Ég var að horfa á þessa mynd aftur í gærkvöldi og ég fór að pæla, er þessi mynd ekki fáránlega tilgangslaus? Mér finnst plottið svo lélegt. Ég hef ekki lesið bókina þannig að endilega fræðið mig ef það er eitthvað í bókinni sem vantar í myndina. Málið er að í byrjun myndarinnar þá eru Sirius Black og co. að segja við Harry að Voldemort sé að safna her, og sé að leita af einhverju sem hann hafði ekki seinast. Sem er víst þessi spádómur sem Harry finnur. Það sem þessi spádómur segir er basicly að annar þeirra verði að drepa hinn, því báðir geta ekki lifað á sama tíma. Svo eyðilegst spádómskúlan.

Mér finnst þetta svo tilgangslaust plot að það er ekki eðlilegt, ég hlýt að vera að missa af einhverju, endilega látið mig vita. Ég vildi spurja ykkur Potter-fans út í þetta, hvort þetta sé virkilega svona slæmt, eða vantar eitthvað í myndina sem er í bókinni eða er ég að missa af einhverju?