Þar sem stór hluti könnunarinnar “Er Ginny það sem kallað er Mary Sue?” kaus “Ha?” þá ætla ég að koma með skýringu á hvað Mary Sue er í stuttu máli.

Mary Sue er fullkomni karakterinn sem allir elska. Karakterinn hefur oft eitthvað einkennilegt við sig (sérstakan hárlit, getur breytt eitthverju við sig) og er nær alltaf fallegur, hugrakkur, gáfaður og margt annað “awesome”. Höfundurinn byggir oft þennan karakter á sjálfum sér. Ef karakterinn hefur galla er það oftast eitthvað sem reynir að láta mann líka betur við hann (t.d. að vera klaufskur).

Meira um Mary Sue (og undirflokka þess) á þessum linkum:

http://tvtropes.org/pmwiki/pmwiki.php/Main/MarySue
http://en.wikipedia.org/wiki/Mary_sue

Að mínu mati er Ginny Wealsey ekki Mary Sue því hún er oft dónaleg og skapstór og fær ekki neina þróun sem breytir því. Hún hefur einhver einkenni, en það þarf meira fyrir mig. Ég veit samt fullvel að skoðun á þessum karakter er mjög breytileg.

Tonks og Lily eru meiri Mary Sue að mínu mati, en er það réttlætanlegt fyrir báðar því Tonks er lítið í bókunum (og hef heyrt að hún sé einmitt skot frá Rowling á Mary Sue) og það er aldrei sagt neitt slæmt um Lily, en hver mundi vilja segja það við son hennar?