Sumarið leið hratt. Maxine átti afmæli í júní og Liam í ágúst. Bæði fengu þau kústa í afmælisgjöf. Látlausir Cleansweep-kústar en þrátt fyrir það voru þeir mikilfenglegir. Fyrir virta Quidditch-spilara sem að keppa á heimsmeistarakeppnum mundi þessi gjöf vera móðgun. En fyrir tvo tólf ára krakka var hún fullkomin.
Þau æfðu nærrum því á hverjum degi en seint í ágúst fór Joshua aftur.
Tveimur vikum áður en þau áttu að fara til Hogwarts aftur sat Iona á róluvellinum og þeytti annars hugar steinum í niðursuðudós. Allt í einu kom Eric hlaupandi líkt og fjandinn væri á hælum hans.
“Við unnum!” hrópaði hann. “Við unnum við unnum!”
“Eric slappaðu af.” sagði Iona og þeytti seinasta steininum ofan í dósina. Hún tók upp fleiri. “Unnum hvað?” spurði hún og þeytti nýjum steini.
“Við unnum í happdrætti Spámannstíðinda.” sagði Eric. Andlitið á honum var orðið rauðfjólublátt og Ionu grunaði að hann væri að kafna.
“Hvað unnum við?” sagði Iona og þeytti nokkrum steinum í átt að dósinni. “Ársbyrgðir af klósetpappír eða hurðarhúnum?” hún hnussaði og þeytti restinni af steinunum í átt að dósinni og sneri sér að Eric.
“SJÖ HUNDRUÐ GALLEON!”
Orðin bergmáluðu í hausnum á Ionu. Einhversstaðar í fjarlægð heyrði hún steinana skella í dósinni sem að þeyttist á hliðina. Hún útilokaði þetta hljóð.
“SJÖ HUNDRUÐ GALLEON!” hún greip í Eric og steig trylltan dans.
“Það er sennilega miklu meira en við fundum manstu í töskunni.” sagði Iona og sneri sér í hringi í gleðivímu.
“Við gætum keypt kústa.” sagði Eric.
Og það gerðu þau. Fjórum dögum áður en þau fóru til Hogwars fóru þau til Skástrætis. Skóladótið var ódýrt, Almenna álagabókin stig 2. Þau fengu sér kústa líkt og Maxine, Joshua og Liam, Cleansweep.
Þau æfðu strangt alla seinustu dagana en svo kom dagurinn. Dagurinn til að fara til Hogwarts.
2. kafli Aftur til Hogwarts
Iona rak andlitið út úr bílnum. Henni mætti römm lykt af bensíni. Það var margmennt á King´s Cross lestarstöðinni. Iona ýtti koffortinu á undan sér og skoðaði lestirnar.
“Einn tveir þrír. Jæja nú þýðir ekkert að guggna á þessu. Ég verð að fara í gegn.” heyrði Iona einhvern segja nálægt múrveggnum.
Hún fussaði. Einhver var greinilega að fara fyrsta árið sitt til Hogwarts. Hún heyrði ískur í hjólum og hratt fótatak. Núna hlaut þessi óstyrki nemandi að vera farinn.
Hún sá löpp á einhverjum standa út úr veggnum og hverfa svo. Þetta var engin barnalöpp. Þetta virtist hafa verið löpp af fullorðinni manneskju.
Hún tók tilhlaup og hljóp svo á vegginn. Hún heyrði kunnulegt flautið í Hogwarts-lestinni.
“Ég er að fara heim.” sagði hún og labbaði inn í lestina.
Hún fór í klefa með Liam, Joshua, Maxine og Eric.
Liam, Joshua og Eric sátu á gólfinu og fægðu kústana sína en Maxine og Iona lásu spámannstíðindi.
Skyndilega stoppaði lestin. Ljósin slokknuðu öll sem eitt.
“Hvað er að gerast?” sagði Eric óttasleginn.
Allt í einu byrjuðu frostrósir að vaxa á gluggana. Jafnvel gluggana inn í lestinni. Þykkur hvítur reykur steig út úr krökkunum og þau skulfu líkt og hríslur af kulda.
Skyndilega brotnaði glugginn. Maxine sat við gluggan en hún kastaðist öskrandi frá glugganum þakin glerbrotum.
“Búið ykkur undir algjöra ógnarstjórn!”
Iona tók andköf af ótta. Þetta var hún og þetta var hann.