Ef þú hefur ekki kynnt þér leikarana sem leika hin ýmsu hlutverk í Harry Potter and the Deathly Hallows Part 2 og vill ekki fá að vita það þá vinsamlegast ekki lesa lengra, takk fyrir.


Ciarán Hinds leikur Aberforth, hvernig finnst mönnum það?
Og já, Kelly Macdonald leikur “The grey lady”, veit einhver hver það er? Er það Helena Rawenclaw?
Afhverju er Gary Oldman að leika í þessari mynd? Ekki man ég eftir neinu atriði með Sirius í bók 7, er ég að gleyma einhverju?(eða kannski er þetta bara eitthvað sem leikstjórinn bætti við í myndina…)

Toby Regbo leikur svo Dumbledore þegar hann var ungur, ekki alveg eins og ég ímyndaði mér hann.

Vill svo koma á framfæri hvað ég elskaði Bill Nighy í Part 1 ! woah.