Er ekki búin að horfa á þetta allt, en ég fór að hugsa hvað það væri gaman að gera þetta í alvöru… Kannski ekki sem söngleik en sem leikrit.
Þetta væri nú varla það mikið mál, með alla hlutina sem Warner Bros hafa nú þegar búið til.
Það er allt til, ég sjálf á sprota, seiðpott, lampa, skikkju og harry potter gleraugu, sem ég keypti fyrir mörgum mörgum árum.

Ég held þetta væri geðveikt skemmtileg upplifun fyrir þá sem þekkja Harry Potter og fyrir þá sem hafa fundið fyrir þeirri tilfinningu að vilja bara fara í Hogwarts og læra um alla þessa hluti og borða alla þessa undursamlegu hluti.

Hugmyndin væri sú að þetta yrði líklega í mörgum þáttum, frekar eins og þáttaröð, þar sem næstum allt væri tekið fyrir, svo uppáhalds atriði allra væru í verkinu.
Æji, en þetta er bara draumur.