Jæja, þá er 7. kaflinn kominn. Loksins segja sumir en ohhh… ekki meira segja aðrir. Vona bara að þeir fyrr nefndu séu í meirihluta. Það hefur verið mikið að gera við ýmis ritstörf þannig að Harry Potter hefur þurft að sitja á hakanum, því miður. En hér er hann semsagt kominn, nú er búið að skipta um sjónarhorn og við sjáum hvað gerðist frá því að Harry datt niður.


Harry!!! Lupin var fyrstur til að átta sig á því hvað var að gerast. Þau voru á flugi, Harry, Lupin, Tonks, Hermione, Skröggur og Dumbledore, förinni var heitið að Hroðagerði. Þau voru kominn upp fyrir neðstu skýjahuluna og héldu þeirri hæð. Allt gekk vel þangað til að Harry greip um höfuð sér og þá hreyfingu varð Lupin var við útundan sér. Hann snéri sér að Harry en í sömu mund féll Harry af kústinum. Lupin breytti snöggt um stefnu og skaust á eftir Harry á eins miklum hraða og hann mögulega réð við. Hann sá Harry hringsnúast og hverfa inn í skýjabakkann og einbeitti sér að því að horfa á punktinn þar sem hann hafði horfið. Hann hafið þó ekki komist langt þegar Dumbledore skaust fram úr honum á hraða sem lét Lupin líta út fyrir að vera í fyrsta flugtímanum sínum.
Lupin velti því fyrir sér hvort Dumbledore hefði verið í Quidditch landsliðinu því þessi hraði hefði sæmt hvaða leitara sem var. Lupin var inn í skýjabakkanum og fyrir aftan sig heyrði hann í Tonks og Skröggi. Hann gerði ráð fyrir því að Hermione væri á eftir þeim.
Þegar þau komu út úr skýjabakkanum urðu þau mjög undrandi. Hvorki sást tangur né tetur af Harry né Dumbledore. Jörðin virtist hafa gleypt þá, eða í þessu tilviki loftið. Þau sögðu ekki orð en þustu öll aftur upp í skýið, það virtist þeim hið eina rökrétta í stöðunni því Harry og Dumbledore höfðu jú báðir farið í skýið en voru ekki sjáanlegir handann þess. Í skýinu fundu þau þó hvorki tangur né tetur af hvorugum þeirra og eftir 10 mínútna árangurslausa leit ákváðu þau að halda til jarðar og athuga hvort einhver mugganna hefði orðið einhvers var. Þar sem tveir voru nú þegar horfnir úr hópnum þorðu þau ekki öðru en að halda sig nálægt hvert öðru.
Þau lentu í bakgarði húss sem virtist vera yfirgefið og því lítil hætta á því að til þeirra sæist. Þau skildu dótið sitt eftir undir huliðsskikkju Skröggs og héldu út á götuna í þorpi sem þau voru ekki alveg viss hvað hét. Skröggur giskaði á að þau væru í Brentford en viðurkenndi að hann hefði aldrei verið góður í landafræði. Það var orðið ansi áliðið þannig að það var ekki margt fólk á ferli. Fyrstu muggarnir sem þau urðu vör við var ungt par sem sat á bekk og starði út í loftið. Tonks breytti útliti sínu þannig að hún leit út nánast alveg eins og stelpan, þó auðvitað ekki alveg eins. Þær Hermione gengu í átt að parinu en Skröggur og Lupin biðu álengdar.
Tonks nálgaðist þau og velti því fyrir sér hvernig í ósköpunum hún ætti að bera sig að. Það er ekki beint það auðveldasta í heimi að koma orðum að því hvort einhver hafi sé strák detta af himnum ofan eða galdramann koma fljúgandi á kústi á eftir honum.
Hún var enn að velta því fyrir sér hvað hún ætti að segja þegar hún kom upp að þeim. Hermione fylgdi í humátt á eftir en virtist vera í öðrum heimi. Hún horfði stíft niður á jörðina og muldraði eitthvað sem Tonks heyrði ekki hvað var. Áður en Tonks kom fyrsta orðinu út úr sér tók hún eftir því að það var ekki allt með feldu. Parið var jú vissulega vakandi, og jú þau voru vissulega með meðvitund en þau horfðu bara eitthvað út í loftið og töluðu bara eintómt bull og ekki einu sinni við hvort annað. Tonks reyndi að tala við þau:
“Afsakið, Julia heiti ég, tóku þið nokkuð eftir einhverju óvenjulegu fyrir um það bil 15 mínútum?”
Spurningin virtist hafa náð athygli þeirra beggja og þau svöruðu bæði í einu, Tonks reyndi að einbeita sér að því sem stelpan sagði:
“fymyvyvv skueoðy ns.”
Hún hélt síðan að babbla á allt annan hátt en svarið hafði verið og Tonks skildi hvorki upp né niður í svarinu, babblinu né í því hvað var að gerast svo hún kallaði á Skrögg og Lupin.
“Remus, Alastor, komið hingað, það er eitthvað að þessu pari.”
Þeir komu og eftir að hafa fylgst með þeim í smá stund kinkaði Skröggur kolli.
“Þetta þekkir maður, en það er orðið svolítið síðan ég sá þetta síðast. Þetta er einn af uppáhalds göldrum hans-sem-ekki-má-nefna. Hann hefur hreinsað út allt minni þeirra og ekki sett neitt nýtt í staðinn. Þau kunna ekki einu sinni að labba eða tala lengur. Muggarnir halda að þau séu haldin einhverri geðveilu og loka þau inn á geðsjúkrahúsum, skelfileg örlög.”
Á meðan á þessu samtali stóð hafði Hermione staðið á sama punktinum, starandi niður í jörðina, muldrandi að því er virtist sömu orðin aftur og aftur.
Tonks horfði með meðaumkun á unga parið, hún leit ráðvilltum augum á Skrögg.
“Er ekkert sem við getum gert fyrir þau, enginn gagn galdur eða möguleiki á því að skapa nýtt minni?”
Skröggur leti á parið um leið og hann svaraði.
“Nei, þetta er ekki venjuleg minnisútþurkun, þetta er einn af göldrunum sem hann-sem-ekki-má-nefna fann upp sjálfur. Hann þurrkar ekki aðeins út minnið heldur fjarlægir það. Þetta unga fólk mun aldrei læra neitt nýtt framar, sá hæfileiki er þeim að eilífu horfinn. Við getum ekki unnið að gagn galdri þar sem við vitum ekki nákvæmlega hvernig galdurinn hans virkar. Enginn hefur orðið vitni að galdrinum og munað eftir því.”
Tonks gat ekki alveg áttað sig á því hvort svipurinn á Skröggi væri meðaumkun eða reiði. Það var reyndar aldrei auðvelt að lesa andlitsdrætti hans þar sem andlitið var svo afskræmt.
“Eitt er víst,”sagði Lupin, andlitið var hörkulegt og sproti hans var kominn á loft.
“Voldemort hefur verið hérna fyrir minna en 15 mínútum og ég efast um að það sé tilviljun að Harry og Dumbledore hafi horfið á sama tíma. Við verðum að vera varkár, við höfum ekki hugmynd um hvort hann sé hér enn þótt líklegast sé að hann hafi tilflust fljótlega.”
Það fékk svolítið á Tonks að heyra Voldemort nefndan á nafn en hún gerði ekki athugasemd við það. Hermione á hinn bóginn virtist ekkert taka eftir þessu, hún stóð enn á sama stað, muldrandi. Hin þrjú voru alltof upptekin við að takast á við þessar óvæntu aðstæður til að taka eftir undarlegri hegðun hennar.
Skröggur tók til máls með sinni hrjúfu rödd, hann var andstuttur og Tonks velti fyrir sér hvort þetta væri hræðsla sem hún skynjaði frá honum.
“Það er rétt, við verðum að drífa okkur héðan, við erum í hættu. Það besta sem við getum gert fyrir Dumbledore og Harry er að láta Fönixregluna vita.”
Þau gengu til baka að húsagarðinum þar sem þau höfðu falið dótið sitt. Á leiðinni þangað var eitthvað að angra Tonks, hún bara gat ekki áttað sig á því hvað það var. Það var ekki fyrr en þau voru rétt að verða komin að hún áttaði sig á því hvað það var sem hafði truflað hana. Það hafði verið þetta silfurlitaða box sem lá við hliðina á parinu. Tonks hafði lært í skyggni náminu að muggar notuðu tæki sem þessi til að varðveita hreyfimyndir af atburðum sem gerast fyrir framan þetta box. Hún snéri sér við og hljóp til baka. Skröggur og Lupin kölluðu á eftir henni en án árangurs.
Hún kom að parinu sem sat enn og babblaði tóma vitleysu.
“Mætti ég fá þetta lánað?”
Spurði Tonks um leið og hún tók silfurlitaða boxið. Hún vissi að það þýddi ekki neitt að spyrja en hún kunni einfaldlega ekki við að taka bara boxið. Þetta var jú einu sinni eign þeirra. Eign sem þau gætu reyndar aldrei aftur notað. Hún snéri sér við og sá Lupin og Skrögg koma hlaupandi, lafmóða.
“Aldrei gera þetta aftur, sérstaklega ekki á stað sem Voldemort hefur nýlega verið á,” þrumaði Skröggur. Það var ekki laust við að smá litur færðist í kinnar hans. Hvort sem það stafaði af reiði eða æfingarleysi, vissi Tonks ekki. Hún gat hinsvegar ekki vanist því að heyra nafn hans nefnt, það fór ætíð hrollur um hana og hárin á bakinu risu eins og á ketti.
“Auðvitað, auðvitað. Fyrirgefið mér, ég varð bara svo spennt, hérna gætum við haft svarið við því hvað kom fyrir Harry og Dumbledore.”
Þessi afsökunarbeiðni Tonks var samþykkt án athugasemda þar sem Lupin og Skröggur voru báðir of spenntir að sjá hvað hún átti við.
“Hva! Hvað meinar þú? Hvað getur þessi kassi sagt okkur?”
Spurði Lupin. Þrátt fyrir efasemdar tón í rödd hans gat hann ekki leynt spennunni.
“Þið gætuð verið of gamlir til að hafa lært um upptöku video kassa eða hvað þetta nú heitir.”
Það hnussaði í Lupin þegar Tonks sagði of gamlir en hún hélt ótrauð áfram.
“Þessir kassar hafa muggar nýverið tekið í notkun til að festa á svarta strimla hreyfimyndir. Ef heppnin er með okkur getum við séð hvað varð um Harry, Dumbledore og jafnvel gætum við séð Hann-sem-ekki-má-nefna.”
Skröggur og Lupin horfðu fullir efasemda, en ákafir, á Tonks þar sem hún ýtti á hvern takkann á eftir öðrum en ekkert gerðist.
“Ég kann ekki alveg á þetta en kannt þú ekki á þetta Hermione?”
Þau litu í kringum sig og tóku eftir því að Hermione var hvergi sjáanleg.
“Hvar er Hermione?”
Hrópaði Tonks og skelfingin í röddinni leyndi sér ekki.
“Hún var með ykkur, hvernig gátu þið skilið hana eftir?”
Hélt hún áfram og fann hvernig tárin byrjuðu að brjótast fram í augnkrókunum.
“Við!”
Svaraði Lupin.
“Það vorum ekki við sem æddum í burtu frá hópnum án útskýringa. Ef þetta er einhverjum að kenna er það þér.”
Skröggur fórnaði höndum og sagði:
“Svona nú, högum okkur eins og fullorðið fólk. Við verðum að leita að henni. Það fyrsta sem við gerum er að labba aftur að dótinu okkar ef svo skildi vera að hún bíði einfaldlega þar. Við skulum ekki fara rífast eins og skólakrakkar.”
Lupin og Tonks litu hálf skömmustulega á hvort annað og reyndu bæði að biðjast afsökunar en hjá báðum kom aðeins eitthvað muldur. Þau gengu þögul til baka. Þegar þau gengu fyrir hornið á húsinu sáu þau að þar stóð Hermione.
“Guði sé lof!”
Hrópaði Tonks um leið og hún hljóp að Hermione og faðmaði hana að sér. Hermione brást hins vegar ekkert við hrópinu né faðmlaginu heldur starði á dótið þeirra sem hún hafði svipt huliðsskikkjunni af.
Tonks leit í sömu átt og Hermione og þegar augun staðnæmdust fraus hún og fölnaði öll upp, svo mikið að Skröggur hélt að hún væri að breyta um útlit. Þegar þeir sáu hvað þær horfðu á fór hrollur um þá. Ofaná kistli Hermione var “myrkratáknið”. Lítið og þokukennt sveif það yfir kistlinum og tómar augntóftir hauskúpunnar störðu illilega á þau. Þeim rann öllum kalt vatn milli skinns og hörunds.
Yrði þetta þeirra síðasta stund?

Endilega kommentið á þetta og sérstaklega ef þið hafið leyst litla dulmálið sem ég bjó til.
Voldemort is my past, present and future.