Rafael Raven 4.kafli, Skástræti

Eftir aðra brjálæðislega ferð um göng Gringottbanka voru þau loksins komin aftur á yfirborðið. Nú var tíminn runninn upp sem Rafael hafði beðið eftir með mikilli eftirvæntingu; að versla inn fyrir skólann.
“Það er best að við kaupum okkur tösku áður en við byrjum að versla. Það er dálítið skrýtið að halda á öllu þessu gulli”, sagði Susan mamma Rafaels. Í þeirri andrá sem hún sagði þetta ráku þau augun í skilti sem stóð á: Töskubúð Gilberts. Þau gengu inn og í afgreiðslunni var glaðlegur galdrakarl með sítt ljóst hár í tagli. Uppí loftinu voru fljúgandi töskur og ein af þeim var að breyta um útlit. Fyrst var hún stór ferðataska og svo lítið veski og næst handtaska. Svona hélt hún áfram að breytast sitt á hvað.
“Við erum að leita að tösku” sagði John pabbi Rafaels.
“já og hvernig tösku?” spurði afgreiðslumaðurinn.
“Bara svona” svaraði John og benti á brúna kassalaga handtösku sem stóð í einni hillunni. Afgreiðslumaðurinn fór og náði í
töskuna og sagði síðan:
“Er það eitthvað fleira?”
Áður en John náði að svara þá hnippti Rafael í hann og hvíslaði:
“Þarf ég ekki líka eitthvað undir bækur og svoleiðis hluti fyrir skólann?”
“Ö… jú” svaraði John syni sínum. “Áttu eitthvað sem hann getur notað undir bækur og ýmislegt dót fyrir þennan galdraskóla?” spurði John afgreiðslumanninn.
“Já, þú meinar Hogwarts!” svaraði afgreiðslumaðurinn með bros á vör. “Við erum með koffort sem eru mjög hentug”.
Hann fór og náði í tvö koffort. Síðan spurði hann:
“Hvort viljið þið venjulegt koffort eða sérstakt koffort þar sem þyngdin er alltaf eins og það sé ekkert í því?”
John leit á Rafael og spurði:
“Hvort vilt þú?”
Rafael hugsaði fyrst að það væri flott að eiga koffort sem væri alltaf létt sama hversu mikið maður setti í það, en svo hugsaði hann að það væri sóun á peningum svo hann muldraði:
“Bara venjulegt.”
Afgreiðslumaðurinn tók létta koffortið, setti það til hliðar, snéri sér síðan að þeim og sagði:
“Þá eru það samtals þrjú galleon, gjörið svo vel.”
Rétt í því sem þau voru að fara rak Susan augun í sérkennilegt veski sem hún tók niður úr hillu.
“Þetta er rosalega flott veski! Hvers konar leður er þetta?” spurði hún afgreiðslumanninn.
“Þetta er úrvals tarantúllu leður.” svaraði hann dálítið kíminn á svipinn.
Susan hryllti sig og sleppti veskinu með það sama svo það féll í gólfið. Afgreiðslumaðurinn fór að skellihlægja og þau hin brostu. Susan smeigði annarri hendinni í vasann og dró þar upp vasaklút, sem hún tók veskið upp með og setti það aftur á sinn stað. Þegar þau voru komin út aftur henti hún vasaklútnum í næstu ruslafötu. Hún er nefnilega sjúklega hrædd við kóngulær.
“Hvar eigum við að versla næst?” spurði Rafael með eftirvæntingu í röddinni.
“Mér sýndist vera fataverslaun hérna rétt fyrir handan hornið þegar við gengum inná Skástræti” svaraði pabbi hans.
“Ættum við ekki fyrst að senda bréfið hjá þessum uglupósti?” skaut Susan að, sem þau og gerðu.
Eftir það fóru þau að versla inn föt.

Rafael sá fljótt að þetta var engin venjuleg fataverslun eins og við var að búast þegar inn var komið. Þar héngu skikkjur og kuflar á herðatrám. Rafael gekk að afgreiðsluborðinu þar sem miðaldra norn var við afgreiðslu. Áður en hann náði að segja eitthvað spurði nornin:
“Er það Hogwarts?”
“U… Já” svarði Rafael undrandi.
“Stígðu þá upp á kollinum þarna og láttu málbandið mæla þig. Ég kem eftir smá stund” sagði nornin.
Láta málbandið mæla mig! Hvað meinti hún eiginlega með því? hugsaði Rafael með sér þegar hann steig uppá kollinn. Hann fékk þó fljótlega útskýringuna á því. Málbandið sem lá við hliðina á kollinum byrjaði að fljúga um og hóf að mæla á honum mittið,
handleggina, hálsinn, fótleggina og svo framvegis eins og einhver ósýnilegar héldi um það. Svartur blekpenni á afgreiðsluborðinu skrifaði málin niður án þess að nokkur sjáanlegur stýrði honum. Loksins kom nornin þegar mælingunum var lokið og náði í allar skikkjurnar og hattinn sem Rafael þurfti. Eftir fatainnkaupin versluðu þau inn seiðpotta, sjónauka og annað slíkt sem Rafael þurfti fyrir skólann.
“Hvað eigum við eftir að versla?” spurði Rafael þegar fjölskyldan rölti um götur skástrætis enn í undrun og aðdáun yfir öllu því sem þau höfðu orðið vitni að.
“Við eigum eftir að kaupa töfrasprota og bækur” svaraði pabbi hans. “Eigum við ekki annars að geyma það skemmtilegasta þangað til síðast og byrja á bókunum?” bætti hann við.
“Jú, jú, endilega!” svarði Rafael sem var ekki enn búinn að segja foreldrum sínum frá töfrasprotanum sem hann fann í fjárhirslu Raven the Mad.


Í bókabúðinni, sem var rykfallin og forn að sjá voru frekar fáir enda ennþá árla dags. Þar voru bókahillur frá gólfi til lofts, fullar af bókum og skjölum. Rafael rétti gömlum kuflklæddum afgreiðslumanni listann yfir bækurnar. Á meðan hann var að finna þær til þá fór Rafael að skoða í kingum sig. Í einni hillunni fann hann bók sem stóð á: Hrundrað frægustu galdramenn sögunnar. Áður en hann gat byrjað að skoða bókina, rak Rose litla systir hans upp öskur og missti bók sem hún hélt á. Rafael spurði svolítið pirraður hvað væri að og hún svaraði sjálfandi röddu:
“Aftan á bókinni er mynd af konu sem hreyfir sig!”
“Hvaða vitleysa” sagði Rafael enn hálf pirraður og tók upp bókina. Framan á bókinni stóð “draumaráðningar”, en svo leit hann aftan á hana, og það skrýtna var að systir hans hafði rétt fyrir sér. Aftan á bókinni var mynd af þybbinni norn
sem veifaði og fyrir ofan myndina stóð: Höfundur bókarinnar Amy Williams. Rafael fannst þetta mjög skrýtið en honum minnti að í einhverri búðinni hefði hann séð málverk hreyfa sig. Hann hélt að það hafði verið ímyndun en kannski hafði það verið rétt!
Rafael mundi þá allt í einu að hann hafði dreymt daginn áður að einhver maður sagði við hann: “Eldurinn er í skóginum, eldur illskunnar!” Og svo hafði hann dreymt gulrætur! Rafael róaði litlu systur sína og kíkti síðan í draumaráðningarbókina. Hann fann ekkert um illan eld en fann gulrætur og þar stóð: Gulrætur eru fyrirboðar um óvæntan arf eða gróða. Rafael byrjaði að hlægja. Gulræturnar táknuðu sem sagt arfinn frá Raven the Mad!
Rafael setti draumaráðningarbókina uppí hillu og gekk að hinni bókinni sem var um hrundrað frægustu galdramenn sögunnar. Þar rétt hjá stóð stelpa sem var líklega á hans aldri. Hún var skolhærð og með blá augu ekki ósvipuð á lit og augun í Rafael. Þau voru nokkuð áþekk að sjá, nema hvað Rafael var brúnhærður og örlítið hærri. Rafael náði í bókina og ætlaði að reyna að finna upplýsingar um Raven the Mad. Hann kíkti á efnisyfirlitið og leitaði að Raven the Mad en hann var ekki þar. Rétt áður en Rafael lokaði bókinni þá hugsaði hann að auðvitað ætti hann að leita að Rafael Hannibal Raven ekki Raven the Mad.
Í efnisyfirlitinu stóð:

Rafael Hannibal Raven …………………. bls. 86.

Rafael fletti uppá blaðsíðu 86 þar stóð ekki mikið en efst var mynd af Raven the Mad og Rafael til mikillar undrunar sá hann að maðurinn í drauminum hans sem sagði þetta með eldinn var nákvæm eftirmynd hans. Einn og sami maðurinn!
Rafael Las:

Rafael Hannibal Raven 1723-1792 (Raven the Mad).

Rafael Hannibal Raven var í sína tíð einn færasti galdraseiðameistarinn. Hann fann upp mörg seiði sem eru enn þá notuð í dag og hann fann uppskriftir af mörgum seiðum sem höfðu verið týndar. Það gerði hann með því að vekja upp dána galdramenn. Þó svo að flest þeirra séu til almennarar notkunar
s.s. lyf við drekaeitri og minnkunnar meðalið, þá voru önnur seiði sem hann fann upp sem voru aðeins fyrir hina bestu töfraseiðameistara. Sum seiði var hann einn fær sem að búa til. Þar má nefna: Seiði hinna framliðnu og arfur forfeðranna. Allir þessir fornu galdrar sem hann fann eða bjó til áttu að vera í bók sem var eftir hann og hét: Týndir galdrar úr forneskju. Þessi bók hefur verið týnd síðan Rafael lést. Rafael Hannibal Raven hafði fleiri hæfileika en að búa til seiði. Hann var hugsanastjórandi sem þýðir að hann hafði hæfileika til að geta lesið og stjórnað hugsunum annarra. Hann nýtti sér þá hæfileika aldrei til ills, heldur reyndi hann að koma upp um galdramenn myrku aflanna. Hann fækk viðurnefnið the Mad þegar hann reyndi að fanga verstu norn 18.aldar. Honum tóks ekki að fanga hana, en að lokum dó hún af völdum galdurs sem hann lagði á hana. Áður en hún dó lagði hún álög á hann sem voru, að enginn í hans fjölskyldu mundi hafa galdramátt fyrr en sannur erfingi hans myndi koma, sem væri máttugri en hún og myndi aflétta álögunum.

Milljónir spurninga skutust upp í kollinum á Rafael eftir að hann hafði lesið þetta. Var hann sá sem hafði létt álögunum? Var hann öflugri en þessi hræðilega galdranorn? Átti hann týndu bók Raven the Mad?
Hann var skyndilega truflaður af hugsunum sínum. Það var skolhærða stelpan sem það gerði.
“Hæ, ert þú líka að fara í Hogwarts?”
“Já hvernig vissir þú það?” spurði Rafael.
“Afgreiðslumaðurinn er orðinn dálítið pirraður að bíða eftir því að þú borgir skólabækurnar. Hann er búinn að kalla nokkrum sinnum en þú virtst ekki taka eftir því.” svaraði stelpan brosandi. Rafael hafði verið svo upptekinn við lesturinn að hann hafði ekki tekið eftir því að afgreiðslumaðurinn var byrjaður að kalla á hann. Hann flýtti sér að afgreiðsluborðinu og borgaði manninum.
Rafael ætlaði að halda áfram að lesa, þegar stelpan byrjaði aftur að tala við hann. Hún spurði:
“Í hvaða heimavist heldurðu að þú lendir?”
“Ha…! Hvað ertu að tala um?” spurði Rafael með undrunarsvip.
“Ertu sem sagt af muggaættum?” spurði hún.
Rafael muldraði: “Já.”
“Í Hogwarts eru fjórar heimavistir.” hélt stúlkan áfram. “Gryffendor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ég vona að ég lendi í Ravenclaw, því þar eru allir sem eru námsfúsir og gáfaðir. Svo fóru líka allir í móðurfjölskyldunni minni í Ravenclaw.”
“En í föðurfjölskyldunni?” spurði Rafael.
“Þar eru allir muggar” svaraði hún.
Rafael sá að foreldrar hans voru byrjaðir að benda honum að koma svo hann sagði:
“Heyrðu ég þarf að fara. Hvað heitir þú annars? Við getum kannski hist á lestinni?”
“Ég heiti Andrea Wolf, en hvað heitir þú?”
“Rafael Raven” svaraði Rafael, en nú þurfti hann að fara svo þau kvöddust.

Þegar út var komið fór fjölskyldan að leita að búð sem hét Ollivanders. Loksins fundu þau hana eftir að hafa villst þrisvar sinnum. Þau gengu inn í rykuga búðina. Þar var Ollivander sjálfur, miðaldra maður við afgreiðslu.
“Get ég aðstoðað?” spurði hann vinalega.
Áður en pabba Rafaels tóks að biðja um töfrasprota, tók Rafael upp töfrasprotann sem hann fann í bankahólfinu, rétti Ollivander hann og sagði:
“Mér var sagt að láta þig líta á þennan!”
Ollivander tók upp undan afgreiðslu borðinu silfurlitað tæki sem hann stakk töfrasprotanum inn í. Eftir smástund prentaðist út úr tækinu einhver listi af því er virtist, sem Ollivander tók og las:
“Surtarbrandur, auga úr urðarketti, 25 cm og góður til að leggja á eða aflétta álögum.”
Rafael og fjölskylda hans urðu eins og spurningarmerki í framan. Áður en foreldrar Rafaels náðu að spyrja hvar hann hafði fengið þennan töfrasprota, þá spurði Rafael:
“Hvað þýðir þetta?”
“Ég veit ekki hvar þú fékkst þennan töfrasprota,” svaraði Ollivander, “en surtarbrandur en steingerður viður sem er notaður við margar tegundir af göldrum. Það er mjög sjaldgæft að hafa auga úr urðaketti í töfrasprotum. Það er bara í mjög gömlum töfrasprotum sem þau fyrirfinnast, eins og í þessum reyndar. Ég veit aðeins um tvo aðra töfrasprota sem innihalda auga úr Urðarketti. Urðarköttur er dýr sem getur drepið með augnaráðinu einu saman. Ef ég væri þú mundi ég passa vel uppá þennan sprota.” Rafael sagði að hann myndi gera það og kvaddi ásamt fjölskyldu sinni.

Eftir að vera búinn að versla svona mikið, komst Rafael að þeirri niðurstöðu að það hefði borgað sig að kaupa koffort sem var alltaf létt. Hann var kominn með áhyggjur af því hvernig hann ætti að fara að því dröslast með koffortið í lestina með öllu
þessum hlutum, en það hlyti að bjargast. Á leiðinni út úr Skástræti prófaði Rafael að banka í múrsteinsvegginn með töfrasprotanum sínum, en hann gerði það eitthvað vitlaust svo ekkert gerðist. Þau fengu gamla vingjarnlega norn til að gera það
fyrir sig og hún sýndi Rafael hvernig átti að slá í vegginn. Veggurinn skrapp í sundur og áður en varði voru þau komin aftur í bakgarðinn á kránni.

P.s. Ég vil helst að allir sem lesa þessa grein geri greinarsvar svo ég viti svona nokkurn veginn hvað margir lesa hana.