Hann Flitwick karlinn, allir hljóta að kannast við hann! Þetta er svolítið skemmtileg mynd, hm? Vitiði hver leikur hann? Ég von að hann detti bara ekki með þessar bækur…..
Þessi kall leikur prófessor Lupin í 3.myndinni. Ég er búinn að sjá hann í búningnum og því öllu, en finnst hann ekki passa í hlutverkið. Hann er ekki einsog ég hafði ýmindað mér hann. Hann var einhvernveginn….eldri í huganum á mér…..mér finnst ótrúlegt að Rowling hafi samþykkt að hann léki, ef hún á annað borð ræður eitthvað um leikaravalið, sem mér finnst að hún ætti að gera, hún þekkir persónurnar út í gegn!!!
Þetta er mynd af Gary Oldman, hann leikur Sirius Black. Ég veit eiginlega ekkert um hann, en ég held að hann verði góður. Í það minnsta betri en sá sem leikur Lupin, David Thewlis. Ég vona að 3.myndin verði betri en síðustu tvær, þær eru ekki svo sérstakar ef þið horfið á þær með sjónarmiði frá bókunum. Sérstaklega ekki íslenska þýðingin á spólunni, hryllingur!!! En anyway, þá vona ég að Gary Oldman muni takast vel upp með þetta!!!