Undanfarið er ég mikið búin að pæla í heimavistunum í Hogwarts og eiginleikunum sem tengjast hverri vist. Persónulega hefur mér alltaf þótt erfitt að skilgreina í hvaða vist ég myndi lenda ef ég færi í Hogwarts. Svo er ég að velta því fyrir mér hvort það sé ekki allt of snemmt að flokka við 11 ára aldurinn, persónuleiki manns er ekkert alveg þróaður. Eða sér hatturinn framtíðina og veit hvernig maður verður? Hvað er þá málið með að setja Peter Pettigrew í Gryffindor?

Ég skrifaði langan bloggpóst um þetta á ruglugla.blogspot.com
Endilega kommenta þar eða hér hvað ykkur finnst.
Er flokkað of snemma?
Væri hægt að breyta heimavistakerfinu?
Hvers eðlis er þessi blessaði hattur?
Og síðast en ekki síst, í hvaða heimavist haldið þið að þið mynduð lenda?Bætt við 6. apríl 2011 - 14:33
Hér er nákvæmari linkur á umtalaða færslu :)
http://ruglugla.blogspot.com/2011/04/plingar-um-heimavistir-gryffindor.html