afsakið enska headline-ið en ég les þær bara á ensku og nenni ekki að muna íslensku heitin, en anyway, ég man að í fyrstu þrautinni þá mátti Harry ekki bara taka kústinn sinn með sér hann varð að summona hann til sín með sprotanum sínum því keppendur máttu bara hafa sprota, samt í seinni þrautinni þá mátti hann koma með gillyweed?


og thestrals, Harry gat fyrst séð þá í 5 bókinni því þá hafði hann orðið vitni að Cedric deyja, en afhverju gat hann ekki séð þá í lok 4. bókarinnar? ég var að klára að lesa hana og í endann þegar þau voru að fara þá var textinn einhvern veginn svona: “the horseless carriages had arrived..” eitthvað í þá áttina. Var þetta villa hjá henni? Getur verið að hún hafi ekki verið búin að ákveða að hafa thestrals með þegar hún skrifaði þetta?