Yndi þess að stunda Role Playing.

Fyrir sirca ári síðan þá rambaði ég inná Harry Potter roleplay síðu. Ég man ekki alveg hvernig eða hvað ég googlaði en mig grunar að ég hafi verið að googla einhverjar fan fiction sögur, einkvað í þá áttina. Ástæða þess að ég skrifa grein um þetta er af því að mig langar að sem flestir viti af þessu því mér (sem rosalegum Harry Potter) finnst þetta ótrúlega gaman og mig grunar að öðrum hér finnist það gaman líka. Ég veit ekki, kannski vita allir af þessu og allir eru að þessu en allavega ekki svo ég viti. Þannig að ef það eru einhverjir að þessu nú þegar endilega látið mig vita, það væri gaman að fá að rp-a með einhverjum íslenskum.

Fyrir þá sem ekki vita af þessu þá ætla ég að útskýra hvað Role playing er. Roleplaying er svolítið eins og að skrifa fanfiction þar sem hver og ein manneskja leikur eina persónu og allir skrifa söguna saman. Persónan getur verið skálduð eða svo kölluð “chanon” s.s. einhver úr sögunum t.d. Harry Potter, Hermione eða Dumbledore. Sögusviðið er bara hvar sem er t.d. Hogwarts, The Ministry of Magic eða Grimuald Place. Það sem ég elska mest við það er það að skrifa og hvað ég skrifa um. Ég elska hversu fjölbreytt það er, maður getur lennt í ástarsamböndum og yndislegum vinskap. Svo er líka svo gaman að kynnast fólki frá öðrum löndum sem hafa sama æðislega áhugamál.

Þegar ég byrjaði var ég ótrúlega heppin með síðu. Það er ótrúlega skemmtilegt fólk þar sem hefur rosalegann áhuga á því að rp-a við mann. Og það eina sem maður þarf að hafa er sæmilega ensku kunnáttu (mín bættist bara við það að byrja) ímyndunar afl og það að elska Harry Potter bækurnar :D

Mín síða er http://www.welcom2hogwarts.proboards.com/ Endilega skoðiði hvort þið hafið áhuga, ég væri meira en til í það að rp-a með ykkur :D