3. Kafli augað alsjáandi
Það var rigning og allsháttar drungalegt veður þegar lestin stoppaði hjá Hogwarts.
Iona sat í klefa með Eric, Maxine, Liam og Dumbledore. Dumbledore eyddi afgangnum af ferðinni í það að skrifa bréf en lét uglu sendast með það þegar ferðinni var lokið.
Hann fór í sama vagn og Iona, Eric, Maxine og Liam.
Þegar Iona heyrði kunnulegt skvaldrið í Stóra Salnum gleymdi hún öllu um Ionu fyrri. Hún settist við hlið Erics sem að spjallaði við Joshua.
McGonagall prófesor bankaði skeiðinni sinni í bikarinn sinn og dauðaþögn varð í salnum. Dumbledore stóð upp.
“Ég vill byrja á því að bjóða ykkur velkomin til Hogwartsskóla.” sagði Dumbledore hárri röddu. “Nýjir kennarar og aðrar breytingar verða tilkynntar á eftir en nú er komið að flokkunarathöfninni. En hún verður talsvert öðruvísi en vanalega. Tveir nemendur sem eiga nú að fara í annað árið sitt eru að byrja í skólanum. Bjóðið velkomin Jasmín frá Egyptalandi og Jock frá Indlandi.”
Tveir krakkar sem að enginn hafði tekið eftir stigu nú fram.
Stelpan settist á kollinn og McGonagall prófesor setti flokkunarhattinn á höfðið á henni.
“Griffindor!” öskraði hatturinn.
Nemendurnir á Griffindorborðinu klöppuðu ákaft. Strákurinn var líka flokkaður í Griffindor. Eftir þetta var hin venjulega flokkunarathöfn. Óvenju fáir fóru í Griffindor, talsvert fleiri í Rawenclaw, margir í Hufflepuff en langflestir í Slytherin.
“Skrítið” sagði Iona og klappaði fyrir hinum nýju nemendum.
“Nýr kennari er í vörnum gegn myrkru öflunum,” sagði Dumbledore þegar nýju nemendurnir voru sestir. “Takið vel á móti Edgar Possivort.”
Klapppað var fyrir Edgari, stórum og stæltum manni sem að virtist ekki eiga í neinum vandræðum með að verja sig án sprotans.
“Affasakka sæti tetta laust vera?” var spurt. Iona leit upp. Nýji strákurinn brosti til hennar.
“Jájá ég held það sko…” Ionu vafðist tunga um tönn. Hún roðnaði og glápti niður á borðið.

Iona fyrri vaknaði frá stuttum blundi. Kristalkúlan sem vanalega var gráleit var orðin skærrauð.
Það hlakkaði í Ionu fyrri.
“Ákkúrat það sem mig vantaði,” sagði hún glaðlega. “Neisti.”

Iona vaknaði næsta morgun fremur seint. Allar hinar stelpurnar voru farnar úr svefnálmunni. Hún klæddi sig í miklum flýti og hljóp niður í Stóra Salinn. Dökkhærð stelpa á sjötta ári rétti henni stundaskránna þegar hún settist við borðið. Eric spjallaði við Joshua og talið snerist um það sama og vanalega -Quidditch.
Fyrsti tíminn var í ummyndun. Iona hljóp eftir göngunum í átt að ummyndunarstofunni. Gangarnir voru auðir, nemendur farnir inn í stofurnar. Allt í einu heyrði hún úr einn í dýflisunni:
“Nei hæfftið hæfftið!”
Hún gægðist þar inn og tók andköf þegar hún sá hvað í gangi var.
Tíu Slytherin-nemar stóðu í hring og einn þeirra sem virtist vera eldri en hinir hélt sprota á lofti. Um metra fyrir ofan höfuð þeirra sveif Jock.
“Hæfftið hæfftið!” æpti Jock og reyndi að grípa í steinveggina.
“Ha ég skil ekki hvað þú ert að segja,” sagði strákurinn sem hélt sprotanum á lofti. Hann var svarthærður og leit út fyrir að vera á þriðja eða fjórða ári.
“Hæfftið hæfftið ég vera að vera off seinur í tíminn!” öskraði Jock og barðist um í loftinu líkt og fiskur á þurru landi.
“Ó ertu að verða of seinn í tíma,” sagði strákurinn eins og hann væri að fatta það núna. “Ekki skal ég tefja þig.” Hann sveiflaði sprotanum og greyið Jock flaug í átt að útgangnum.
Slytherin-nemarnir stóðu kyrrir ofan í dýflisunni. Iona greip Jock og dró hann upp úr dýflissunni og að einum sófa sem að var í stóra salnum sem að var þarna.
Henni til mikillar undrunnar brast Jock í grát. Iona varð vandræðaleg. Hún hafði aldrei huggað neinn áður nema Eric.
Blóð vætlaði úr sári á enni hans og blandaðist tárunum.
“Bíddu aðeins,” sagði Iona. Hún hljóp inn á klóset og sótti blautann pappír sem hún notaði til að þurrka blóðið.
“Taffk fyrri aðð bjarsga mérr,” sagði Jock og saug upp í nefið.
“Ekkert að þakka,” sagði Iona.
“Affhvessju greinu krakka vera cvona vonsdir?” sagði hann og stóð upp.
“Greinu krakkar,” Iona varð hugsi. “Ó þú meinar grænu krakkar? Slytherin-krakkarnir. Ég hef ekki kynst einum góðum Slytherin-krakka síðan ég byrjaði hér. Líklega geta greyin ekkert að því gert að vera svona leiðinleg.”
Jock flissaði og Iona gat ekki sleppt því að brosa honum til samlætis. Brosið hans var fallegt. Hann þurrkaði tár af hunangslitum kinnunum.
“Tíma vid verða fara tíma,” sagði hann og leit á klukkuna.
“Ó guð já það er rétt hjá þér,” sagði Iona.
Þau hlupu upp að ummyndunarstofunni.
“Iona, Jock. Afhverju eruð þið sein?” sagði McGonagall prófesor.
“Það var ráðist á Jock og ég var ég var,” Iona sneri sér undan hún var byrjuð að roðna. “Ég hjálpaði honum.”
Henni fannst líkt og allt blóð í líkamanum hefði farið upp í hausinn og andlitið var við það að springa.
“Þetta vera satt hjá Iona,” sagði Jock. “Mig vera ráðist á.”
“Fyrst að það er svo þá sleppi ég því að draga stig af ykkur,” sagði McGonagall prófesor.
Iona og Jock settust.
Eftir tímann pikkaði Jock í Ionu.
“Heffa ég segja þér það. Þú hafa falleg augu.”