Núna eftir að hafa loksins klárað bók 7 þá er eitt atriði sem ég væri til í að fá á hreint.
Af hverju var Dumbledore að láta krakkana vita um dauðadjásnin sjálf í gegnum “tales of beedle the bard”? (skikkjuna, sprotann og steininn)
Ég bjóst við að þau myndu spila mikilvægan þátt í að sigra Voldemort og að Harry yrði kannski tímabundið “master of death” en svo voru djásnin aldrei sameinuð og Voldemort bara sökkaði og dó.
Endilega látið mig vita ef þið munið eftir einhverju mikilvægu sem gerðist í sambandi við þau.
Var Dumbledore ekki bara að villa um fyrir þeim?