Útskýring í fimmta sinn: Ég og Tonks skrifum þennan fanfic á landshorna á milli. Þetta á að gerast eftir endlok sjöundu bókarinnar en þar sem við vitum ekki hvernig hún endar þá er þetta svolítið eins og ekkert hafi gerst eða eitthvað. Við skrifum alltaf um sitt hvora persónuna úr þríeykinu til skiptis og nú er komið að Harry okkar Potter.

Efir endalokin
5. kapítuli
Harry Potter
Í vöku, draumi… eða dauða?


Þá skyndilega, mitt í allri ringulreiðinni yfir að Dumbledore stæði þarna og starði á hágrátandi dreng sem að öllu virtist vera dóttursonur hans, heyrðust andköf úr herberginu við hliðina. Þau þustu í gegnum hurðina og hlupu að rúmi Harrys.
“Harry ,Harry!”
En það var of seint, hann var fallinn í enn dýpra dá.
——————————-
“Hvað er að?” heyrði Harry einhvern öskra úr fjarlægð. Hann var einhversstaðar. Langt í burtu frá veruleikanum
“Hvar er ég?“ spurði Harry sjálfan sig lágt. ”Hvernig komst ég hingað?“
”Ekki vera hræddur,“ sagði kvenmannsrödd, svo falleg og heillandi að Harry hélt að það mundi líða yfir hann. ”Þetta verður allt í lagi.“
”Hver er þar?“ spurði Harry varlega. ”Ég vil fá að sjá þig.“
”Ertu alveg viss?“ það var glettni í röddinni, ó hversu falleg röddin var! Harry hélt hann myndi ekki hafa það af að hlusta á hana tala en sjá ekki eigandann. Í þann mund sem hann ætlaði að snúa sér við tóku fínlegar, kaldar, kvenmannshendur um augu hans og byrgðu honum sýn.
”Ekki… segja neitt…“ sagði röddinn. Harry fann hárin rísa á hnakkanum. ”Treystu mér..“
”En…“
”Ég sagði þér að segja ekki neitt!“ bætti hún við, næstum illilega.

Hún leiddi Harry áfram, Harry vissi ekki neitt. Niður og upp. Til hægri og Vinstri. Harry heyrði í fuglasöng í fjarlægð og í lágværu pískri, sem var ekki mannlegt.
Skyndilega fann Harry að hann blotnaði í fæturna. Þau gengi í vatni
”Hva…“
”Ég sagði ekki segja neitt!“ Nú gat Harry ekki neitað því röddin var orðin illileg. Harry ákvað með sjálfum sér það væri best að þegja og sjá hvert leiddi. Auðvitað gæti hann treyst henni. Ha! Hvaðan kom þetta? Harry skildi þetta ekki, hvaðan hafði þessi hugsun komið? Hann gæti treyst henni. Ef eitthvað væri ætti hann ekki að treysta henni heldur vera varkár og með öll skilningarvit á fullu.
Þau staðnæmdust loks.
”Get ég treyst þér?“ sagði sykursæt rödd hennar.
”Já,“ sagði Harry og vonaðist til þess aðheyra rödd hennar aftur. Hún tók lófana frá augum Harrys. Harry sá hvernig djúpur dalur tók við, með nokkrum húsum sem hann greindi úr rökkrinu vegna ljóss sem lagðist frá þeim.
”Hvar erum við?“ spurði Harry forviða.
”Hvergilandi“
Harry sneri sér við og tók andköf. Konan var sú fallegasta sem hann hafði séð. Ljóst sítt hár sem náði henni niður fyrir mitti, grönn, hávaxin og þessi augu. Fagur… fjólublá! Augun voru fjólublá.
Harry missti það út úr sér áður en hann áttaði sig á hversu móðgandi þetta gat verið, ”Hvergiland. Þú meinar þó ekki þar sem Pétur Pan á heima, þú veist í sögum mugganna.“
”Sögur mugganna eiga alltaf sér stoð við raunveruleikann, Harry,“ sagði hún og röddin töfraði Harry næstum upp úr skónum. ”Harry, þú ert í mikilli hættu. Þú ert að deyja.“
Hárin risu á hnakka Harrys.
”Þú getur lifað,“ sagði hún, ”en þá veðurðu líka að anda.“
”Hvað… hvað ertu að tala um?“ spurði Harry forviða.
”Þegar þú ferð niður í Hvergiland þá er spurningin hvort þú nærð að anda eða ekki,“ sagði röddin.
”Kemur þú með mér?“ spurði Harry.
konan hristi höfuðið.
”Aðeins einn í einu,“ sagði hún og lyfti upp vísifingri. Hún ýtti honum inn í dalinn.
”Hvað heitirðu?“ spurði Harry áður en hann hélt lengra.
”Ignis,“ sagði hún og brosti.
Harry gekk að því hann hélt inn í dalinn, en hann fann engan mun. Það var ekkert erfitt að anda. Hann tók beygju fyrir stóran stein sem var eins og björn í laginu, en þá skeði það. Um leið og hann tók fyrsta skrefið framhjá birninum var eins og hann stigin inn í þunnt hlaupkennt efni. Harry fann hvernig heimurinn snerist við. Hvar hafði hann upplifað þetta áður? Jú, í völundarhúsinu, hugsaði hann með sér. Ganga áfram, það virkar. Harry gekk áfram, lengi áður en hann komst út úr þessu.
Þegar hann loksins losnaði úr þessa áttaði hann sig á því hann var virkilega á hvolfi. Eða hann áttaði sig á því þegar hann lenti með hausinn á undan á jörðinni fyrir neðan. Hann hafði rétt tekist að snúa sér á réttuna þegar Ignis kom.
”Þér tókst það Harry. Það er ekki það hvernig við framkvæmum sem kemur okkur áfram, heldur það hvernig við hugsum.“
”Ha?“ spurði Harry, alveg út úr heiminum. Eina sekúnduna mátti hún ekki koma með honum og aðra stóð hún fyrir framan hann eins og ekkert væri.
”Og of margar spurningar!“ sagði hún gremjulega. ”Af hverju þurfa galdramenn alltaf að spyrja svona margra spurninga?“
”Af hverju þurfa Válur alltaf að vera svona fúlar og í vondu skapi stanslaust?“ Harry áttaði sig ekki fyrr en of seint. Ignis beindi höndunum að honum og hann flaug um 13 metra frá og skall og stein sem var þar. Hann opnaði augun eftir ekki svo mikið sem sekúndu og honum brá illa. Ignis, þessi fallega kona var breytt. Gjörbreytt. En ekki eins og aðrar válur urðu, ljótar og ófrínilegar, þá hafði hún umturnast og var orðin að, svartengli!
Harry starði á hana. Hún stóð þarna en gjörbreytt. Í staðljóshærðu og ljúfu Ignis stóð þarna tignarleg, svarthærð og klædd í svört tjásulegt en þó svo tignarleg föt og vængir. Þetta hlaut að vera svartengill. Það gat ekki annað verið.
”Hvern varst þú að kalla válu?“ spurði hún blíðlega.
”Hvað ertu ?“ spurði Harry og hörfaði.
”Ég er hálf vála og hálf lítor, eða svartengill eins og sumir vilja kalla það,“ sagði Ignis og brosti. ”Þú vilt ekki fá að kynnast kröftum mínum, treystu mér!“ Ignis hló af Harry, hversu hræddur hann er. ”Svona nú, ég er að reyna að hjálpa þér!“ Ignis breyttist nú úr hræðilegri myrkraveru í válu, fjólublár kjóllinn fór vel við augun.
”Eh…“ sagði Harry vandræðalega. ”Hvað… hvernig ætlar þú að hjálpa mér?“
”Ég ætla að koma þér úr dáinu svo að þú getir farið til vina þinna! Er eitthvað erfitt að ná því?“ spurði hún.
”Viss um ég geti það? Viss um ég geti það“ Ignis var mjög æst og án þess að taka eftir því orðin lítor aftur. ”Ég gat fengið tengdason Dumbledors til að ana útí opinn dauðann og hálfu ári seinna náð sonasyni, syni dóttur hans og farið með þau á stað sem ómögulegt hefði átt að vera fyrir þau að fara á! Ég gat breytt minninu í “Því” svo það tók ekki eftir þau höfðu galdramátt og ég gat náð honum á mitt vald til að koma með hana til “Þess”! Ég gat gefið honum nægan styrk en er samt hér í fullu fjöri! Og hann, Draco er nú við líkama þinn. Tiltækur að grípa í taumana ef illa fer!”
“Ha?” spurði Harry og var eitt stórt spurningamerki í framan. “Hvað ertu að tala um?”
“Dumbledore, Draco Malfoy og Það,” sagði Ignis og var nú orðin vála. “Er það svo erfitt að skilja?”
“Bíddu… á Dumbledore dóttur? Og barnabarn?” spurði Harry og var að rifja upp rausuna sem hún hafði sagt honum áðan.
“Aha,” sagði Ignis og byrjaði að skoða á sér neglurnar. “Æi, ertu nokkuð með naglaþjöl?”
“Nei. Og hvað með Draco? Hvar er hann?Og hvað er þetta ”Það“ sem þú varst að tala um?” spurði Harry.
“Spurningar, spurningar, spurningar,” sagði Ignis og ranghvolfdi í sér augunum.
“Hvað með Draco?” spurði Harry. “Ég verð að fá aðvita það! Hann er kannski í hættu!”
“Draco Malfoy, sonu Luciusar Malfoy sem er sonur Barthólomeusar Malfoy sem er sonur einhvers í nokkra ættliði aftur í tímann eru barnabörn Gabríels Malfoy sem er vála!” sagði Ignis og gretti sig.
“Geta menn verið válur?” spurði Harry.
“JÁ!” öskraði hún og breytti sér í ítor.
“Róleg!” sagði Harry og gat ekki varist brosi.
“Draco Malfoy er eitthvað smá vála, karlmannsválur eru mjög sjaldgæfir og í rauninni skammast þeir sín því að þeir hafa ekki þennan kraft sem við kvennválurnar höfum. Bara ljósa hárið og búið. Draco er með mér og er tengdur mér og hann heldur þér hérna. ef eitthvað gerist þá tekur hann þig héðan og þú munt all líklegast deyja,” sagði Ignis. “Hvernig líst þér á hárið mitt svona?” spurði hún og setti það upp.
“Vel. En hvað er “Það”?” spurði Harry.
“Það er bara “það”. Enginn veit hvað það er og flestir vilja ekki fá að vita það. Einhver sem stýrir því hverjir deyja í landi hinna lifandi dánu,” sagði Ignis og brosti eins og það væri eitthvað skemmtiefni. “Dauðinn, eins og muggarnir kalla hann.
“Nú,” sagði Harry forvitinn.
“Þetta eru bara muggarnir sem eru svona miklir hálfvitar. Dauðinn er náttúrulega bara lítill neisti sem fylgir hverjum og einum. ”Það“ slekkur bara á neistanum, svo einfalt er það,” sagði Ignis og var aftur komin í válulíki.“En þú verður að halda áfram að ganga. Í miðju Hvergilandi er brunnur sem þú verður að stökkva ofan í.”
“Af hverju þarf ég að stökkva ofan í einhvern brunn?” spurði Harry, forvitnin var alveg að fara með hann.
“Spurningar! Hvað var ég búin að segja um spurningar!” sagði Ignis í ítorslíki. “Af hverju þetta? af hverju hitt! Af hvejru eru galdramenn svona rosalega tregir!”
“Ég veit ekki,” sagði Harry og gat ekki varist brosi að sjá hana bregða sér í válu líki.
“Ekki stökkva,” heyrði hann rödd Dumbledores úr fjaska. “Ekki stökkva!”
“Þú áttir ekki að svara!” sagði Ignis og svo virtist vera að hún hafi ekki heyrt í honum. “En allavega, farðu nú að brunninum, svo að ég geti farið eitthvert. Ég nenni ekki að vera hérna…”
“Hver segir ég treysti þér?” Harry sá strax eftir þessu, auðvitað treysti hann henni. Eða, hvers vegna sagði hann það?
“Sérðu elskan..” hjartað í Harry tók kipp. “Elskan” hversu vel þetta orð hljómaði frá hennar fallegu vörum. Hann hristi sig, hvað var hann að hugsa. Hann var í lífshættu, ekki útá lífinu að leita að dömu! “Sko þú ferð þarna beint áfram þar til þú finnur brunninn.” Ignis benti eftir veginum.
“Lokins,” sagði Ignis sem komin var í svartar buxur og rauðan bol, sem vála. “Þetta tók þig aðeins,” hún leit á klukkuna, “Þrjá tíma, fim mínútur og sextán sekúndur. Mér sýnist þú hafa sett brautarmet, elskan.”
Aftur elskan? Harry fannst þessi orð vera svo falleg þegar hún bar þau fram.
“Svona, ekki drepast þarna í sporunum, hérna er brunnurinn, stökktu,” þetta síðasta sagði Ignis, kuldalega. Harry settist upp á barma brunnsins.
“Svona, Harry, þetta tekur enga stund,” sagði Ignis og brosti smjaðurslega. “Svona, elskan.”

Harry fann hann gat treyst henni, eða fann hann kannski hann vildi treysta henni? Allavega hvað gerði hann ekki fyrir þessa elsku? Hann leit ofan í brunninn og stökk.

Fantasia og Tonks