staf í fögunum sem sneru að þeim þáttum.
Tonks er meðlimur Fönixreglunnar en er of ung til að vera hluti af upprunalegu reglunni, þeirri sem Dumbledore stofnaði á sýnum tíma áður en Harry fæddist. Hún var líka hluti af varnarliðinu sem hjálpaði Harry að flýja frá húsi Dursley fjölskyldunnar tiltekið kvöld í ágúst og var það í fyrsta skipti sem þau Harry hittust. Tonks er einnig lykilpersóna í njósnavef reglunnar innan ráðuneytisins. Í lokabardaga Fönixreglunnar særðist Tonks alvarlega þegar hún barðist við Bellatrix Lestrange móðursystur sína og þurfti að dvelja á St. Mungos þar til hún náði bata en þess má geta að hún útskrifaðist þaðan stuttu síðar við hestaheilsu.

Unga fólkið í sögunni (Ginny, Ron, Harry og Hermione) sér Tonks svolítið í hlutverki skemmtilegu frænkunnar sem lætur sér annt um aðra og alltaf er líf og fjör í kringum. Gott dæmi um þetta er t.d. þegar hún skemmtir Ginny og Hermione með því að láta nefið á sér breyta um lögun yfir kvöldverðinum.
Eins og við höfum eflaust öll áttað okkur á þá hefur hún líflegan og einstaklega heillandi persónuleika. Hún getur hagað sér eins og bavíani en hefur húmor fyrir sjálfri sér og tekur gagnrýni vel. Enda er hún hversmanns hugljúfi og flestir hafa gaman af henni. Hún er þó oft mjög klaufsk og getur það farið í taugarnar á fólkinu í kringum hana, sér í lagi þegar klaufaskapurinn verður til þess að matartímanum seinkar eða málverkið af frú Black fer að æpa.

Margir aðdáendur bókanna um Harry Potter telja að Tonks sé sú sem er svikarinn í hópnum og leki upplýsingum til hins myrka herra Voldemorts. Hvort sannleikskorn er að finna í því eða ekki mun koma í ljós síðar.
Tonks á auðvelt með að tjá sig, stundum einum of, og ef hún reiðist við einhverjum þá lætur hún vita af því (eins og Mad-Eye Moody til dæmis). Það þarf þó yfirleitt mikið að ganga á til að vekja reiði hennar. Stór hluti af Tonks er samt mjög jarðbundinn, sérstaklega þegar viðkemur verkefnum fyrir regluna og skyggnaskildum hennar. Hún er vinnusöm, dugleg og iðin, og þegar þörf er fyrir starfskrafta hennar er hún ekki lengi að taka á málunum.



““Who d'you know who's lost a buttock?”
“Hvern þekkir þú sem hefur misst rasskinn?”

Hér má finna fleiri upplýsingar um Nymphadoru Tonks: <a href=http://be-merry.org/tonks/>www.be-merry.org/tonks</a