Ég var að lesa sjöundu bókina og tók þá eftir einu sem að angrar mig.
Þegar að Harry, Ron og Hermione eru á kaffihúsinu eftir brúðkaupið og eru búin að berjast við dráparana, þá ákveða þau að breyta minninu í þeim. Þá segist Hermione aldrei hafa framkvæmt minnisgaldur áður. En er hún ekki þá þegar búin að breyta minni foreldra sinna svo þau vilji flytja til Ástralíu?

Er ég eitthvað að misskilja þetta?