Iona fálmaði eftir sprotanum sínum. Hún heyrði lappir lenda á gólfinu og labba í átt til hennar.
Maxine lág á gólfinu þakin glerbrotum og hreyfði sig ekki og hún hafði ekki hugmynd um hvar Liam og Eric voru.
Iona kreisti sprotann sinn. Henni langaði að hjálpa Maxine. Henni langaði að standa upp. Henni langaði að gera hvað sem er fyrir utan að liggja þarna eins og klessa.
Ískaldir fingurgómar snertu kinn hennar. Ionu leið líkt og klakamola væri þrýst upp að kinninni á sér.
“Stattu upp!” var sagt og henni harkalega ýtt á fætur.
Iona leit upp. Hún leit upp og starði með fyrirlitningu á hvað sem mundi mæta henni.
Á móti henni starði ómannlegt andlit. Rauð augun skutu gneistum, nasirnar hnussuðu líkt og hundur sem hefur fundið kanínu og andlitið var náfölt.
Hún fann fingur herðast utan um hendi sína líkt og stálkló.
“Er þetta sú sem þú vilt?” frussaði Voldemort og lyfti Ionu upp.
“Já þetta er hún,” heyrði Iona í fjarska. En þessa rödd þekkti hún, allt of vel. Þetta var Iona fyrri.
“Taktu hana,” sagði Iona fyrri.
“Á ég ekki að taka bróður hennar líka?” sagði Voldemort og kleip í kinn Ionu.
Iona barðist við að halda aftur tárunum.
“Nei þess þarf ekki,” sagði Iona fyrri og brosti illkvitnislega. “Hann er dauður. ÉG drap hann.” Svo lét hún sig hverfa.
“Það heldur þú tæfa,” hugsaði Iona og brosti.
Allt í einu stóð Eric upp. Það voru frostrósir í hárinu á honum og hann var blár af kulda.
“Láttu hana vera!” sagði Eric. “Ég vara þig við, lá-láttu hana vera!”
“Og hvað ætlar hetja eins og þú að gera í því?” sagði Voldemort og tók annari hendinni um háls Ionu. Iona gat ekki barist á móti lengur. Tárin runnu í stríðum straumum niður vanga hennar.
Á einu andartaki þreif Eric sprotann sinn upp úr vasa sínum og þrumaði:“Expelliarmus!”
Sprotinn sem að Voldemort hélt á þeyttist úr hendi hans og út um gluggann.
Eric beindi sprotanum að hálsi Voldemorts.
“Slepptu henni! LÁTTU-HANA-VERA!” þrumaði Eric dimmum rómi.
Allt í einu heyrði Iona að klefahurðinni var þeytt upp.
Hún sá ekkert fyrir móðu en það eina sem hún greindi voru skór. Þetta voru skórnir af þeim sem að var svo óstyrkur að fara í gegnum vegginn. Frábært! Nú ætlaði einhver stauli sem að þorði varla að fara í gegnum vegginn að reyna að bjarga þeim!
“Ég myndi sleppa henni ef ég væri þú Voldemort.” var sagt rólegri röddu.
Voldemort þeytti Ionu í gólfið.
“Þú getur ekki haldið mér frá Hogwarts að eilífu Dumbledore!” þrumaði Voldemort. “Ég mun finna leið til að vinna Hogwarts og þá mun ég pynta einn nemanda til dauða fyrir hvern lim sem ég slít af líkama þínum!”
Iona gat ekki haldið sér vakandi lengur. Hausinn á henni lenti með háu dunki á gólfinu og hún féll í dá.
“Vaknaðu Iona!”
Iona reyndi að opna augun. Augnlokin voru frosin föst.
Hún fann að hlý hendi var lögð á þau. Hún opnaði augun. Það var enn jafn kalt í klefanum og gufan var þarna ennþá.
En Eric stóð yfir henni.
“Hvar eru Liam og Maxine?” sagði Iona og stóð upp.
“Liam flúði út úr klefanum, en ég veit ekki hvar Maxine er.” sagði Eric.
Þau heyrðu lága stunu í horninu á herberginu. Þau hlupu þangað. Þar lág Maxine, þakin frostrósum og að opna augun.
“Guð sé lof að þið eruð öll hér,” sagði Iona.
Nokkrum mínútum seinna sátu þau öll í hlýjum klefa, þambandi hunangsöl með áhyggjufulla kennara yfir sér.
“Eins og mig grunaði,” sagði Dumbledore.
“Hvað?” sagði Iona og tók gúlsopa af hunangsölinu.
“Enginn staður í galdraheiminum er lengur öruggur, ekki síðan Iona fyrri bættist í hópinn.” sagði Dumbledore.
“Ekki einu sinni Hogwarts?” sagði Maxine.
“Það er rót vandans,” sagði Dumbledore. “Iona fyrri er ein af fáum ef ekki eini galdramaður á vegum Voldemorts sem óttast ekki Hogwarts.”