Hérna kemur þriðji kafli. Vill bara enn og aftur minna fólk á að vera ekki að lesa þetta ef það hefur ekki lesið 5 bókina. Einnig vill ég hvetja fólk til að skrifa ályt sitt á sögunni. Mjög skemtilegt að fá viðbrögð, góð og slæm. Nú, ef við víkjum aðeins að hvar við erum stödd þá er þetta bara útúrdúr sem ég þröngvaði upp á sjálfann mig. Kafli 2 og 3. ættu í raun bara að vera einn kafli en ég hald það sé betra að gera þetta svona. Styttri kaflar sem ég get þá sent örar inn. Núna leið tildæmis bara ein og hálf vika. Get alveg haft alvöru kafla lengd á þessu en þá mundi ég senda inn mun sjaldnar. Hvað fynst ykkur? En hérna kemur 3.kafli.











3.Kafli
Frásögn Hermione.

Hermione sat á rúminu sínu og var að hefja frásögn
sína af sumrinu. Harry settist í hægindastólinn sem
birst hafði inn í hererginu. Harry leið frekar
undarlega. Á sama tíma og honum langaði mjög mikið
að vita hvað gerðist hjá Hermione, af hverju hún
hafði verið að gráta, af hverju var hún hér?
Þó óttaðist Harry að grunur hans um að þetta væru
mjög slæmar fréttir fyrst Hermione hafði grátið
svona mikið væri réttur.
Kanski vildi hann ekkert vita.
Hermione tók til máls:
“Þetta byrjaði allt á leiðinni heim eftir síðasta
skólaár. Ég stóð á Kings Cross og beið eftir
lestinni sem ég tek alltaf heim. Hún kemur alltaf
fjörutíu mínútum á eftir Hogwarts hraðlestinni svo
að ég ákvað að fara aðeins í bókabúðina og sjá
hvort það væru komnar nýjar bækur sem ég gæti lesið
í sumarfríinu. Harry glotti aðeins þrátt fyrir
alvarleikann sem var að myndast í herberginu.
Dumbledore og hinir voru ennþá að tala saman niðri
en ómögulegt var að greina orðaskil. Hermione hélt
áfram að tala.
”Nú, eins og þú veist,“ sagði hún og leit á Harry
hálf spyrjandi augum en þó ekki þannig að hún byggist
við svari heldur hélt bara áfram.
”Þá er bókabúðin alveg hinumegin í stöðinni frá
brautarpalli 9¾. Ég náði mér bara í vagn undir
farangurinn og rölti af stað.
Ég var ekki komin nema að brautarpalli 13 þegar ég
heyrði öskrað “beygðu þig!”. Ég vissi ekki hvort
átt væri við mig en ég þorði ekki öðru en að beygja
mig því þetta var sagt af þvílíkum ákafa.“
Harry sá að Hermione byrjaði að skjálfa og bjóst við
að hún fengi ekka á hverri stundu svo hann sagði:
”Þú þarft ekkert að segja mér þetta allt núna.
Við getum alveg hætt að tala um…(Harry þurfti að
hugsa sig um í augnablik til að finna viðeigandi orð
því hann vissi í rauninni ekki ennþá hvað var verið
að tala um) …þetta.“ Harry vissi aðeins of vel
hvað það gat verið erfitt að endurlifa erfið andartök.
Allt of oft hafði hann þurft þess og hann ætlaði svo
sannarlega ekki að vera sá sem neyddi hana til að tala
um eitthvað sem hún vildi ekki tala um.
Samt sem áður var hann iðandi í skinninu að fá að
vita hvað hafði gerst.
Honum til mikils léttis ræskti Hermione sig bara, brosti
og sagði:
”Nei, nei þetta er allt í lagi það er bara svo skrýtið
að endurlifa þett allt. Það er einhvernvegin…“
hún hikaði aðeins eins og hún væri að leita að orðum.
Harry kinkaði bara kolli.
”Ég skil“.
Hermione horfði í augun á Harry og hann tók eftir
einhverju öðru, einhverju nýju, einhverju sem hann gat
ekki alveg komið fyrir sig.
Hún dró andann djúpt og hélt áfram.
”Eins og ég sagði, þá beygði ég mig niður og um leið og
ég gerði það fann ég einskonar gust við hárið á mér og
grænt ljóst skaust fram fyrir mig og í mann sem birtist
fyrir framan mig. Hann veinaði og þótt sársaukinn
afskræmdi röddina þekkti ég hana strax. Þetta var röddin
sem hafði sagt mér að beygja mig samt áttaði ég mig ekki
á því hver þetta var. Hvort ég hefði hitt hann áður eða
hvort ég ætti að þekkja hann. Hann féll til jarðar
og um leið og ég leit aftur fyrir mig heyrði ég tvær
raddir og tveir ljósgeislar skutust afturfyrir mig í
áttina þar sem græna ljósið hafði komið og ég heyrði
hrópað: “Exermano hielo” þegar ég loks var
búin að snúa mér, sá ég þar galdramann liggjandi
hreyfingarlausan og það sem meira var hann var frosinn.
Allt fólkið, meirihlutinn muggar, þótt það væru margir
Hogwartsnemar og fjölskyldur þeirra að bíða eftir
lestum, byrjaði að hrópa. Muggarnir að reyna að komast
út og galdramennirnir að komast að mér og mönnunum
tveimur sem lágu á gólfinu sitthvoru meginn
við mig. Annar stífur eins og frostpinni en hinn lá
eins og hrúgald á hellulögðum gangstígnum.
Galdramennirnir tveir sem höfðu fryst galdramanninn fyrir
aftan mig gengu að mér og ég tók eftir því að þetta voru
Tonks og Arthur Weasley. Þá leit ég betur á manninn sem
hafði varað mig við. Og ég sá…“
Nú voru komin tár í augu Hermione, tár sem láku hægt og
rólega niður vanga hennar. Bara ef það væri hægt að
gera eitthvað til þess að þerra þessi tár hugsaði Harry
en hann vissi að það var ekkert sem hann gat sagt eða
gert til að minka sársaukann sem hann vissi að hún fann
fyrir.
”Og ég sá…. ég trúi ekki að ég hafi ekki þekkt röddina,
eða séð það fyrr,“ Þetta kom hálf ruglingslega út úr
Hermione sem var mjög óvenjulegt. Það var vottur af
örvæntingu í röddinni. Jafnvel þótt hún hefði ekki sagt það
vissi Harry að það voru mörg “ef” á sveimi í huga hennar.
”En þetta var Lupin sem lá á jörðinni.“
Harry fann hjartað stoppa, honum fannst hálsinn þrengjast
svo mikið að hann átti erfitt með andadrátt og hann varð
svo þurr í hálsinum að hann hefði ekki tekið eftir því
þótt hann hefði verið pússaður að innan með sandpappír.
”Er allt…“ Það kom ekkert hljóð upp úr hálsinum.
Hann ræskti sig og reyndi aftur:
”Er allt í lagi með hann?“ kom hann út úr sér með
erfiðismunum. Hún leit á hann og Harry beið bara eftir
því að hún segði honum að hann væri dáinn. Hann var
alveg hættur að búast við hinu góða. Hann hafði oft
lent í háska bæði innan skóla og utan en alltaf verið
viss um að það mundi bjargast. Síðan Sirius dó hafði
hann aftur á móti hætt að sjá hið góða í lífinu. Honum
fanst sem hið illa væri að sigra allsstaðar og hið góða
hefði ekki undan að flýja.
Honum til mikillar undrunar kinkaði Hermione kolli.
”Jú það er allt í lagi með hann núna, hann var samt nær
dauða en lífi. Sem betur fer voru læknar frá St.Mungus
sem voru að ná í krakkana sína á staðnum og þeir náðu að
lífga hann við. Hann er samt mjög veikburða og maður
skilur núna afhverju Skröggur lýtur út eins og hann gerir.“
Harry fann fyrir gleði sem þó hvarf inn í dimman hug hans.
Hann brosti þó, því að aldrei ætlaði hann nokkurntíman að
segja neinum hvernig honum leið. Hann vissi ekki afhverju
en hann skammaðist sín fyrir þessar tilfinningar.
Kannski hafði hatturinn rétt fyrir sér, kanski átti hann
að vera í Slytherin.
“NEI!!!!!”
Hann hafði kallað þetta upphátt og Hermione leit á hann áhyggjufull.
”Er allt í lagi?“ spurði hún og Harry vissi alveg að
það var sama hverju hann svaraði hún mundi vita að það
væri ekki allt í lagi. Hann íhugaði í smástund að
segja henni frá því hvernig honum leið, öllum hugsunum
hans og tilfinningum. En hann heyði rödd í huga sér
segja honum aftur og aftur að það mundi enginn vilja
vera vinur hans ef hann segði einhverjum frá þessu.
Hann leit því bara upp og sagði.
”Jú jú, bara smá hausverkur. Haltu áfram, hvað gerðist
næst?“
Hún horfði á hann full efasemda. En hélt samt áfram.
”Nú, Lupin var tilfluttur á St. Mungus en hinum var
fylgt af Skröggi og einum galdramanni frá ráðuneytinu.
Hvert þeir tilfluttust veit ég ekki.“
”Hvernig leit galdramaðurinn út sem skaut bölvuninni
að Lupin“ spurði Harry.
Hann fann hvernig hatrið byggðist upp inni í honum og
honum fannst eitthvað rétt við þá tilfinningu.
”Ég sá hann aldrei almennilega, ég var svo mikið að
fylgjast með Lupin og því hvernig honum liði,“ svaraði
hún hugsi og hún var hálf dreymin á svip. Eins og hún
væri að reyna að sjá hann fyrir sér.
”Asninn þinn, þú áttir að sjá hver þetta var. Gerir þú
aldrei neitt rétt?!?“ hrópaði Harry.
Hann áttaði sig ekki á þessu fyrr en hann hafði sagt þetta.
Hann vissi ekki einu sinni afhverju hann hafði sagt þetta.
Hermione sat furðulostin og horfði á Harry.
Harry bjóst við því að hún yrði reið, færi að gráta eða
í það minsta hætta að tala við sig. Hann grúfði andlitið
ofaní hendurnar og vissi ekki hvað eða hvort hann ætti
að segja eða gera eitthvað. En Hermione virtist ekki
hafa brotnað niður við þetta. Hún virtist ekkert vera
reið við Harry heldur horfði hún bara á hann og sagði loks.
”Harry, er allt í lagi?“
Röddin titraði örlítið og Harry vissi að hún þurfti að
hafa mikið fyrir því að halda henni stöðugri.
Harry varð svo hissa á þessum orðum hennar að honum
svelgdist á þegar hann svaraði.
”Hermione þú átt að vera reið, þetta var skelfilegt sem
ég sagði, ég veit ekki einu sinni afhverju ég sagði þetta.
Fyrirgefðu mér ég meinti ekkert með þessu, ég ég é…“
en nú var komið að Hermione að horfa skilningsríkum augum
á Harry og hún sagði:
”Harry, ég skil þig en…“ hún tók sér smá hlé en hélt síðan áfram.
”þú skalt ekki voga þér að tala svo við mig nokkurntíman
aftur.“
Tárvot augu hennar höfðu þornað og augu hennar sýndu
kannski ekki hörku heldur staðfestu.
Harry vissi að henni var fyllsta alvara. Það hræddi hann að
vissu leyti því hann gat ekki ímyndað sér hvernig það væri
ef hann ætti hana ekki að vini. Aftur á móti var hann mjög
þakklátur fyrir það að hún væri ekki reið og hefði ekki
bara hætt að tala við hann strax.
”Fyrirgefðu Hermione ég bara… ég veit ekki… ég sko…
fyrirgefðu.“
Hermione kreisti fram bros og kinkaði kolli.
”Það er best að ég haldi áfram með söguna.
Allavega þá höfðu Tonks, Arthur og Lupin átt að fylgja mér
í huliðsskikkjum heim til mín þar sem þau ætluðu að útskýra
allt fyrir foreldrum mínum og flytja átti okkur öll heim
til Siriusar.“
Hún hikaði aðeins, leit upp á Harry eins og hún byggist
við því að hann öskraði á sig.
Eða kanski var hún bara hrædd um að Harry mundi brotna
saman við það að heyra minnst á Sirius.
Harry var aftur á móti of þakklátur fyrir að Hermione
hefði ekki orðið reið við sig þannig að honum var alveg sama.
Hermione hélt áfram.
”Nú var leynd tilgangslaus svo að við þrjú tókum lestina
heim. En þegar við komum á lestarstöðina voru mamma og
pabbi ekki þar til að taka á móti mér. Mér þótti það
ekkert tiltökumál því þau hafa ruglast á tímum áður en
Arthur var strax mjög áhyggjufullur. Hann sendi Tonks af
stað til að finna Snape en við tvö löbbuðum heim.“
”Afhverju átti hún að finna Snape?“ spurði Harry en röddin
var köld þegar hann minntist á nafn Snapes.
”Af því að Snape á að fylgjast með því hvað gerist hjá
drápurunum og mundi vita ef eitthvað hefði verið gert við
foreldra mína.“ Hún sagði þetta með svo mikilli yfirvegun
að Harry gat ekki annað en dáðst að henni.
”Snape var búinn að komast að því að það ætti að reyna að
komast að mér og Ron til þess að fá upplýsingar um þig.
Hann lét Dumbledore vita og hann setti strax þrjá verði á
hvort okkar en sagði þeim að vera í huliðsskikkju til
þess að við gætum átt sem eðlilegast sumar. En þegar við
komum heim þá sáum við…“ Hermione dró djúpt inn andann
og Harry fann að þetta var mjög erfitt fyrir hana.
”Sáum við merkið.“ Hún stoppaði í smá stund og Harry sá
Hermione skjálfa og gæsahúðina rísa.
”Ég var of örmagna til að labba meira. Lappirnar voru
líkar hlaupi og ég settist bara niður á götuna.
Hópur af nágrönnum okkar voru búin að safnast í kringum
húsið og sögðu okkur að tveir menn hefðu komið af himnum
ofan og tekið mömmu og pabba. Arthur þurfti að endurskapa
minni 20 mugga áður en hann gat farið inn. Þegar hann kom
út var hann mjög alvarlegur. Foreldrar mínir voru ekki…..“
Hún kyngdi með erfiðis munum.
”….myrt“
Það kom fór hrollur um hana við það að segja þessi orð.
”þá hefðu þau bara verið skilin eftir. En það er ekkert víst
að það sem þau ganga í gegnum núna sé neitt skárra."
Hermione byrjaði að gráta og Harry faðmaði hana að sér.
Hann HATAÐI drápara.
Voldemort is my past, present and future.