Biðst afsökunar á brotthvarfi mínu frá draumaheimum Potter bókanna og netsamfélagi hugverja. Það kom ýmislegt upp sem gerði mér ómögulegt að halda áfram með söguna mína. En nú er ég sestur niður og er að skipuleggja framhaldið á nýjann leik. (Þegar maður skrifar sögu er maður alltaf að gefa eitthvað af sjálfum sér. Sá hluti sem ég var að gefa af mér hvarf). En nú skín sól í heiði og lokaprófin nálgast, próf sem munu ákvarða hvernig háskólamenntun ég mun eiga kost á og hvað er þá betra en að setjast niður og skrifa fan-fic (er komin sátt um íslenskt orð?) Takk allir sem sent hafa mér skilaboð með hvattningu og hrósi og líka þeim sem hafa komið með athugasemdir þær eru af hinu góða (séu þær uppbyggilegar :)) vonandi kemur eitthvað fljótlega inn eftir mig… hver veit nema það verði 4. kafli úr Týnda þjóninum. Hér á eftir koma fyrstu 3. kaflarnir settir saman, bæði fyrir þá sem ekki gátu lesið hana vegna spoilera og líka fyrir nýja netverja. Fyrir ykkur sem búin eru að lesa þetta er þetta bara svona ef þið viljið lesa þetta í einni bunu, það er betri stemming í því, smávægilegar breytingar hjá mér en eingar stórvægilegar.


1. kafli

Jafnvel á enskum mælikvarða var þetta sumar mjög kalt og blautt. Ekki hafði sést til sólar í fleiri vikur og rignt hafði svo mikið að rósirnar hennar Petuniu voru dauðar, henni til mikillar gremju. Það var rólegt sunnudagskvöld og Harry sat uppi í herberginu sínu og skrifaði bréf til vina sinna sem loksins gátu svarað að vild án þess að þurfa að tala í gátum. Hedwig sat í búrinu sínu og fylgdist með hálfopnum augum með eiganda sínum hripa nokkur orð niður á blað. Hún lokaði loks augunum og hjúfraði hausinn ofan í bringuna. Harry gat ekki annað en dáðst að fegurð hennar, hún var snjóhvít og það ríkti svo mikill friður og yfirvegun yfir henni að allar áhyggjur urðu lítilvægar við það að horfa á hana. Bréfið sem hann var að byrja á var til Ron, hann hafði verið á Jan Mayen hluta sumarsins með fjölskyldu sinni en hún hafði haft efni á því þar sem Arthur hafði fengið talsverða launahækkun eftir allt tilstandið í kringum endurkomu Voldemorts. Hann var jafnvel kominn með glugga inn á skrifstofuna eins og hann hafði beðið um í mörg ár. Skrifstofan hafði einnig verið stækkuð og nú komst meira að segja bókaskápur inn á hana sem Arthur notaði reyndar undir rafmagnsklær, rafhlöður og gúmmíendur. Á engan hátt var Weasley fjölskyldan þó rík, því Arthur hafnaði víst boði um stöðuhækkun yfir í annað ráðuneyti sem hefði þýtt mun meiri peninga. Ron sagði Harry að þegar hann hefði spurt pabba sinn af hverju hann hefði ekki viljað skipta hefði Arthur stunið og sagt, “peningar koma aldrei í stað þeirrar ánægju sem ég hef af samskiptum við mugga, þeir eru svo saklausir og fáfróðir að það er ekki annað hægt en að líka vel við þá, auk þess hefði ég þurft að fara yfir skattskýrslur galdramanna allan daginn hefði ég skipt, og satt best að segja hef ég aldrei verið mikill talna maður”.
Harry var þegar farinn að hlakka til þess að komast í Hreysið. Hann og Ron höfðu um lítið annað skrifað undanfarið en það hvenær hann fengi að koma og hvað þeir ætluðu að gera.
Harry sat og var ekki viss hvað hann ætti að skrifa og byrjaði hægt og rólega, hugsaði hvert orð en eftir að hann komst á skrið urðu pergament rúllurnar tvær og klukkan að ganga eitt svo hann lagði frá sér fjaðurpennan og lagðist dauðþreyttur upp í rúm. Hann vildi ekki vekja Hedwig þar sem ekkert merkilegt stóð í béfinu, heldur ákvað hann að senda það um leið og hann myndi vakna. Áður en hann fór að sofa reyndi hann að tæma hugann en það reyndist honum erfitt, því við það rifjuðust upp minningar síðasta árs. Það hafði ekki liðið sá dagur að Harry hafði ekki hugsað, “hvað ef ég hefði lagt meira á mig til að læra hugvörn, þá hefði ég aldrei farið að “bjarga” Siriusi og þá hefði Sirius ekki dáið.“ Þessar hugsanir héldu oft vöku fyrir Harry langt fram á nótt og fram undir morgun. Að lokum sofnaði hann en það var jafnvel verra en að vaka, því Voldemort, sem var einn af öflugustu hugstjórnar galdramönnum allra tíma, lék sér að huga Harrys og lét hann endurlifa dauða Siriusar aftur og aftur og aftur, alveg þangað til Harry vaknaði með andköfum, kófsveittur og gráti næst. Hann hafði ekki sofið almennilega allt sumarið og var orðinn svo þreyttur að hann var hættur að vakna við hróp og köll Dursley fjölskyldunnar. Vernon var meira að segja búinn að tengja dyrabjöllu upp í herbergið hans Harrys, sem gaf frá sér óþolandi væl þegar ýtt var á takka í eldhúsinu. Þetta hafði vakið Harry fyrstu morgnana eftir að hún var sett upp en síðan hafði hann alveg hætt að heyra í henni. Vernon hafði svo loksins gefist upp eftir að nágranni hafði komið og kvartað undan látunum.
Dursley fjölskyldan var ekki næstum eins slæm og undanfarin sumur, en það stafaði ekki af góðmennsku eða skilningi, heldur hreinni hræðslu. Það var greinilegt að littla “spjallið” sem þau höfðu átt við Skrögg, Lupin og Tonks hafði skilað tilætluðum árangri. Auðvitað voru þau alls ekki góð við Harry en þorðu ekki fyrir sitt litla líf að banna honum neitt, hann var jafnvel farinn að fá jafnstóran matarskammt og Dudley, Dudley til mikillar gremju. Hann vogaði sér þó ekki að segja nokkurn skapaðan hlut, því ekki aðeins var hann hræddur við manninn með skrýtna augað, heldur var hann líka farinn að bera óttablandna virðingu fyrir Harry eftir atvikið síðasta sumar. Og jafnvel innst inni, þrátt fyrir harða baráttu Dudleys til að bæla niður þessa pirrandi tilfinningu, örlaði fyrir þakklæti í garð Harrys.
Þessi nótt var þó aðeins öðruvísi, því eftir að hafa upplifað dauða Siriusar nokkrum sinnum hætti það skyndilega og hann fann að örið brann. Hann vaknaði og greip um höfuðið og fann hvernig reiði Voldemorts braust út í gegnum örið. Harry var hættur að finna fyrir tilfinningum Voldemorts nema í eitt og eitt skipti og þá voru það sterkar tilfinningar. Hermione, sem skrifaði nánast daglega og sagði honum fréttir úr galdraheiminum, taldi líklegast að Voldemort lokaði á Harry svo hann fyndi ekki hvernig honum liði, en missti stjórn á sér þegar hann yrði sérstaklega glaður eða reiður.
Hann stóð upp, labbaði að skrifborðinu, dró upp nýtt pergament og byrjaði að skrifa:
“Kæri Sirius” hann byrjaði að tárast og fékk kökk í hálsinn við það eitt að sjá nafnið. Hann hélt þó áfram og skrifaði: “Ég vildi óska að ég gæti talað við þig, ég hugsa um þig á hverjum degi og gæfi allt til að sjá þig. Ég vona að þú fyrirgefir mér einhvern tímann fyrir heimsku mína sem dró þig til dauða. Það hefði átt að vera ég, en ekki þú, sem þessi bölvun lenti á.” Tár lak niður kinnina og lenti á grófu pergamentinu, myndaði dökkan blett og blekið rann aðeins til. “Vildi bara segja þér að Voldemort er bálreiður og ég get enn ekki sofið. Ég veit ekki hvað ég þoli þetta mikið lengur, vona bara að þér líði vel og að þú vitir að ég sakna þín og ráðanna þinna. Harry.” Hann vakti Hedwig og sagði henni að fara með bréfið til Siriusar. Hann vissi auðvitað fullvel að Sirius væri dáinn, en hann hafði gert þetta allt sumarið ef honum lá eitthvað á hjarta. Honum leið alltaf miklu betur eftir að Hedwig flaug út um gluggann með bréfið og hvarf upp í skýin. Harry vissi ekkert hvert hún flaug en hún kom alltaf tveim dögum seinna án bréfsins. Harry hafði stundum velt fyrir sér hvert hún flygi en honum var sama, innst inni varð hann rólegri í smá tíma og það var það eina sem hann vildi. Hann steinsofnaði og aldrei þessu vant dreymdi hann ekki Sirius, heldur sá hann Hogwarts. Allt var snævi þakið og uglur sveimuðu inn og út úr ugluturninum. Stórar snjóflygsur svifu hægt og rólega til jarðar. Ekkert annað gerðist í draumnum, hann bara sveif í kringum Hogwarts. Þegar hann vaknaði fjórum klukkutímum síðar, vaknaði hann með bros á vör og hann var úthvíldur, tilfinning sem hann var nánast búinn að gleyma.
Hann gekk niður stigann en þegar hann kom niður í anddyrið heyrði hann að Vernon og Petunia voru að tala saman inni í eldhúsi. Hann ákvað því að stoppa og hlusta á þau áður en hann gengi inn.
“Við getum ekki lokað hann inni, þá sendir hann þessu hræðilega fólki bréf” heyrði Harry Vernon segja.
“Hugsaðu þér hvað nágrannarnir myndu segja ef pönkari með bleikt hár og eineygður maður birtust skyndilega fyrir utan húsið okkar” Harry greindi hrylling í rödd Petuniu.
“Nei, við verðum að gera eitthvað annað” svaraði Vernon. “Hvað um að biðja frú Figg um að hafa hann” stakk hann upp á.
“Guð minn almáttugur, nei” sagði Petunia og tók andköf. “Hann myndi senda bréf samstundis, hann þolir hana ekki. Þess vegna höfum við alltaf sent hann þangað” sagði hún, en Harry, sem hafði allt sumarið vonast til að fá að fara til Figg, gat ekki staðið á sér og gekk inn í eldhúsið og sagði:
“Ég skal alveg fara til frú Figg.” Vernon og Petunia horfðu rannsakandi á hann.
“Varstu að hlera okkur, litli ormurinn þinn. Mér er alveg sama um eineygð viðrini eða pönkara, ég líð ekki að vera hleraður á mínu eigin heimili”
Vernon varð eldrauður í framan en Harry hafði séð það of oft til að kippa sér upp við það. Petunia, aftur á móti, þaggaði niður í Vernon og sagði: “Svo þér er sama þó að við skiljum þig eftir hjá frú Figg í tvær vikur, mundu að þú sagðir þetta, þú sjálfur samþykktir það, svo það þýðir ekkert að fara að skrifa þessu pakki bréf.” Harry varð svolítið pirraður en hann var of spenntur til að vera tilbúinn að fórna möguleikanum á að komast frá Dursley fjölskyldunni.
“Hvert eruð þið annars að fara” spurði hann.
“Það kemur þér nú ekkert við” hreytti Vernon út úr sér. “En við erum að fara til Bandaríkjanna til Aspen á skíði, væntanlegur viðskiptavinur vill að ég og fjölskyldan mín komum á skíði í tvær vikur og ef ég fæ hann til að skrifa undir samninginn sem við erum að semja um, þá verður það stærsti samningur sem ég hef gert.”
Vernon sagði þetta með miklum eldmóð og Harry sá votta fyrir glampa í augum hans. Harry þurfti samt að berjast við að hlæja ekki, því hann hafði alveg hætt að hlusta á Vernon þegar hann sagði “á skíði”. Hann gat ekki hætt að ímynda sér Dudley á skíðum. Dudley, sem hafði verið rekinn úr boxliði Smeltings skóla fyrir að lemja nokkra fyrstu bekkinga fyrir að gefa honum ekki nestispeningana sína, var aftur orðinn að hvali og Harry gat ómögulega skilið hvernig hann ætti að komast niður brekku á skíðum.
“En hvað kemur til að þú viljir fara til frú Figg?” Spurði Petunia og horfði rannsakandi á Harry. Harry gat auðvitað ekki sagt þeim að hún væri skvib svo hann reyndi að hugsa upp afsökun sem myndi gera Dursley fjölskylduna ánægða.
“Þið eruð búin að vera miklu betri við mig í sumar heldur en undanfarin sumur, og þess vegna vil ég að þið fáið að gera þetta. Þótt það þýði að ég þurfi að búa hjá frú Figg í tvær vikur.” Harry setti upp englabros og horfði framan í Vernon og Petuniu. Þau horfðu á hann jafnvel enn tortryggnari augum og Vernon byrjaði: “Þetta er mesta bull sem ég hef he…” en Petunia greip fram í fyrir honum. “Jæja, það er gott af þér, þá er þetta frágengið, við getum farið og skrýtnu vinir þínir fá ekkert bréf.” Svipurinn á Vernon lýsti miklum innri átökum, annars vegar mikilli ánægju með að komast til Bandaríkjanna án þess að eiga á hættu að fá hóp af galdramönnum á Runnaflöt en hins vegar óánægju með þessar ófullnægjandi skýringar Harrys.
“Hann er að bralla eitthvað, hann er að bralla eitthvað” tautaði Vernon og gekk út úr eldhúsinu.
“Farðu þá upp í herbergið þitt og taktu það sem þú þarft, því þú færð ekki lykil að húsinu” sagði Petunia, sneri sér frá Harry og gekk að símanum, vafalaust til þess að hringja í frú Figg.
Harry beið ekki boðanna, heldur hljóp upp í herbergið sitt og pakkaði því sem hann taldi sig þurfa. Harry var tilbúinn á fimm mínútum og hann dröslaði koffortinu niður. Vernon hnussaði þegar hann kom niður.
“Við erum nú ekki að fara fyrr en eftir tvo daga svo þú getur farið aftur upp með þetta drasl þitt.” Hjarta Harrys sökk. Þótt þetta væru bara tveir dagar hafði hann vonað að hann kæmist burt strax, en Petunia, sem var að leggja á, gat ekki leynt ánægjunni í rödd sinni þegar hún sagði:
“Frú Figg er tilbúin að hafa þig og stakk upp á að þú kæmir strax til hennar svo við fengjum frið til að pakka niður.” Harry varð svo ánægður að allar martraðir, svefnleysi og sektarkennd virtust hverfa. Innst inni vissi Harry þó að það yrði aðeins í skamman tíma.


2. Kafli

Harry tók koffortið sem innihélt aðeins föt til skiptanna, knippi af pargamentrúllum og skriffæri, í aðra höndina og Hedwig, sem sat hin virðulegasta í búri sínu, í hina höndina.
Það var skemmtileg tilbreyting að koffortið var ekki níðþungt vegna hnausþykkra skólabóka, fleiri fata og afgangsins af eigum hans (sem reyndar voru ekki margar). Það var engin kveðjustund, heldur kallaði Harry bara: ”Gangi þér vel á skíðum“ til Dudleys sem var uppi í leikjatölvunni sinni.
Síðan snéri hann sér að Vernon og Petuniu en áður en hann gat kvatt þau hafði Vernon tekið til máls:
”Jæja, komdu þér þá út, ég má ekki vera að því að standa hérna í allan dag!“ Harry fann ekkert til þess að segja svo hann gekk bara út fyrir og fann dyrunum lokað þéttingsfast, rétt við hæla hans. Dæmigerð kveðjustund en Harry gat varla verið meira sama, því hann var að fara til Figg.
Þegar hann labbaði niður gangstéttina sem leiddi að Runnaflöt 4 og þegar hann kom að grindverkinu sá hann tvo ketti trítla í átt að húsi Figg. Harry hafði oft velt því fyrir sér hvort Figg gæti talað við kettina. Voru þeir að fylgjast með honum? Þessar og ótal aðrar spurningar hafði Harry langað til að spyrja hana í allt sumar og nú var tækifærið komið. Þetta var stutt ganga, aðeins tvær götur og Harry fannst hann fljóta í einhvers konar frelsi. Hann var að nálgast töfraheiminn, þótt Figg væri skvibi þá var það svo miklu meira en Dursley fjölskyldan myndi nokkurntímann verða. Auk þess var hún í Fönixreglunni og Harry vonaði að hún gæti frætt hann um gang mála innan hennar, því þótt Hermione hafði sagt honum fréttir, tengdust þær ekkert Fönixreglunni þar sem hún var of ung til að vera meðlimur.
Harry fann léttan rigningarúðann smjúga í gegnum fötin, honum var nú oftast ekkert vel við rigningu en honum fannst þetta vera eins konar hreinsun; hann var laus við Dursleyfjölskylduna í tvær vikur. Eftir það tæki hann líklega dótið sitt saman og færi til Weasley fjölskyldunnar. Það voru fáir á ferli í rigningunni og Harry sá bara eina manneskju á leiðinni. Eða öllu heldur sá ekki því hann hafði ekki tekið eftir neinu í kringum sig og vissi ekki fyrr en hann skall aftan á frekar stóran mann sem snéri sér reiðilega við og virtist við það að hella sér yfir Harry en snéri sér þess í stað við og gekk hratt í burtu.
”Fyrirgefðu!“ kallaði Harry á eftir manninum sem ansaði engu og hvarf fyrir horn. Harry yppti öxlum og beygði inn í götu Figg. Hann kom að húsi hennar og gekk upp heimkeyrsluna.
Harry fanst húsið líta allt öðruvísi út núna heldur en í öll hin skiptin sem hann hafði komið hingað, nú þegar hann vissi að hún var skvibi. Hann þóttist jafnvel þekkja nokkrar plöntur í garðinum úr jurtafræðitímum hjá Spíru. Harry vissi að það var bara vitleysa hjá honum en honum fanst stafa ljósbjarma frá húsinu. Hann bankaði á dyrnar og kallaði:
”Frú Figg, ertu heima? Petunia sagði að…“ en áður en hann gat klárað heyrði hann hana kalla.
”Komdu inn fyrir, hurðin er ólæst!“ Harry gekk inn í forstofuna sem var eins muggaleg og hugsast getur. Harry skildi ekki hvernig hún gat lifað svona lífi þegar hún þekkti hinn heiminn, þótt ekki væri nema að litlu leyti. Til hægri var eldhúsið, hreint og snyrtilegt að öllu leyti. Lítið borð með fjórum snyrtilega uppröðuðum litlum diskum og bollum, gömul en vel hirt innrétting sem bar þó eins og flest annað í húsi Figg með sér háan aldur. Inn af eldhúsinu sá Harry glitta í herbergi sem hann vissi að Figg kallaði kattareldhúsið. Þar voru raðir af kattaskálum. Harry hafði einu sinni farið þangað inn til að gefa köttunum og hann vildi ekki endurtaka það, því um leið og hann opnaði dós af kattarmat þustu kettir að honum úr öllum áttum og átu hann næstum í baráttunni um matinn.
Á vinstri hönd var stofan. Þar sat Figg sem var að skrifa bréf við gamalt eikarskrifborð í einu horninu. Hún sat og skrifaði ört og hreyfði sig eins og listmálari sem reynir að fanga sólsetur á hráan striga. Harry fylgdist með henni í smá tíma en svo stoppaði hún skyndilega og snéri sér við.
”Komdu sæll og blessaður Harry minn, þú afsakar þetta“ sagði hún og hnykkti höfðinu í átt að skrifborðinu.
”Ég er bara að klára bréf til kunningjakonu minnar og ég get bara ekki hætt að skrifa þegar ég er byrjuð“ Harry brosti og velti því fyrir sér hvort hún áttaði sig á hreyfingum sínum við skriftirnar eða hvort hún væri alltof niðursokkin til að taka eftir þeim.
”Jæja“ sagði Figg. ”Ég ætla að sýna þér herbergið þitt svo þú getir komið þér aðeins fyrir. Svo kemur þú niður og við fáum okkur pönnukökur og te.“ Harry elti hana upp stiga sem lá beint út frá forstofunni upp á herbergisgang. Á leiðinni upp stigann tók Harry eftir því að allar myndirnar á veggjunum voru af köttum. Stórum, feitum, mjóum, litlum, loðnum… allar mögulegar og ómögulegar gerðir af köttum. Harry hafði ekki hugmynd um að til væru svona margar tegundir af köttum. Uppi á ganginum voru þrjú herbergi og Figg gekk með honum að herberginu út á enda og sagði:
”Þetta er nú engin svíta en verður að duga. Komdu þér nú fyrir og ég held að þú viljir koma við í næsta herbergi áður en þú kemur niður.“ Hún sagði þetta á einhvern dularfullann og næstum samúðarfullan hátt, án þess þó að það væri áberandi.
Figg snéri sér við og gekk niður áður en Harry gat spurt hana hvað væri í næsta herbergi. Hann opnaði koffortið og henti skriffærunum á rúmið og fötunum inn í lítinn skáp í horninu. Hann lofaði sjálfum sér að hann myndi ganga betur frá þeim. Fyrst varð hann að sjá hvað var í hinu herberginu. Hann vissi að þetta var eflaust bara nýr köttur eða eitthvað svoleiðis en eitt andartak datt honum í hug að inni sæti Sirius, brosandi og biði eftir að útskýra allt saman fyrir honum. Hann gekk að hurðinni, hikaði eitt augnablik og fann að það var hnútur í maganum sem hann þrátt fyrir allt vissi að var fullkomlega ástæðulaus. Hann opnaði dyrnar og fann hnútinn hverfa, dró einn andadrátt fullan af gleði en missti hann samstundis aftur.
Inni lá Hermione, sem að öllu jöfnu hefði vakið mikinn fögnuð hjá Harry, nema hvað hún var grátandi og hafði greinilega grátið lengi. Augu hennar voru blóðhlaupin og hvarmarnir rauðir.
Harry hljóp til hennar og settist við hliðina á henni. Hún leit upp og reyndi að kreista fram bros.
”Ó, Harry. Ég er svo glöð að sjá þig.“ Sagði hún í ekkasogum. Þótt brosið sem hún reyndi að kreista fram væri enganveginn trúverðugt, fann Harry að hún meinti það sem hún sagði.
”Hvað er að? Af hverju ertu ekki heima hjá þér?“ Spurði Harry og reyndi að láta þetta ekki allt buna út úr sér.
”Af hverju sagðir þú mér ekki frá því að eitthvað væri að í síðasta bréfi?“ Hélt Harry áfram án þess að gefa Hermione tækifæri til þess að segja orð.
Hermione hætti skyndilega að gráta þótt ekkarnir væru enn til staðar og spurði:
”Hvaða bréfi?“ Harry áttaði sig ekki alveg á spurningunni og svaraði:
”Nú bréfin sem þú ert búin að vera að senda nánast daglega til mín. Núna síðast í gær.“
Hermione horfði hálf ringluð á Harry.
”En Harry, þú hlýtur að vita af samskiptabanninu sem ríkti á þér!“ Hún horfði á hann í gegnum tárvot augun.
”Hvað meinarðu?“ spurði hann og reyndi að hljóma kæruleysislega en fann hvernig óttinn læstist um hann.
”Ertu að segja mér að bréfin frá þér og Ron séu ekki frá ykkur?“
”Dumbledore sagði að enginn gæti haft samband við þig, ekki einu sinni hann“ svaraði Hermione og þurrkaði tárin aðeins úr augunum.
”Þetta er allt of mikið, ég verð að fá útskýringar, ég… ég… skil ekki“ sagði Harry og fannst eins og hausinn á sér væri að springa. Af hverju mátti enginn hafa samband við hann? Hver hafði haft samband við hann? Af hverju var Hermione að gráta? Hvað var hún að gera hér? Af hverju hafði Figg ekki sagt neitt?
Hermione virtist orðlaus, það var ekki oft sem það gerðist en svo sagði hún óstyrkri röddu:
”Ég skil þetta ekki heldur, ég get ekki útskýrt þetta fyrir þér.“
”En það get ég“ sagði Dumbledore sem birst hafði skyndilega.
”En við skulum fyrst koma niður í eldhús, það þýðir ekkert að innbyrða of miklar upplýsingar á fastandi maga. Auk þess er langt síðan ég hef fengið alvöru muggapönnukökur.“ Hann sagði þetta þannig að þrátt fyrir aðstæðurnar tókst þeim báðum að brosa og samþykktu.
Á leiðinni niður velti Harry því fyrir sér hvernig Dumbledore færi alltaf að þessu. Með röddinni einni saman virtist hann geta róað hóp af fólki, eins og hann hafði gert á fyrsta árinu þegar Quirell tilkynnti að það væri tröll í skólanum.
Þau komu niður í eldhús og þar stóð Figg sem var að setja tekönnu á borðið. Á borðinu var pönnukökustafli, sykur, þrjár sultutegundir, nokkrar tetegundir og svo kannan. Þau settust öll en hvorki Harry né Hermione litu við matnum heldur horfðu þau á Dumbledore sem horfði á móti í augu þeirra og sagði:
”Engar upplýsingar á fastandi maga.“ Hann klappaði á magann á sér og náði sér í pönnuköku. Harry og Hermione borðuðu sína pönnukökuna hvort á mettíma. Þau gátu ekki hugsað sér að borða á meðan svörin við öllum þeirra spurningum sat beint fyrir framan þau.
”Mmmm… ekkert jafnast á við muggaeldamensku,“ sagði Dumbledore og snéri sér að Figg sem roðnaði örlítið við hrósið en muldraði eitthvað um enga fyrirhöfn og fékk skyndilegan áhuga á einu hnappagatinu í peysunni sinni.
”Fyrst vill ég biðja þig, Harry, afsökunar. Enn og aftur varst þú skilinn eftir upplýsingalaus allt sumarið. En ég varð. Sjáðu til, þú ert mjög tryggilega varinn á Runnaflöt en stuðningsmenn Voldemorts, þótt þeir hafi tvístrast talsvert við handtökurnar á drápurunum í vor, fylgjast með öllum samskiptum við þig. Ef þú hefðir fengið bréf frá Ron hefðu þeir rakið það til hans og pínt úr honum upplýsingar eða reynt að nota hann til að komast að þér.“
Dumbledore ætlaði að halda áfram en Harry greip fram í fyrir honum.
”Þeir vita nú alveg hvar hann á heima, er það ekki?“ Dumbledore horfði á Harry og sagði:
”Það er margt búið að breytast í galdraheiminum síðan endurkoma Voldemorts varð opinber.
Nú er fólk betur undirbúið og gerir þær ráðstafanir sem það getur, allt þetta er gott. En gallinn er hins vegar sá að nú þarf Voldemort ekki lengur að fara hljóðlega. Og það hefur hann svo sannarlega ekki gert. Galdrafjölskyldur hafa horfið, nokkrir muggar horfið eða dáið. Enn sem komið er hefur okkur tekist að leyna þessu fyrir muggunum en það verður ekki lengi. Allir meðlimir Fönixreglunar eru nú búsettir í húsinu hans Siriusar, sem núna er reyndar húsið þitt. Kreacher sagði Voldemort mikið en vissi ekki leyniorðin. Nú sitja stuðningsmenn Voldemorts um nágrennið svo allir neyðast til að ferðast undir huliðsskikkjum.“
”Af hverju hef ég ekki orðið var við neinn drápara á Runnaflöt? Erum við örugg hér?“ Spurði Harry og leit ósjálfrátt út um gluggann.
”Á síðasta skólaári sá ég að Runnaflöt 4 er ekki nægilega öruggur staður svo ég lagði á hann sama galdur og var á húsi foreldra þinna, með þeirri breytingu þó að muggar sjá húsið alveg eins og áður. Einnig lagði ég á þig örlítil álög. Og vil ég biðjast afsökunar á því. Alltaf þegar þú hefur ætlað út, hefur þú munað eftir einhverju öðru sem þú þarft að gera, ekki satt?“
Harry hugsaði til baka, rifjaði upp sumarið og áttaði sig á því að hann hafði ekki stigið fæti útfyrir húsið allt sumarið. Hvernig fór þetta framhjá mér? hugsaði hann en kinkaði kolli að Dumbledore.
”Hefði ég sagt þér frá galdrinum hefði hann ekki virkað.“ Sagði Dumbledore sem snéri sér síðan að Hermione.
”Hvað er það vinan?“ spurði Dumbledore rólega.
”Hvað er hvað?“ spurði Hermione.
”Nú, það sem þú varst að fara að spyrja mig“ svaraði Dumbledore.
”Ehh.. ég veit að þetta er kanski ekki viðeigandi en hvenær fáum við U.G.L.u niðurstöðurnar?“ Harry sá að Hermione roðnaði örlítið. En Dumbledore virtist ekki finnast þetta neitt óviðeigandi. Bréfin áttu að fara í póst í nótt en í ljósi nýliðinna atburða…” sagði Dumbledore og leit á Hermione og Harry vissi að þetta tengdist því afhverju hún hafði verið að gráta en ákvað að bíða með að spyrja um það. Dumbledore hélt áfram:
“Fáið þið þær afhentar í kvöld.” Harry varð að grípa fram í fyrir Dumbledore.
“En hvernig vissir þú að ég yrði hér? Þetta var ákveðið í dag. Þú sagðir sjálfur að þú gætir ekkert samand við mig haft á Runnaflöt.” Dumbledore brosti og svaraði:
“Þótt það sé óendanlegt haf fróðleiks og ég viti ekki nema örlítið brot af honum, þá veit ég, gamli maðurinn, eitt og annað.” Harry fannst þetta ekki vera neitt svar en fann að Dumbledore mundi ekki segja honum neitt meira um þetta mál. Hann spurði þess í stað:
“En hvernig get ég þá verið hér? Eru álög á þessu húsi líka? Hvernig gastu látið mig labba einann um hverfið? Hvað ef það hefði verið ráðist á mig?” Þetta bunaði allt út úr Harry og hann fann gremju vaxa inn í sér. Út í hvern vissi hann þó ekki. Dumbledore brosti bara og svaraði:
“Í fyrsta lagi varstu ekki einn, það fylgdi þér góður hópur galdramanna sem sá um að halda öllum í burtu. Mér fanst þú bara eiga það skilið að ganga aðeins um hverfið.
Varðandi öryggi þessa húss, þá eru, og hafa alltaf verið, nokkur álög á þessu húsi. Þau duga þó enganveginn til að tryggja öryggi þitt. Þess vegna munt þú ekki vera hérna þessar tvær vikur. Þú og Hermione komið með mér að Grimmauldgötu númer tólf. Þar muntu verða það sem eftir lifir sumars.”
“En allar bækurnar mínar og eiginlega allt dótið mitt er á Runnaflöt.” Sagði Harry og var að verða ennþá ringlaðri.
“Ekki lengur,” sagði Dumbledore og brosti. Hann leit út í eitt hornið á herberginu og sagði:
“Tonks, ertu með dótið?.” Tonks birtist í horinu og Harry sá huliðsskykkju falla niður á gamalt gólfið. Hún var með dökkbrúnt hár núna. Harry leist mun betur á það en bleika hárið sem hún var oft með.
“Það er allt hérna.” Sagði hún og benti á koffort sem var skreytt myndum af nornahljómsveitum.
“En hvenær förum við?” Spurði Hermione.
“Um leið og það fer að rökkva.” Sagði Dumbledore og leit út um gluggann. “Farið nú upp í herbergi, það er örugglega margt sem þið hafið að segja hvort öðru” Hann snéri sér í átt að Tonks.
“Tonks, Alastor komið hérna við þurfum aðeins að tala saman.” Skröggur birtist undan annarri huliðsskykkju og brosti í átt að Harry þegar augu þeirra mættust. Þetta var ekki fögur sjón en engu síður fyllti þetta Harry sterkri öryggistilfinningu. Hann og Hermione stóðu upp og fóru upp í herbergið sem Hermione hafði verið í. Þegar Harry var að loka dyrunum, heyrðu þau að Dumbledore tók til máls.
“Þið sáuð öll hvað gerðist áðan, þetta sýnir okkur ekki aðeins…..” Þau heyrðu ekki meira því Figg kom upp stigann.
“Engar njósnir.” sagði hún góðlátlega og Harry lokaði dyrunum.
Þau settust í tvo stóla sem Harry mundi ekki eftir að hefðu verið þarna áðan.
“Hermionie hvað gerðist? Af hverju ertu hér? Afhverju varstu grátandi?” Hermione varð alvarleg, hallaði sér í stólnum og byrjaði.
“Þetta er löng saga, en það er best að byrja á byrjuninni. Þegar ég kom heim eftir síðasta skólaár…”


3.Kafli
Frásögn Hermione.

Hermione sat á rúminu sínu og var að hefja frásögn sína af sumrinu. Harry settist í hægindastólinn sembirst hafði inn í hererginu. Harry leið frekar undarlega. Á sama tíma og honum langaði mjög mikiðað vita hvað gerðist hjá Hermione, af hverju hún hafði verið að gráta, af hverju var hún hér? Þó óttaðist Harry að grunur hans um að þetta væru mjög slæmar fréttir fyrst Hermione hafði grátið svona mikið væri réttur. Kanski vildi hann ekkert vita. Hermione tók til máls: “Þetta byrjaði allt á leiðinni heim eftir síðasta skólaár. Ég stóð á Kings Cross og beið eftir lestinni sem ég tek alltaf heim. Hún kemur alltaf fjörutíu mínútum á eftir Hogwarts hraðlestinni svo að ég ákvað að fara aðeins í bókabúðina og sjá hvort það væru komnar nýjar bækur sem ég gæti lesið í sumarfríinu. Harry glotti aðeins þrátt fyrir alvarleikann sem var að myndast í herberginu. Dumbledore og hinir voru ennþá að tala saman niðri en ómögulegt var að greina orðaskil. Hermione hélt áfram að tala. ”Nú, eins og þú veist,“ sagði hún og leit á Harry hálf spyrjandi augum en þó ekki þannig að hún byggist við svari heldur hélt bara áfram. ”Þá er bókabúðin alveg hinumegin í stöðinni frá brautarpalli 9¾. Ég náði mér bara í vagn undir farangurinn og rölti af stað. Ég var ekki komin nema að brautarpalli 13 þegar ég heyrði öskrað “beygðu þig!”. Ég vissi ekki hvort átt væri við mig en ég þorði ekki öðru en að beygja mig því þetta var sagt af þvílíkum ákafa.“ Harry sá að Hermione byrjaði að skjálfa og bjóst við að hún fengi ekka á hverri stundu svo hann sagði: ”Þú þarft ekkert að segja mér þetta allt núna. Við getum alveg hætt að tala um…(Harry þurfti að hugsa sig um í augnablik til að finna viðeigandi orð því hann vissi í rauninni ekki ennþá hvað var verið að tala um) …þetta.“ Harry vissi aðeins of vel hvað það gat verið erfitt að endurlifa erfið andartök. Allt of oft hafði hann þurft þess og hann ætlaði svo sannarlega ekki að vera sá sem neyddi hana til að tala
um eitthvað sem hún vildi ekki tala um. Samt sem áður var hann iðandi í skinninu að fá að vita hvað hafði gerst. Honum til mikils léttis ræskti Hermione sig bara, brosti og sagði: ”Nei, nei þetta er allt í lagi það er bara svo skrýtið að endurlifa þett allt. Það er einhvernvegin…“ hún hikaði aðeins eins og hún væri að leita að orðum. Harry kinkaði bara kolli. ”Ég skil“. Hermione horfði í augun á Harry og hann tók eftir einhverju öðru, einhverju nýju, einhverju sem hann gat ekki alveg komið fyrir sig.
Hún dró andann djúpt og hélt áfram. ”Eins og ég sagði, þá beygði ég mig niður og um leið og ég gerði það fann ég einskonar gust við hárið á mér og grænt ljóst skaust fram fyrir mig og í mann sem birtist fyrir framan mig. Hann veinaði og þótt sársaukinn afskræmdi röddina þekkti ég hana strax. Þetta var röddin sem hafði sagt mér að beygja mig samt áttaði ég mig ekki á því hver þetta var. Hvort ég hefði hitt hann áður eða
hvort ég ætti að þekkja hann. Hann féll til jarðar og um leið og ég leit aftur fyrir mig heyrði ég tvær raddir og tveir ljósgeislar skutust afturfyrir mig í
áttina þar sem græna ljósið hafði komið og ég heyrði hrópað: “Exermano hielo” þegar ég loks var búin að snúa mér, sá ég þar galdramann liggjandi hreyfingarlausan og það sem meira var hann var frosinn. Allt fólkið, meirihlutinn muggar, þótt það væru margir Hogwartsnemar og fjölskyldur þeirra að bíða eftir lestum, byrjaði að hrópa. Muggarnir að reyna að komast út og galdramennirnir að komast að mér og mönnunum tveimur sem lágu á gólfinu sitthvoru meginn við mig. Annar stífur eins og frostpinni en hinn lá eins og hrúgald á hellulögðum gangstígnum. Galdramennirnir tveir sem höfðu fryst galdramanninn fyrir aftan mig gengu að mér og ég tók eftir því að þetta voru Tonks og Arthur Weasley. Þá leit ég betur á manninn sem
hafði varað mig við. Og ég sá…“ Nú voru komin tár í augu Hermione, tár sem láku hægt og rólega niður vanga hennar. Bara ef það væri hægt að gera eitthvað til þess að þerra þessi tár hugsaði Harry en hann vissi að það var ekkert sem hann gat sagt eða gert til að minka sársaukann sem hann vissi að hún fann fyrir.
”Og ég sá…. ég trúi ekki að ég hafi ekki þekkt röddina, eða séð það fyrr,“ Þetta kom hálf ruglingslega út úr Hermione sem var mjög óvenjulegt. Það var vottur af örvæntingu í röddinni. Jafnvel þótt hún hefði ekki sagt það vissi Harry að það voru mörg “ef” á sveimi í huga hennar. ”En þetta var Lupin sem lá á jörðinni.“
Harry fann hjartað stoppa, honum fannst hálsinn þrengjast svo mikið að hann átti erfitt með andadrátt og hann varð svo þurr í hálsinum að hann hefði ekki tekið eftir því
þótt hann hefði verið pússaður að innan með sandpappír. ”Er allt…“ Það kom ekkert hljóð upp úr hálsinum. Hann ræskti sig og reyndi aftur: ”Er allt í lagi með hann?“ kom hann út úr sér með erfiðismunum. Hún leit á hann og Harry beið bara eftir því að hún segði honum að hann væri dáinn. Hann var alveg hættur að búast við hinu góða. Hann hafði oft lent í háska bæði innan skóla og utan en alltaf verið viss um að það mundi bjargast. Síðan Sirius dó hafði hann aftur á móti hætt að sjá hið góða í lífinu. Honum
fanst sem hið illa væri að sigra allsstaðar og hið góða hefði ekki undan að flýja.
Honum til mikillar undrunar kinkaði Hermione kolli. ”Jú það er allt í lagi með hann núna, hann var samt nær dauða en lífi. Sem betur fer voru læknar frá St.Mungus
sem voru að ná í krakkana sína á staðnum og þeir náðu að lífga hann við. Hann er samt mjög veikburða og maður skilur núna afhverju Skröggur lýtur út eins og hann gerir.“
Harry fann fyrir gleði sem þó hvarf inn í dimman hug hans. Hann brosti þó, því að aldrei ætlaði hann nokkurntíman að segja neinum hvernig honum leið. Hann vissi ekki afhverju en hann skammaðist sín fyrir þessar tilfinningar. Kannski hafði hatturinn rétt fyrir sér, kanski átti hann að vera í Slytherin.
“NEI!!!!!”
Hann hafði kallað þetta upphátt og Hermione leit á hann áhyggjufull. ”Er allt í lagi?“ spurði hún og Harry vissi alveg að það var sama hverju hann svaraði hún mundi vita að það væri ekki allt í lagi. Hann íhugaði í smástund að segja henni frá því hvernig honum leið, öllum hugsunum hans og tilfinningum. En hann heyði rödd í huga sér segja honum aftur og aftur að það mundi enginn vilja vera vinur hans ef hann segði einhverjum frá þessu. Hann leit því bara upp og sagði. ”Jú jú, bara smá hausverkur. Haltu áfram, hvað gerðist næst?“
Hún horfði á hann full efasemda. En hélt samt áfram. ”Nú, Lupin var tilfluttur á St. Mungus en hinum var fylgt af Skröggi og einum galdramanni frá ráðuneytinu.
Hvert þeir tilfluttust veit ég ekki.“ ”Hvernig leit galdramaðurinn út sem skaut bölvuninni að Lupin“ spurði Harry. Hann fann hvernig hatrið byggðist upp inni í honum og honum fannst eitthvað rétt við þá tilfinningu.
”Ég sá hann aldrei almennilega, ég var svo mikið að fylgjast með Lupin og því hvernig honum liði,“ svaraði hún hugsi og hún var hálf dreymin á svip. Eins og hún
væri að reyna að sjá hann fyrir sér.
”Asninn þinn, þú áttir að sjá hver þetta var. Gerir þú aldrei neitt rétt?!?“ hrópaði Harry.
Hann áttaði sig ekki á þessu fyrr en hann hafði sagt þetta. Hann vissi ekki einu sinni afhverju hann hafði sagt þetta. Hermione sat furðulostin og horfði á Harry.
Harry bjóst við því að hún yrði reið, færi að gráta eða í það minsta hætta að tala við sig. Hann grúfði andlitið ofaní hendurnar og vissi ekki hvað eða hvort hann ætti
að segja eða gera eitthvað. En Hermione virtist ekki hafa brotnað niður við þetta. Hún virtist ekkert vera reið við Harry heldur horfði hún bara á hann og sagði loks.
”Harry, er allt í lagi?“
Röddin titraði örlítið og Harry vissi að hún þurfti að hafa mikið fyrir því að halda henni stöðugri. Harry varð svo hissa á þessum orðum hennar að honum
svelgdist á þegar hann svaraði.
”Hermione þú átt að vera reið, þetta var skelfilegt sem ég sagði, ég veit ekki einu sinni afhverju ég sagði þetta. Fyrirgefðu mér ég meinti ekkert með þessu, ég ég é…“
en nú var komið að Hermione að horfa skilningsríkum augum á Harry og hún sagði:
”Harry, ég skil þig en…“ hún tók sér smá hlé en hélt síðan áfram. ”þú skalt ekki voga þér að tala svo við mig nokkurntíman aftur.“
Tárvot augu hennar höfðu þornað og augu hennar sýndu kannski ekki hörku heldur staðfestu. Harry vissi að henni var fyllsta alvara. Það hræddi hann að vissu leyti því hann gat ekki ímyndað sér hvernig það væri ef hann ætti hana ekki að vini. Aftur á móti var hann mjög þakklátur fyrir það að hún væri ekki reið og hefði ekki bara hætt að tala við hann strax.
”Fyrirgefðu Hermione ég bara… ég veit ekki… ég sko… fyrirgefðu.“
Hermione kreisti fram bros og kinkaði kolli.
”Það er best að ég haldi áfram með söguna. Allavega þá höfðu Tonks, Arthur og Lupin átt að fylgja mér í huliðsskikkjum heim til mín þar sem þau ætluðu að útskýra
allt fyrir foreldrum mínum og flytja átti okkur öll heim til Siriusar.“
Hún hikaði aðeins, leit upp á Harry eins og hún byggist við því að hann öskraði á sig.
Eða kanski var hún bara hrædd um að Harry mundi brotna saman við það að heyra minnst á Sirius. Harry var aftur á móti of þakklátur fyrir að Hermione hefði ekki orðið reið við sig þannig að honum var alveg sama. Hermione hélt áfram.
”Nú var leynd tilgangslaus svo að við þrjú tókum lestina heim. En þegar við komum á lestarstöðina voru mamma og pabbi ekki þar til að taka á móti mér. Mér þótti það
ekkert tiltökumál því þau hafa ruglast á tímum áður en Arthur var strax mjög áhyggjufullur. Hann sendi Tonks af stað til að finna Snape en við tvö löbbuðum heim.“
”Afhverju átti hún að finna Snape?“ spurði Harry en röddin var köld þegar hann minntist á nafn Snapes. ”Af því að Snape á að fylgjast með því hvað gerist hjá
drápurunum og mundi vita ef eitthvað hefði verið gert við foreldra mína.“ Hún sagði þetta með svo mikilli yfirvegun að Harry gat ekki annað en dáðst að henni.
”Snape var búinn að komast að því að það ætti að reyna að komast að mér og Ron til þess að fá upplýsingar um þig. Hann lét Dumbledore vita og hann setti strax þrjá verði á hvort okkar en sagði þeim að vera í huliðsskikkju til þess að við gætum átt sem eðlilegast sumar. En þegar við komum heim þá sáum við…“ Hermione dró djúpt inn andann og Harry fann að þetta var mjög erfitt fyrir hana.
”Sáum við merkið.“
Hún stoppaði í smá stund og Harry sá Hermione skjálfa og gæsahúðina rísa.
”Ég var of örmagna til að labba meira. Lappirnar voru líkar hlaupi og ég settist bara niður á götuna. Hópur af nágrönnum okkar voru búin að safnast í kringum húsið og sögðu okkur að tveir menn hefðu komið af himnum ofan og tekið mömmu og pabba. Arthur þurfti að endurskapa minni 20 mugga áður en hann gat farið inn. Þegar hann kom út var hann mjög alvarlegur. Foreldrar mínir voru ekki…..“
Hún kyngdi með erfiðis munum.
”….myrt“
Það kom fór hrollur um hana við það að segja þessi orð.
”Þá hefðu þau bara verið skilin eftir. En það er ekkert víst að það sem þau ganga í gegnum núna sé neitt skárra." Hermione byrjaði að gráta og Harry faðmaði hana að sér. Hann HATAÐI drápara.
Voldemort is my past, present and future.